Nú er opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð vegna styrkveitinga ársins 2021. Umsóknarfrestur er til hádegis, miðvikudaginn 4. nóvember 2020.
Nú viljum við hjá SSNE minna á að fresturinn til að sækja um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra rennur út í næstu viku. Yfirferð umsókna sem eru í vinnslu (umsóknarferli hafið, ekki lokið) sýnir ágæta breidd í umfangi og dreifingu verkefna á landshlutann allan en við viljum samt hvetja ykkur til að ýta vel í fólkið í ykkar sveitum til að sækja um, og sækja sér aðstoð til mín, Ara Páls og Vigdísar ef umsóknargerðin og ferlið er eitthvað að flækjast fyrir fólki.
Það er akkur okkar allra að umsóknir berist af öllum starfsvæðum SSNE sem er forsendan fyrir jafnari dreifingu á fjárveitingum á opinberu fé til atvinnuþróunar, nýsköpunar, menningarstarfsemi og unhverfismála á Norðurlandi eystra.