Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

77. fundur 27. júní 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Soffía Helgadóttir varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Deiliskipulag lands Norðurþings við Lund í Öxarfirði

Málsnúmer 201304044Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á fundi 28. fundar framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Nú þegar Norðurþing hefur eignast landið í kringum mannvirkin í Lundi er orðið brýnt að deiliskipuleggja svæðið þannig að hægt sé að þróa það áfram.
Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir aukafjárveitingu frá bæjarráði til að deiliskipuleggja svæðið enda er það vilji nefndarinnar að selja fasteignir á svæðinu." Bæjarráð hefur áður veitt heimild til þessa verkefnis.

2.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2013

Málsnúmer 201301049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 114. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Greið leið ehf., fundaboð 2013

Málsnúmer 201306050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð einkahlutafélagsins Greið leið ehf sem haldinn verður föstudaginn 28. júní n.k. að Strandgötu 29 á Akureyri og hefst fundurinn kl. 13:00 Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra, að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

4.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra

Málsnúmer 201302078Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 153. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Hvannalindir ehf., umsókn um styrk

Málsnúmer 201306063Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hönnu Rún Jóhannesdóttir og Þórði Péturssyni f.h. Hvannalinda ehf. Hvannalindir ehf. var stofnað árið 2011 með það fyrir augum að nýta geithvönn og aðrar jurtir til framleiðslu á markaðshæfum, heilsubætandi vörum í heimahéraði. Fyrirtækið hefur unnið að miklum rannsóknum og þróunarstarfi. Niðurstöðu þessarar vinnu sýna að afurðir geithvannar hafa alla burði til að verða eftirsóttar í framtíðinni en vegur náttúrulækninga hefur aukist umtalsvert undanfarin ár, oft í góðu samspili við nútíma læknavísindi. Nýlega fékkst styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir tvo nemendur í líftækni við HA til að undirbúa geithvannasafann fyrir sölu. Rannsóknarsjóður Háskólans á Akureyri, Matís ohf, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og ValaMed styrktu einnig þessa vinnu með fjármagni og/eða sérþekkingu. Beiðni félagsins er að sveitarfélagið Norðurþing styðji við bakið á þessu sprotafyrirtæki og stuðli þannig að uppbyggingu á svæðinu. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.

6.Kynningarbréf frá Umhverfisstofnun varðandi fyrirhugaða friðlýsingu Gjástykkis skv. rammaáætlun

Málsnúmer 201306062Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur liggur almenn tilkynning frá Umhverfisstofnun til sveitarfélagsins varðandi upphaf ferils að fyrirhugaðri friðlýsingu sem mun ná til þess landsvæðis jarðarinnar Reykjahlíð m.a. í Norðurþingi sem kennt er við Gjástykki. Um er að ræða feril í samræmi við fyrirliggjandi rammaáætlun, (100 Gjástykki).Í lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun er kveðið á um verklag og yfirferð á virkjunarkostum og flokkun þeirra í þrjá flokka; verndarflokk, nýtingarflokk og biðflokk. Samkvæmt ákvæðum laganna ber að leggja fram á Alþingi, eigi sjáldnar en á fjögurra ára fresti þingsályktunartillögu um flokkunina. Var fyrsta þingsályktunartillagan samkvæmt lögum þessum samþykkt 14. janúar 2013.Í 4. mgr. 6. gr. framangreindra laga kemur fram að stjórnvöld skuli hefja undirbúning að friðlýsingu þeirra svæðia sem falla í verndarflokk samkvæmt ákvörðun Alþingis og er þar með talin ástæða til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Um friðlýsingu svæðanna fer samkvæmt gildandi lögum um náttúruvernd. Samkvæmt framangreindri þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða fellur Gjástykki, innan marka Reykjahlíðar og nærliggjandi sveitarfélaga, í verndarflokk. Umhverfisstofnun hefur nú í samræmi við framngreint hafið undirbúning að friðlýsingu svæðisins. Sú vinna snýst meðal annars um umfang friðlýsingar, friðlýsingarflokk, mörk svæðis, hvaða reglur verði settar um þætti eins og framkvæmdir og umferð á svæðinu og vinnu að verndar- og stjórnunaráætlun fyrir svæðið. Þá skal bent á að samkvæmt 7. gr. framangreindra laga er það meginregla að sveitarfélög skulu samræma gildandi svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlanir verndar- og orkunýtingaráætluninni innan fjögurra ára. Umhverfisstofnun óskar eftir samvinnu við viðkomandi landeigendur og sveitarfélög, enda má ætla að mikil þekking sé að finna hjá þessum aðilum sem rétt er að lögð sé til grundvallar við ákvarðanir um friðlýsingu. Umhverfisstofnun vill því óska eftir að funda með forsvarsmönnum Norðurþings til þess að fara yfir málið. Bæjarráð ítrekar afstöðu sveitarfélagsins sem komið hefur skýrt fram í samráðsnefnd sem skipuð var um málið. Sveitarfélagið Norðurþing er andsvígt friðlýsingu Gjástykkis og mun ekki taka þátt í frekari samningumleitunum þar um.

7.Mötuneyti Borgarhólsskóla 2012

Málsnúmer 201201035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu tilboð í mötuneyti við Borgarhólsskóla. Opnun tilboða fór fram mánudaginn 24. júní s.l. en verkkaupi er sveitarfélagið Norðurþing. Eitt tilboð barst frá H-3 ehf að Höfða 3 á Húsavík. Heildartilboðsfjárhæð með virðisaukaskatti, 24.999.348.- krónur.Kostnaðaráætlun Basalt - arkitektastofu og Mannvits hljóðar upp á 22.987.158.- krónur. Bæjarráð samþykkir að ganga skuli til viðræðna við H-3 ehf. um verkið og þá í samræmi við þær viðskiptareglur sem í gildi eru.

8.Útboð á endurskoðun og sérfræðiþjónustu

Málsnúmer 201306066Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur afgreiðsla á útboði endurskoðun reikninga fyrir komandi ár. Bæjarráð samþykkir og felur bæjarstjóra að undirbúa útboð á endurskoðun og sérfræðiþjónustu fyrir samstæðu sveitarfélagsins og tengdra stofnana til næstu 3ja ára.

9.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar vegna tónleikahalds í Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 201306073Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sýslumanninum á Húsavík þar sem óskað er umsgagnar á leyfisveitingu tækifærisleyfis vegna tónleikahalds í Húsavíkurhöfn 3. júlí n.k. Samkvæmt umsókninni munu tónlistarmenn vera staðsettir um borð í Húna II en gestir á hafnarsvæði. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

10.Hitaveita Öxarfjarðarhéraðs, hækkun á gjaldskrá

Málsnúmer 201306072Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs en stjórn félagsins ákvað á fundi sínum 25. júní s.l. að hækka gjaldskrá um 8,33% miðað við neysluverðsvísitölu 1. júní 2013. Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf., skal samráð haft við bæjarstjórn vegna gjaldskrárinnar sem ráðherra svo staðfestir. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við hækkun gjaldskrárinnar og staðfestir ákvörðun stjórnar Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs.

11.Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, ósk um styrk vegna farþegakönnunar á Húsavíkurflugvelli

Málsnúmer 201306071Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga vegna framlags til gerðar könnunar meðal brottfarafarþega á Húsavíkurflugvelli. Könnunin getur m.a. nýst í því að aðlaga þjónustuna þörfum viðskipavina. Leitað hefur verið til Flugfélagsins Ernir og Húsavíkurstofu með aðkomu að verkefninu. Könnunartímabil eru tveir mánuðir og áætlun um fjölda svara er 250 frá íbúum, 100 frá erlendum gestum og 100 frá innlendum gestum eða samtals um 450 svör. Markmið er að fá skýra mynd af sumarfarþegum flugfélagsins og meta gildi flugsins íbúa og fyrirtæki í Þingeyjarsýslum og mikilvægi gesta sem nýta sér flugið fyrir ferðarþjónustu og annað atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. Gert er ráð fyrir heildarkostnaður við könnunina sé 630.000.- þúsund krónur. Óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi verkefninu til 400.000.- krónur í formi framlags til Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem verður verkkaupi gagnvart framkvæmdaaðila, Ransóknum og ráðgjöf í ferðaþjónustu. Bæjarráð getur ekki orðið við styrbeiðninni.

12.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 106

Málsnúmer 1306009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 106. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar, í orlofi bæjarstjórnar. Liður 1., 2., 3. og 4. eru sérstakir afgreiðslu liðir. Aðrir liðir fundargerðarinnar eru til staðfestingar. Eftirfarandi sjá dagskráliði fundargerðar 106. fundar skipulags- og byggingarnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:00.