Slökkvilið Norðurþings óskaði formlega eftir úthlutun á nýju æfingasvæði í Haukamýri í febrúar sl. Eldra svæði var á Húsavíkurhöfða, en vegna uppbyggingar Sjóbaða og annara fyrirhugaðra framkvæmda á höfðanum var ekki ásættanlegt að halda starfseminni þar áfram.
Skipulags og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum þann 26. feb sl. að úthluta liðinu nýju svæði í gömlu malarnámunni í Haukamýri að því gefnu að slökkviliðið myndi standa straum af kostnaði við undirbúning svæðisins. Svæðið er um 2.000 m2 að stærð