Norðurþing óskar eftir að ráða öflugan aðila í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa á fræðslu-og lýðheilsusvið sveitarfélagsins. Viðkomandi vinnur að framgangi verkefna málaflokksins í samræmi við ákvarðanir og stefnu fjölskylduráðs og sveitarstjórnar hverju sinni.
Laugardaginn 24. júní kl. 13:00 verður tekin fyrsta skóflustungan að byggingu parhúss, leiguíbúða, við Drafnargötu 4 á Kópaskeri.
Um er að ræða sögulegan viðburð þar sem ekki hefur verið byggt íbúðarhúsnæði í áratugi á Kópaskeri.
Sumarsólstöður voru 21. júní og að því tilefni verður sólstöðuhátíðin á Kópaskeri haldin helgina 23. - 25. júní. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg.