Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Skipakomur farm- og skemmtiferðaskipa til Húsavíkur 2016
Málsnúmer 201602048Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir nefndina minnisblað rekstrarstjóra hafna um skipakomur árið 2016. Fyrir liggur að taka þurfi tillit til framkvæmda á hafnarsvæðinu við komu skipa.
Lagt fram til kynningar.
2.Framkvæmdir við Bökugarð - staða mála
Málsnúmer 201602047Vakta málsnúmer
Framkvæmdir við Bökugarð ganga vel og eftir áætlun. Björgun ehf er um þessar mundir að vinna að dýpkun við Böku og Norðurgarð. LNS munu á næstu dögum hefja vinnu við sprengingu þilskurðar og í beinu framhaldi hefja þilrekstur.
Lagt fram til kynningar. Verkinu miðar vel og á áætlun.
3.Hafnarvogir - endurnýjunarþörf
Málsnúmer 201602046Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar og samþykktar. Ástand núverandi hafnarvogar og endurnýjunarþörf. Fyrirhuguð kaup á nýrri vog til aflavigtunar.
Framkvæmda og hafnarnefnd telur brýnt að fjárfesta í pallavog fyrir Húsavíkurhöfn. Bílavog hafnarinnar hefur látið á sjá og mikilvægt er að bæta þjónustuna.
Áætlaður kostnaður við kaup og uppsetningu er 1,5 milljón og óskar nefndin eftir aukafjárveitingu frá bæjarráði.
Áætlaður kostnaður við kaup og uppsetningu er 1,5 milljón og óskar nefndin eftir aukafjárveitingu frá bæjarráði.
4.Breytt fyrirkomulag á innheimtu raforkugjalda á höfnum Norðurþings
Málsnúmer 201602045Vakta málsnúmer
Tillaga lögð fyrir nefnd að breyttu fyrirkomulagi á innheimtu raforkugjalda og eftirliti með notkun.
Rekstrarstjóri hafna leggur til að;
- gjalddögum verði fjölgað úr einum í sex á ári.
- aflestrum og eftirliti með raforkunotkun aukið.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
- gjalddögum verði fjölgað úr einum í sex á ári.
- aflestrum og eftirliti með raforkunotkun aukið.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
5.Umsókn um lóð við Naustabryggju á Húsavík
Málsnúmer 201602044Vakta málsnúmer
Norðursigling hefur lagt inn erindi til nefndarinnar vegna aðstöðusköpunar fyrirtækisins á hafnarsvæðinu.
Framkvæmda og hafnanefnd frestar afgreiðslu málsins.
6.Deiliskipulag suðurhafnar
Málsnúmer 201511061Vakta málsnúmer
Skipulags og byggingarnefnd hefur lagt til við framkvæmda- og hafnanefnd að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi suðurhafnar verði sett í almenna kynningu skv. ákvæðum skipulagslaga. Þórir Örn kynnti skipulagstillöguna og skipulagsferlið.
Framkvæmda- hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi suðurhafnar verði kynnt til samræmis við tillögu skipulags- og byggingarnefndar.
7.Stækkun uppfyllingar í suðurfjöru við Húsavík
Málsnúmer 201511037Vakta málsnúmer
Lagt fyrir nefnd til kynningar. Fyrirliggjandi er stækkun suðurfyllingar með efni sem fellur til úr gangnagerð í höfðanum.
Lagt fram til kynningar.
8.Hafnarreglugerð Norðurþings 2016
Málsnúmer 201511039Vakta málsnúmer
Lagt fyrir nefnd til afgreiðslu. Breyting á reglugerð fyrir hafnir Norðurþings.
Framkvæmda og hafnanefnd samþykkir reglugerðina og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 19:00.