Kynning tillögu á vinnslustigi vegna nýs aðalskipulags Norðurþings 2025-2045
Sveitastjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 1.11.2024 að kynna tillögu á vinnslustigi vegna nýs aðalskipulags Norðurþings 2025-2045. Kynning vinnslutillögu er unnin skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr 123/2012.
Með vinnslutillögunni fylgja greinargerð aðalskipulags, umhverfismatsskýrsla og aðalskipulagsuppdrættir. Ennfremur fylgja greinargerðir vegna umfjöllunar um landbúnaðarland og vegi í náttúru Íslands auk uppdrátta þeim fylgjandi.
Skipulagstillaga þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir málsnúmeiri 538/2023. Vinnslutillagan verður kynnt á opnum fundum á Húsavík 21. janúar n.k. og Kópaskeri og Raufarhöfn 22. janúar n.k.
Kynningartími skipulagslýsingarinnar er frá 2. janúar til 9. febrúar 2025.
Tekið verður á móti ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmeri 538/2023.
Fylgigögn:
Flokkun landbúnaðarlands 2024 - Tillaga
Greinargerð til kynningar á vinnslustigi
Umhverfismatsskýrsla til kynningar á vinnslustigi
Flokkun vega í náttúru Íslands - tillaga
Vegir í náttúru Íslands - kort
Þéttbýlisuppdráttur Raufarhöfn
Húsavík 2. janúar 2025
Skipulagsfulltrúi Norðurþings