Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs, samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2020 að kynna skipulagslýsingu skv. 2 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir lóðirnar Pálsgarð 1 og Útgarð 2 á Húsavík. Markmið deiliskipulagsins er að móta stefnu og skilgreina nánari útfærslur fyrir svæðið þar sem áform eru uppi um byggingu 6 íbúða fjölbýlishúss á tveimur hæðum fyrir íbúa 55 ára og eldri og tengja það við núverandi byggð.