Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Farþegagjöld 2015/2016
Málsnúmer 201611155Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur samkomulag um frestun á greiðslum Norðursiglingar í samræmi við bókun ráðsins þann 12. nóvember sl.
Samkomulagið er samþykkt með atkvæðum Silju, Guðmundar og Kristins.
Kristján situr hjá.
Bergur greiðir atkvæði á móti.
Bergur óskar bókað;
Get ekki samþykkt fyrirliggjandi samning. Verði hann samþykktur er ljóst að önnur fyrirtæki geti fengið sambærileg kjör. Því skal haldið til haga að engar tryggingar eru fyrir greiðslu gjaldanna.
Kristján situr hjá.
Bergur greiðir atkvæði á móti.
Bergur óskar bókað;
Get ekki samþykkt fyrirliggjandi samning. Verði hann samþykktur er ljóst að önnur fyrirtæki geti fengið sambærileg kjör. Því skal haldið til haga að engar tryggingar eru fyrir greiðslu gjaldanna.
2.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2020
Málsnúmer 202001107Vakta málsnúmer
Fyrir fundi liggja fundargerðir 429. og 430. fundar Hafnasambandsins Íslands.
Lagt fram til kynningar.
3.Hafnasambandsþing 24.-25. september 2020
Málsnúmer 202007030Vakta málsnúmer
Fundargerð frá 42. hafnasambandsþingi Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
4.Fyrirspurn frá Veitingastaðnum Naustinu ehf. varðandi stöðuleyfi fyrir söluvagn við höfnina
Málsnúmer 202009064Vakta málsnúmer
Veitingastaðurinn Naustið ehf. vill kanna möguleika á að hafa lítinn söluvagn á sínum vegum (street food) við höfnina næsta sumar. Vagninn þarf ekki 3ja fasa rafmagn. Sé slíkt stæði í boði viljum við gjarnan sækja hér með um stöðuleyfi frá 1. maí 2021 - 1. sept 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að hafnarstjóri finni staðsetningu fyrir söluvagninn við höfnina.
5.Saltvík ehf. óskar eftir nýjum samningi við sveitarfélagið Norðurþing um landleigu í Saltvík
Málsnúmer 202011111Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggja drög að samningi við Saltvík um landleigu. Ráðið þarf að taka afstöðu til draganna.
Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í meðfylgjandi samningsdrögum er kemur fram að verið er að leigja 84 hektara í landi Saltvíkur til 20 ára. Um er að ræða 9 landspildur og nær samningurinn yfir þær allar. Undirritaður telur rétt að gerður sé sér samningur um hverja landsspildu og að uppsagnarákvæði hans sér skýrt. Fram kemur að landspilda #84 sé í leigu annars aðliða og að sá samingur verði yfirtekin án auglýsingar.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Bergs, Guðmundar og Kristins.
Silja og Kristján greiða atkvæði á móti.
Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að landspilda #84 sé auglýst til umsóknar þegar hún losnar.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Bergs, Guðmundar og Kristjáns.
Kristinn situr hjá.
Silja greiðir atkvæði á móti.
Silja hafnar tillögunum og samþykkir drögin.
Skipulags og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra samningsdrögin í samræmi við samþykkta tillögu og leggja fyrir ráðið að nýju.
Í meðfylgjandi samningsdrögum er kemur fram að verið er að leigja 84 hektara í landi Saltvíkur til 20 ára. Um er að ræða 9 landspildur og nær samningurinn yfir þær allar. Undirritaður telur rétt að gerður sé sér samningur um hverja landsspildu og að uppsagnarákvæði hans sér skýrt. Fram kemur að landspilda #84 sé í leigu annars aðliða og að sá samingur verði yfirtekin án auglýsingar.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Bergs, Guðmundar og Kristins.
Silja og Kristján greiða atkvæði á móti.
Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að landspilda #84 sé auglýst til umsóknar þegar hún losnar.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Bergs, Guðmundar og Kristjáns.
Kristinn situr hjá.
Silja greiðir atkvæði á móti.
Silja hafnar tillögunum og samþykkir drögin.
Skipulags og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra samningsdrögin í samræmi við samþykkta tillögu og leggja fyrir ráðið að nýju.
6.Samningur milli Norðurár bs. og Norðurþings um urðun úrgangs
Málsnúmer 202101032Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur samningur milli Norðurár bs. og Norðurþings um urðun úrgangs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir samninginn.
7.Fyrirspurn um afnot og leigu á húsnæði við Víðimóa
Málsnúmer 202101020Vakta málsnúmer
GYG ehf. Vill kanna möguleika á að fá leigt austurhús að Víðimóum 3.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu.
8.Víðimóar 3 girðing og húsnæði
Málsnúmer 202011074Vakta málsnúmer
Skipulags og framkvæmdaráð bókaði á 84 fundi sínum 24.11.2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða í að girða af Víðimóa 3.
Niðurstaða verðkönnunar liggur fyrir og buðu fimm aðilar í kaup og uppsetningu á girðingu á Víðimóum 3.
Taka þarf ákvörðun um næstu skref málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða í að girða af Víðimóa 3.
Niðurstaða verðkönnunar liggur fyrir og buðu fimm aðilar í kaup og uppsetningu á girðingu á Víðimóum 3.
Taka þarf ákvörðun um næstu skref málsins.
Skipulags og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga til samninga við lægstbjóðanda og leggja fyrir ráðið til samþykktar.
9.Ósk um kaup á jörðinni Þórseyri í Kelduhverfi
Málsnúmer 202101004Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur erindi þar sem óskað er eftir kaupum á Þórseyri í Kelduhverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að selja jörðina að Þórseyri í heild sinni. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera tillögu að lóð undir húseignir með sölu þeirra í huga og einnig að hafa samband við bréfritara og upplýsa um framgang mála.
10.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings vegna uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði
Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu á skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags vegna vindorkuvers á Hólaheiði. Umsagnir bárust frá: Veðurstofu Íslands, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skipulagsstofnun, Náttúruverndarnefnd þingeyinga, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Umhverfisstofnun, Landsneti, Isavia og lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar f.h, eigenda Brekku.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framkomnar ábendingar. Í ljósi umfangs ábendinga verða þær ekki bókaðar inn nánar, en skipulagsráðgjafa falið að vinna úr þeim við áframhaldandi vinnslu skipulagstillögu.
11.Deiliskipulag fiskeldis í Núpsmýri
Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer
Haldinn var kynningarfundur um drög að deiliskipulagi fiskeldis í Núpsmýri á Kópaskeri þann 8. desember s.l. Gögnin voru jafnframt kynnt á vefsíðu Norðurþings frá 8. til 15. desember. Í kjölfar kynningarinnar skilaði Gunnar Einarsson á Daðastöðum athugasemdum við fyrirliggjandi skipulagsdrög. Þar bendir hann á ágalla í greinargerð og gæðum uppdrátta. Almennt telur Gunnar að vatnsborð í Núpsmýri hafi lækkað á undanförnum áratugum vegna grunnvatnsdælinga til fiskeldisins. Honum hugnast ekki að fiskeldi verði aukið í mýrinni, enda líkur til þess að það kalli á auknar dælingar á grunnvatni hvað sem líður yfirlýsingum rekstraraðila um annað. Í því samhengi veltir hann fyrir sér eftirliti með vatnstökunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi þar sem horft hefur verið til þeirra sjónarmiða sem fram komu á kynningarfundinum og í bréfi Gunnars.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi þar sem horft hefur verið til þeirra sjónarmiða sem fram komu á kynningarfundinum og í bréfi Gunnars.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.Ósk um stofnun lóðar um íbúðarhús á Ærlæk
Málsnúmer 202012123Vakta málsnúmer
Guðný María Sigurðardóttir óskar samþykkis Norðurþings fyrir stofnun lóðar undir íbúðarhúsið á jörðinni Ærlæk í Öxarfirði. Lóðin fái heitið Ærlækur 2. Lóðin yrði 1.061 m² eins og fram kemur á hnitsettum lóðaruppdrætti sem unninn er af Maríu Svanþrúði Jónsdóttur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að ný lóð fái heitið Ærlækur 2.
13.Filip Roman Kuras sækir um byggingarlóð að Steinagerði 5
Málsnúmer 202012132Vakta málsnúmer
Filip Roman Kuras óskar eftir að fá lóðinni að Steinagerði 5 úthlutað.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Filip verði úthlutað lóðinni.
14.Kynning á hugmyndum að uppbyggingu á Meiðavöllum
Málsnúmer 202101033Vakta málsnúmer
Ágústa Ágústsdóttir kynnir hugmyndir sínar að uppbyggingu ferðaþjónustu á Meiðavöllum í Kelduhverfi með bréfi dags. 7. janúar 2021. Áður voru hugmyndir kynntar ráðinu í ágúst 2019 en hugmyndir landeiganda hafa þróast nokkuð síðan.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar vel unnar hugmyndir og sem reikna má með að verði horft til við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Á þessu stigi er horft til þess að ráðist verði í heildarendurskoðun aðalskipulagsins á næsta kjörtímabili sveitarstjórnar. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við Ágústu um mögulega tímalínu uppbyggingarinnar.
Fundi slitið - kl. 14:45.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 6. - 14.
Jónas Hreiðar Einarsson verkefnastjóri sat fundinn undir lið 1. - 10.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undlir lið 4. - 11.