Leikvellir í sveitarfélaginu Norðurþingi.
Málsnúmer 201006081
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 18. fundur - 09.05.2012
Á fundi 15. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 17. febrúar sl. var þetta mál á dagskrá en það er erindi frá tómstunda- og æskulýðsnefnd sem lagði til við framkvæmda- og hafnanefnd að leikvöllurinn við Túngötu yrði endurnýjaður á árinu 2012. Framkvæmda- og hafnanefnd frestaði afgreiðslu málsins þá. Framkvæmda- og hafnanefnd getur ekki orðið við erindinu.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 14. fundur - 14.06.2012
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ítrekar fyrri tillögu sína við Framkvæmda- og hafnarnefnd varðandi áframhaldandi uppbyggingu/endurnýjun leikvalla í sveitarfélaginu 14.02 2011. Með því móti yrði einn leikvöllur endurnýjaður ár hvert. Vísað er í ástandsskoðun leikvalla.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 20. fundur - 10.07.2012
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ítrekar fyrri tillögu sína við Framkvæmda- og hafnarnefnd varðandi áframhaldandi uppbyggingu/endurnýjun leikvalla í sveitarfélaginu 14.02 2011.
Með því móti yrði einn leikvöllur endurnýjaður ár hvert. Vísað er í ástandsskoðun leikvalla. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2013.
Með því móti yrði einn leikvöllur endurnýjaður ár hvert. Vísað er í ástandsskoðun leikvalla. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2013.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 21. fundur - 12.06.2013
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ítrekar bókanir sínar frá 14.02 2011 og 14.06 2012. Í þeim bókunum kemur fram að einn leikvöllur verði endurnýjaður ár hvert með vísan í ástandsskoðun leikvalla 2011.Tómstundar- og æskulýðsnefnd vísar málinu til Framkvæmdar- og hafnarnefndar vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 31. fundur - 10.07.2013
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ítrekar bókanir sínar frá 14.02.2011 og 14.06.2012. Í þeim bókunum kemur fram að einn leikvöllur verði endurnýjaður ár hvert með vísan til ástandsskoðunar leikvalla 2011.Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar málinu til framkvæmda- og hafnanefndar vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að tryggðir verði fjármuni að upphæð 4 milljónir til endurnýjunar á leikvöllum.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 22. fundur - 10.09.2013
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar ákvörðun Framkvæmda- og hafnarnefndar Norðurþings frá 10.07 2013 er varðar endurnýjun á leikvöllum í Norðurþingi.Jafnframt ákveður nefndin að merkja, kortleggja og auglýsa alla leikvelli á vegum sveitarfélagsins.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 26. fundur - 14.01.2014
Tómstunda- og æskulýðsnefnd lagði það til við Framkvæmda- og hafnarnefnd að einn leikvöllur yrði uppfærður árlega. Engin nýframkvæmd vegna þessa hefur orðið á síðustu tveimur árum þrátt fyrir áætlanir þar um. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að leikvöllurinn við Túngötu verði uppfærður.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014
Tómstunda- og æskulýðsnefnd lagði það til við famkvæmda- og hafnarnefnd á sínum tíma að einn leikvöllur yrði uppfærður árlega.
Engin nýframkvæmd vegna þessa hefur orðið á síðustu tveimur árum þrátt fyrir áætlanir þar um.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að leikvöllurinn við Túngötu verði uppfærður.
Framkvæmda- og hafnanefnd ákveður að setja viðhald eins leikvallar á viðahalds- og fjárfestingaráætlun ársins 2014.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015
Tómstunda- og æskulýðsnefnd lagði til við framkvæmda- og hafnanefnd árið 2011 að einn leikvöllur yrði uppfærður árlega. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkti á fundi sínum 12. febrúar 2014 að setja viðhald eins leikvallar á viðhalds- og fjárfestingaráætlun ársins 2014. Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum.
Leikvöllum í Norðurþingi hefur á síðustu árum verið fækkað úr 17 í 10 og hafa þeir verið teknir út útfrá öryggissjónarmiðum. Mikilvægt er að viðahaldi á leikvöllum verði sinnt og að einn leikvöllur verði tekinn til endurbóta ár hvert.
Erindi frá tómstunda- og æskulýðsnefnd þar sem fram kemur að nefndin hafi samþykkt á fundi sínum þann 14. febrúar sl. að leggja til við framkvæmda- og hafnanefnd að leikvöllurinn við Túngötu verði endurnýjaður á árinu 2012.
Framkvæmda- og hafnanefnd frestar erindinu.