Ráðstefna um jarðskjálfta á Norðurlandi verður haldin á Húsavík dagana 21. - 24. maí 2019.
Ráðstefnan byggir á ráðstefnum sama efnis á Húsavík 2013 og 2016 og verður alþjóðleg sem fyrr þar sem vísindamenn frá mörgum löndum koma og kynna niðurstöður rannsókna sinna frá Norðurlandi. Í tengslum við ráðstefnuna verður að auki sett á svið jarðskjálftaæfing og viðbragðsaðilar munu æfa viðbrögð. Viðbragðsáætlanir verða rýndar og niðurstöður kynntar í fyrirlestrum.