Fara í efni

Tillögur að breytingu deiliskipulags suðurhafnarsvæðis og reit

Tillögur að breytingu deiliskipulags suðurhafnarsvæðis og nýju deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Reitnum á Húsavík  Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi suðurhafnarsvæðis á Húsavík.  Breytingar felast m.a. í þrengri afmörkun landfyllinga til samræmis við gildandi aðalskipulag, umtalsvert breyttri lóðarskipan óbyggðra lóða, breyttum byggingarskilmálum og tilfærslu á opnum farvegi Búðarár.  Skipulagssvæðið afmarkast af Suðurgarði í norðri, Stangarbakka í austri og hafi í vestri og suðri.  Breytt deiliskipulag er sett fram á uppdrætti í blaðstærð A1 auk greinargerðar í A4 broti.

Ennfremur auglýsir sveitarstjórn tillögu að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Reitnum (Í5).  Skipulagstillagan afmarkast af Grundargarði í vestri, framlengdum Stóragarði í norðri og austri og Ásgarðsvegi og Skrúðgarði í suðri.  Innan skipulagssvæðis eru þrjú þegar byggð hús, Grundargarður 4 og 6 auk Ásgarðsvegar 25.  Í deiliskipulaginu eru skilgreindar lóðir undir 11 ný fjölbýlishús, allt að 5 hæðir, auk tveggja lóða undir raðhús.  Nýtt deiliskipulag er sett fram á uppdrætti í blaðstærð A1 auk greinargerðar í A4 broti.

Skipulagstillögurnar verða til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 29. febrúar til 11. apríl 2016.  Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is).  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til mánudagsins 11. apríl 2016.  Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.

Fylgiskjöl
Suðurfjara greinargerð
Suðurfjara uppdráttur skipulag
Reitur greinargerð
Reitur deiliskipulag 

Húsavík 23. febrúar 2016
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi