Fara í efni

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings

47. fundur 26. febrúar 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Anna Ragnarsdóttir formaður
  • Aðalbjörn Jóhannsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
  • Dögg Káradóttir félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Dögg Káradóttir Félagsmálafulltrúi
Dagskrá

1.Velferðarnefnd Alþingis, 454. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502047Vakta málsnúmer

Nefndin tekur undir umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um aukna vinnuvernd og notendastýrða persónulega aðstoð.

2.Velferðarnefnd Alþingis, 416. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502048Vakta málsnúmer

Nefndin fagnar framkomnu frumvarpi um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (skilyrði fjárhagsaðstoðar).

3.Fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201406040Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglum um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Norðurþings sem byggðar eru á 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum segir í 16. gr. Einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna geta að öðru jöfnu ekki sótt um fjárhagsaðstoð.....
Málinu synjað þar sem viðkomandi stundar lánshæft nám og hefur sjálfur valið að haga námi sínu á þann hátt sem hann hefur gert.

4.Félagsþjónusta, starfsmannamál

Málsnúmer 201502081Vakta málsnúmer

Í ljósi þess að einn af þeim starfsmönnum sem sagt var upp vegna skipulagsbreytinga í félagsþjónustunni hefur lýst því yfir við félagsmálastjóra og fjármálastjóra, að hann ætli ekki að sækja um þau störf sem til verða í kjölfar skipulagsbreytinganna hefur verið ákveðið að auglýsa ekki störfin eins og áður hafði verið áætlað. Starfsmenn félagsþjónustunnar verða fluttir til í störfum.

5.Ferðaþjónusta fatlaðra

Málsnúmer 201502082Vakta málsnúmer

Nefndin hefur farið yfir útgjaldaliði og leitað leiða til sparnaðar. Nefndin felur félagsmálastjóra að ganga til viðræðna við núverandi þjónustuveitendur um áframhaldandi þjónustu og kjör. Í fyrri samningi eru liðir sem nefndin telur of kostnaðasama.

6.Málefni fatlaðra

Málsnúmer 201101069Vakta málsnúmer

Nefndin staðfestir niðurstöðu samráðsfundar 8. desember 2014.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201501069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

8.Tillögur að reglum um stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 201502083Vakta málsnúmer

Framlagðar tillögur samþykktar

9.Tillaga að gjaldskrá fyrir stuðningsfjölskyldur barna á vegum barnaverndarnefndar lögð fram til ákvörðunar

Málsnúmer 201502084Vakta málsnúmer

Framlögð gjaldskrá samþykkt

10.Ingveldur Árnadóttir f.h. íbúa í Miðhvammi óskar eftir greiðsluþátttöku Norðurþings vegna öryggisvöktunar

Málsnúmer 201502002Vakta málsnúmer

Í 4 tölul. 13. gr laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 segir: "... Í þjónustuíbúð fyrir aldraða skal vera öryggiskerfi og völ á fjölbreyttri þjónustu, svo sem mat, þvotti og þrifum, og aðgangur að félagsstarfi." Um greiðslu fyrir veitta þjónustu fer skv. 20 gr. sömu laga.
20. gr. Íbúar í þjónustuíbúðum, sbr. 4. tölul. 13. gr., greiða sjálfir þá þjónustu sem þar er veitt, aðra en heimaþjónustu, sbr. 24. gr., samkvæmt ákvörðun rekstraraðila.
Sveitarfélagið kemur ekki að resktri þjónustuíbúðanna, allur rekstur þeirra er á hendi HN. Félagsmálastjóra er falið að koma erindinu áfram til Forstjóra HN

Fundi slitið - kl. 18:00.