Skipulags- og framkvæmdaráð
1.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings vegna uppbyggingu vindorkuvers á Hólaheiði
Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer
2.Vindorka - vöndum til verka. Erindi frá Landvernd.
Málsnúmer 202010118Vakta málsnúmer
3.Breyting aðalskipulags vegna uppbyggingar í Auðbrekku
Málsnúmer 202011018Vakta málsnúmer
4.Deiliskipulag fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík
Málsnúmer 201909080Vakta málsnúmer
5.Breyting deiliskipulags í Auðbrekku
Málsnúmer 202011019Vakta málsnúmer
6.Deiliskipulag fyrir Pálsgarð og Útgarð
Málsnúmer 202009067Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að skipulagstillagan verði útbúin sem stækkun skipulagssvæðis gildandi deiliskipulags fyrir Útgarð 4-8.
Minjastofnun (bréf dags. 28. október 2020) gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna en minnir á að deiliskipulagstillaga skal koma til umsagnar hjá stofnuninni.
Umsögnin gefur ekki tilefni til breyttrar stefnu.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra (tölvupóstur dags. 23. október) bendir á að bílastæði eru af nokkuð skornum skammti á svæðinu og því hefur fyrirhuguð byggingarlóð að Útgarði 2 verið nýtt sem bílastæði fyrir starfsemi lögreglu og almannavarna. Ennfremur er bent á að lóðin að Útgarði 2 hefur verið nýtt til snjósöfnunar að vetri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsráðgjafa að skoða möguleika á almennum bílastæðum innan skipulagssvæðisins. Ráðið telur ekki rétt að taka varanlega frá stór snjósöfnunarsvæði í miðbænum.
Lögreglan á Húsavík (tölvupóstur dags. 19. október). Lögreglan bendir á að uppbygging lóðarinnar að Útgarði 2 muni þrengja að bílastæðum á svæðinu og gæti valdið óþægindum vegna starfsemi lögreglu og aðgerðarstjórnar Almannavarna.
Sjá hér að framan.
Friðrik Sigurðsson (tölvupóstur dags. 27. október). Friðrik veltir því upp hvort til greina kæmi að heimila íbúðarhúsbyggingu á þremur hæðum á lóðinni og að auki bílakjallara undir húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsráðgjafa að skoða skuggavarp þriggja hæða byggingar á lóðina að Útgarði 1. Ráðið leggur til að í skipulagstillögu verði heimilaður bílakjallari undir lóðaryfirborði og að gólf aðalhæðar íbúðarhúss lóðarinnar megi standa allt að 1 m yfir yfirborði götu við Útgarð.
Heilbrigðiseftirlit, Vegagerðin og Umhverfisstofnun gera ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna í sínum umsögnum.
7.Skútustaðahreppur óskar eftir umsögn vegna endurskoðunar aðalskipulags Skútustaðahrepps
Málsnúmer 202010152Vakta málsnúmer
8.Rifós hf. sækir um byggingarleyfi fyrir eldishúsi við Röndina á Kópaskeri
Málsnúmer 202010124Vakta málsnúmer
9.Rifós hf. óskar eftir leyfi fyrir borholum á Röndinni
Málsnúmer 202011021Vakta málsnúmer
10.Umsókn um stöðuleyfi fyrir geymsluskýli við Naustagarð 2
Málsnúmer 202010215Vakta málsnúmer
11.Umsókn um stækkun byggingarreits og hækkun nýtingarhlutfalls við Naustagarð 2
Málsnúmer 202010216Vakta málsnúmer
12.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Héðinsbraut 4
Málsnúmer 202008052Vakta málsnúmer
13.Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Hraunholti 5
Málsnúmer 202010208Vakta málsnúmer
14.Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds 2021
Málsnúmer 202010014Vakta málsnúmer
Byggðarráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að það endurskoði gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds með tilliti til raunkostnaðar við þjónustuna, sem felur í sér ormahreinsun, tryggingar, eftirlit og umsýslu.
15.11-Umhverfismál - Rekstraráætlun 2021
Málsnúmer 202010167Vakta málsnúmer
Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "11-Umhverfismál" fyrir árið 2021. Rekstraráætlun umhverfismála fellur ekki innan þess ramma sem teiknaður hefur verið í tengslum við fjárhagáætlunargerð ársins 2021, en í því samhengi þarf að skoða hvaða þjónustu innan málaflokksins hægt er að skera niður og/eða fella út.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra áætlun með tilliti til launakostnaðar sumarstarfsmanna og leggja aftur fyrir ráðið að viku liðinni.
Rekstraráætlun "11-Umhverfissvið" fyrir árið 2021 hefur verið uppfærð m.t.t. áætlaðs launakostnaðar sumarstarfsmanna sem gert hafði verið ráð fyrir, t.a.m. varðandi skrúðgarð og við hirðingu opinna svæða innan þéttbýlis. Einnig hafa leiðréttingar verið gerðar þar sem tilefni hefur verið til, en þær aðgerðir duga þó ekki að fullu til þess að færa áætlaðan rekstur málaflokksins niður í þann ramma sem úthlutað hefur verið.
Kallað er eftir aðgerðum skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi þann niðurskurð sem þarf að eiga sér stað svo hægt verði að stilla verkefnum tengdum umhverfismálum til samræmis við úthlutað fjármagn til málaflokksins.
Ráðið óskar eftir hækkun á ramma sem nemur 3.379.894 kr.
16.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings
Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa drög að auglýsingu í stjórnarskrártíðindi og leggja fyrir ráðið að viku liðinni. Drögin skulu byggð á fyrirliggjandi gagni þar sem tekið er tillit til ábendinga lögreglu varðandi stöðvunarskyldur sem ættu að vera biðskyldumerkingar. Einnig varðandi Sólvelli inn á Fossvelli. Einnig að taka tillit til ábendinga ökukennara varðandi hægri rétt á tveimur gatnamótum upp á Höfða. Ekki skal bæta við merkingum við bílastæði við Uppsalaveg sem var tillaga en lögregla telur óþarft. Við Árgötu inn á Garðarsbraut skal taka stöðvunarskyldu af.
Óskað er heimildar skipulags- og framkvæmdaráðs á umferðarmerkingum innan þéttbýlis Húsavíkur og heimildar til þess að auglýsa fyrirhugaðar merkingar í Stjórnartíðindum svo þær geti öðlast gildi.
17.Strandverðir Íslands - kynning.
Málsnúmer 202011008Vakta málsnúmer
18.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021
Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer
19.Málefni sundlauga og íþróttahúss á Raufarhöfn
Málsnúmer 202002007Vakta málsnúmer
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fjárfestingarinnar, en um endurnýjun eldri einangrunardúks er að ræða sem var fjarlægður fyrir nokkru vegna lélegs ástands og afleiddra vandamála.
20.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2021
Málsnúmer 202008134Vakta málsnúmer
21.Gjaldskrár hafnasjóð 2021
Málsnúmer 202010019Vakta málsnúmer
Umræða um gjaldskrár hafna fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:40.
Ketill Gauti Árnason sat fundinn undir lið 19.