Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Hafrún Olgeirsdóttir sat fundinn í fjarfundi.
1.Rekstur Norðurþings 2024
Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í janúar 2024 og álagning gjalda árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
2.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður
Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Verkís um ástand innanhús í húsi stjórnsýslunnar að Ketilsbraut 7-9.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að því að finna lausn á framtíðar húsnæðismálum stjórnsýslunnar á Húsavík með það að markmiði að hagræða í húsakosti sveitarfélagsins.
3.Ósk um styrk vegna Dillidaga við FSH 2024
Málsnúmer 202402031Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk frá nemendaráði Framhaldsskólans á Húsavík vegna Dillidaga.
Byggðarráð samþykkir að styrkja nemendafélag Framhaldsskólans á Húsavík um 120.000 kr. vegna Dillidaga 2024.
4.Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2023.
Málsnúmer 202402040Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samantekt Byggðastofnunar á kostnaði við raforkunotkun og húshitun í 91 byggðakjarna á landinu öllu.
Lagt fram til kynningar.
5.Framlög til stjórmálasamtaka skv 5.gr laga nr.1622006
Málsnúmer 202204055Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur tillaga um að heildarupphæð til stjórnmálasamtaka skv. lögum nr. 162/2006 verði í samræmi við fjárhagsáætlun Norðurþings kr. 500.000 vegna ársins 2024 sem er sama upphæð og árið 2023.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
6.Auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf til allra sveitarstjórna um framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
7.Bréf frá Óbyggðanefnd varðandi þjóðlendumál-eyjar og sker- tilkynning frá óbyggðanefnd
Málsnúmer 202402043Vakta málsnúmer
Fyir byggðarráði liggur til kynningar bréf frá Óbyggðanefnd varðandi þjóðlendumál.
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins.
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða eyjar og sker sem eru mögulega í eigu sveitarfélagsins.
Eigendur eyja og skerja hafa frest til 15. maí til að lýsa yfir eignarétti sínum.
Eigendur eyja og skerja hafa frest til 15. maí til að lýsa yfir eignarétti sínum.
8.Kjördæmavika
Málsnúmer 202402044Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að ræða áherslumál Norðurþings í komandi kjördæmaviku.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um helstu áhersluatriði sveitarfélagsins í kjördæmaviku sem er 26.febrúar-3.mars nk.
9.Allsherjar- og menntamálanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024
Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til umsagnar 13. mál. frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán) og mál 112. frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (greiðsla meðlags).
Lagt fram til kynningar.
10.Atvinnuveganefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024
Málsnúmer 202402004Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur frá Atvinnuveganefnd Alþingis til umsagnar 521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Lagt fram til kynningar.
11.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum.
Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer
Frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS. Boðað er til málþings um stöðuna í orkumálum undir yfirskriftinni; Er íslensk orka til heimabrúks? ? Staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög.
Málþingið fer fram á Grand hótel í Reykjavík, föstudaginn 15. mars nk, kl. 08:30-11:30.
Málþingið fer fram á Grand hótel í Reykjavík, föstudaginn 15. mars nk, kl. 08:30-11:30.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 942. fundar Stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerðir SSNE 2024
Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 60. fundar stjórnar SSNE frá 7. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:20.