Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

351. fundur 28. janúar 2021 kl. 08:30 - 11:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Stjórnsýslukæra vegna synjunar á endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda á Garðarsbraut 12

Málsnúmer 202007045Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á synjun byggðarráðs þann 11. júní 2020 á endurskoðun og endurgreiðslu sorphirðugjalda sem lögð voru á vegna fasteignarinnar Garðarsbrautar 12, Húsavík, árin 2018, 2019 og 2020.
Á fund byggðarráðs kemur Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur og fer yfir niðurstöðu Úrskurðarnefndarinnar.
Byggðarráð þakkar Hilmari fyrir yfirferðina á niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Til samræmis við úrskurð nefndarinnar mun byggðarráð taka málið upp að nýju.

2.Verklagsreglur vegna umsókna um niðurfellingu sorphirðugjalda

Málsnúmer 202009175Vakta málsnúmer

Á 347. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð mun fjalla nánar um verklagsreglurnar á næsta fundi sínum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá reglunum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju til samþykktar.

3.Verklagsreglur við ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vefnum

Málsnúmer 202004024Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til umfjöllunar drög að verklagsreglum um ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vef sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá reglunum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju til samþykktar.

4.Samkomulag Rifóss og Norðurþings vegna gatnagerðar og greiðslu gatnagerðargjalda á Röndinni Kópaskeri

Málsnúmer 202101131Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi milli Rifóss hf. og Norðurþings vegna gatnagerðar og greiðslu gatnagerðargjalda vegna uppbyggingar á fiskeldisstöð félagsins á Röndinni á Kópaskeri.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið og felur sveitarstjóra að undirrita það.

5.Tillaga um samningaviðræður við Þekkingarnet Þingeyinga um fasteignina Hafnarstétt 17

Málsnúmer 202101142Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram tillögu um að sveitarfélagið fari í viðræður við Þekkingarnet Þingeyinga um að það eignist Hafnarstétt 17 á Húsavík, Verbúðir, í tengslum við verkefnið Hraðið, frumkvöðlasetur.

Greinargerð Hjálmars með tillögunni:
Þekkingarnet Þingeyinga hefur undanfarið unnið að nýsköpunarverkefni um uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík. Hafnarstétt hefur verið á sölu. Sveitarfélagið getur sömuleiðis verið aðili máls með framlagi á húsnæði til verkefnisins.

Helena Eydís Ingólfsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Málinu er frestað til næsta fundar byggðarráðs.

6.Rekstur ferðaþjónustu í Heiðarbæ 2021

Málsnúmer 202101133Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að leigusamningur við núverandi rekstraraðila félagsheimilisins Heiðarbæjar er útrunninn og því þarf að taka afstöðu til nýtingu hússins og tjaldsvæðisins á komandi sumri.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að reka tjaldsvæði og ferðaþjónustutengda starfsemi í félagsheimlisinu Heiðarbæ, til allt að þriggja ára.

7.Aðgerðir Norðurþings í tengslum við COVID-19

Málsnúmer 202009043Vakta málsnúmer

Á 347. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð mun í byrjun janúar endurskoða aðgerðir sveitarfélagsins í tengslum við Covid-19 hvað varðar gildistíma m.t.t. framvindu innheimtumála.


Byggðarráð telur ekki tilefni til frekari aðgerða vegna Covid-19 m.t.t. innheimtu og frestunar gjalda. Aðgerðir stjórnvalda hafa komið mörgum fyrirtækjum að gagni og skuldastaða fyrirtækja við sveitarfélagið er góð. Allar ákvarðanir um aðgerðir vegna COVID-19 hafa nú runnið sitt skeið fyrir utan að samningur við Húsavíkurstofu gildir út árið 2021.
Byggðarráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að kanna hvort tilefni geti verið til að fella niður farþegagjöld hluta ársins 2021 eða allt árið.

8.XXXVI Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202101136Vakta málsnúmer

Boðað er til XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Skúlagarður fasteignafélag ehf. - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Skúlagarðs-fsteignafélags ehf. frá 12. janúar sl.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að hlutur sveitarfélagsins í Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. verði auglýstur til sölu að því gefnu að aðrir eigendur séu sama sinnis og að jákvæð umsögn komi frá hverfisráði Kelduhverfis.

10.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 28. október 2020.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 11:20.
Byggðarráð frestar afgreiðslu liða númer 4 og 5.
Byggðarráð vísar máli númer 6 til fjölskylduráðs.
Önnur mál hafa hlotið umfjöllun í skipulags- og framkvæmdaráði.

11.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Öxarfjarðar frá 13. janúar sl.
Byggðarráð vísar máli númer 2 til fjölskylduráðs og málum 4 og 5 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

12.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 20. fundar stjórnar SSNE frá 13. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Húsavíkurstofu 2020-2021

Málsnúmer 202010094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 18. stjórnarfundar Húsavíkurstofu frá 19. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202101103Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks,vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:35.