Nú þegar færðin er farin að þyngjast eru íbúar minntir á að moka þarf vel frá sorptunnum og hálkuverja til að auðvelda aðgengi að tunnunum og tryggja skilvirka sorphirðu.
Á næstu dögum og vikum verða starfsmenn Orkuveitu Húsavíkur á ferðinni í mælaskiptum norðan Búðarár. Verið er að skipta gömlum mælum út fyrir nýja stafræna mæla.
Því þarf ekki að senda inn álestur af hitaveitumælum norðan Búðarár. Sama gildir um notendur í Reykjahverfi, Aðaldal og Kinn sem þegar eru komnir með stafræna mæla.
Fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 voru samþykktar í síðari umræðu í sveitarstjórn Norðurþings þann 1. desember sl. Einnig voru samþykktar álagningaprósentur, gjaldskrár og framkvæmdaáætlun 2023 í sér dagskrárliðum.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 1. desember 2022 að kynna tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar á Húsavík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan felur í sér sameiningu tveggja lóða að Norðurgarði 7 og 9 í eina og sú lóð er stækkuð inn á athafnasvæði hafnarstarfsemi samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.
Sveitarstjórn Norðurþings kynnir hér með skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Breytingin er tilkomin vegna áforma um lagningu jarðstrengs frá tengivirkinu á Þeistareykjum að Kópskerslínu 1.