,,Skálamelslyftan" var opnuð á nýjum stað uppá Reykjaheiði þann 28 desember.
Mikið og öflugt starf hefur verið unnið af sjálfboðaliðum og fyrirtækjum undanfarið til að gera þetta að veruleika.
Villi Páls fékk hlaut þann heiður að gangsetja lyftuna enda hefur hann gengið með þann draum lengi að koma upp skíða og útivistarsvæði uppá Reykjaheiði.
Böðvar Bjarnason og Garðar Héðinsson fóru fyrstu ferðina upp lyftuna enda hafa þeir unnið ötullega að fluttningi lyftunar undanfarið.
Opnunartími lyftunar er eftirfarandi:
virkir dagar : 14-19
helgar : 13 - 17
Frítt er í fjallið nú fyrst um sinn.