Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl 2023 að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæði á Húsavík skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þann 28. mars var haldinn íbúafundur á Fosshótel um nýtt samræmt flokkunarkerfi fyrir íbúa á Húsavík og í Reykjahverfi. Á fundinum voru kynntar breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs og hvað þær breytingar þýða.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 16. mars 2023 að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Starf sviðsstjóra var auglýst þann 2. mars s.l. og var umsóknarfrestur um starfið til og með 16. mars. Alls voru átta umsækjendur um starfið. Ráðgjafi hjá Mögnum, Sigríður Ólafsdóttir hafði umsjón með ráðningarferlinu.