Fara í efni

Fréttir

Endurskoðun skólastefnu Norðurþings - drög að stefnu

Endurskoðun skólastefnu Norðurþings - drög að stefnu

Starfshópur um endurskoðun skólastefnu Norðurþings vill bjóða íbúum til opins samráðs um endurskoðun stefnunar. Drög að stefnunni er hægt að nálgast hér og eru íbúar hvattir til þess að kynna sér efni hennar.
12.05.2020
Tilkynningar
mynd/wikipedia.org

Breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Norðurþingi

Sveitastjórn hefur samþykkt breytingar á sérstökum húsnæðisstuðning sem tóku gildi 21.apríl 2020. Mikilvægt er að endurnýja gildandi umsóknir. Þær umsóknir sem eru í gildi munu gilda áfram og fyrsta greiðsla á grundvelli nýrra reglna mun vera þann 1.júní 2020. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ávallt greiddur eftir á.
12.05.2020
Tilkynningar
Yfirmatráður - Deildarstjóri skólamötuneytis

Yfirmatráður - Deildarstjóri skólamötuneytis

Skólamötuneyti Húsavíkur hefur starfsemi sína 1. ágúst næst komandi. Mötuneyti leikskólans Grænuvalla og mötuneyti Borgarhólsskóla verða þá sameinuð í eitt. Yfirmatráður mun reka mötuneytið sem sérstaka deild innan sveitarfélagsins og vera deildarstjóri hennar. Eldað verður í vel útbúnu eldhúsi í Borgarhólsskóla. Stöðugildi við mötuneytið verða samtals fjögur og eldað verður daglega fyrir um 550 nemendur og starfsmenn Borgarhólsskóla og Grænuvalla auk starfsmanna stjórnsýsluhúss.
05.05.2020
Fréttir
Á toppi Húsavíkurfjalls sunnudaginn 3. maí 2020.

Covidpistill sveitarstjóra #20

Hinn langþráði 4. maí er nú brátt á enda runninn og ég býst við því að allir varpi öndinni ögn léttar yfir því að tilslakanir samkomubannsins hafi loks verið innleiddar. Ef marka má fjarfundina sem ég hef setið undanfarna daga þá finnst mér líklegt að þær lubbalegu samkomur verði með snyrtilegra sniði næstu vikurnar þegar rakarar þessa lands hafa komist yfir mesta covid-hár-stabbann. En í fullri alvöru þá má örugglega til sannvegar færa að stærstu orrustunni í baráttunni við Covid-19 sé lokið hjá okkur (í bili í það minnsta) þótt bardaginn haldi áfram um sinn og allt eins líklegt að langt sé enn til þess að hægt sé að hverfa til fyrra horfs áður en bölvuð veiran yfirtók heimsbyggðina.
04.05.2020
Tilkynningar
Mynd/ Gaukur Hjartarson

Opnunartími stjórnsýsluhússins á Húsavík

Frá með deginum í dag, 4. maí er opnunartími í stjórnsýsluhússins á Húsavík orðin venjulegur á ný.
04.05.2020
Tilkynningar
Íþróttaæfingar eftir 4.maí

Íþróttaæfingar eftir 4.maí

Íþróttamannvirki á Húsavík Fyrirkomulag opnanna eftir 4.maí Þann 4.maí hefjast æfingar að nýju hjá íþróttafélögum að uppfylltum skilyrðum sem fram eru sett af yfirvöldum. Nánar má lesa um skilyrði fyrir opnun á covid.is
30.04.2020
Tilkynningar
mynd/tjalda.is

Helgarstarf á tjaldsvæðinu á Húsavík laust til umsóknar - framlengdur umsóknarfrestur til 10.júní

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir eftir starfsmanni í helgarstarf á tjaldsvæði á Húsavík. Gera má ráð fyrir að starfsmaður þurfi að geta leyst rekstrarstjóra tjaldsvæðis af í 1-2 vikur í sumar ef á þarf að halda.
30.04.2020
Tilkynningar
Starf sviðstjóra atvinnu- og byggðarþróunar á Húsavík

Starf sviðstjóra atvinnu- og byggðarþróunar á Húsavík

Starf sviðstjóra atvinnu- og byggðarþróunar á Húsavík auglýst til umsóknar. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu.
28.04.2020
Tilkynningar
mynd/höf. ókunnur - nordurthing.is

Aðalfundarboð Orkuveitu Húsavíkur

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2020 vegna rekstrarársins 2019 verður haldinn fimmtudaginn 07. maí nk. kl. 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.
28.04.2020
Tilkynningar
mynd/ Hafþór Hreiðarsson

Faglausn, VÍS og Sjóvá gefa til Slökkviliðs Norðurþings

Á síðustu misserum hefur slökkviliði Norðurþings borist veglegar gjafir frá fyrirtækjum og er þeim afar þakklátt fyrir hlýhuginn í garð slökkviðliðsins
24.04.2020
Tilkynningar
Garðshorn við Hvamm. Mynd, Gaukur Hjartarson

Covidpistill sveitarstjóra #19

Það er fullt tilefni til þess að gleðjast yfir fallegum vordögum undanfarið og þeirri staðreynd að á morgun brestur á með sumri. Í það minnsta að nafninu til og vil ég nota tækifærið og óska íbúum sveitarfélagsins gleðilegs sumars. Við held við kveðjum veturinn ekki með miklum söknuði þetta árið í það minnsta. Vonandi verður langt í að við þurfum að takast á við jafn válynd veður og ferlegt farsóttarálag sem yfir okkur hefur gengið sl. mánuði. Það er sömuleiðis hægt að gleðjast og vera þakklátur fyrir árangur okkar í baráttunni við kórónúveiruna. Enn höfum við náð að halda faraldrinum frá okkur að mestu leyti og hingað til höfum við ekki þurft að glíma við hópsmit í samfélaginu. Það er ekki hægt að þakka nógsamlega vel fyrir þá staðreynd. Nú er það bara dansinn framundan, að fara áfram eftir fyrirmælum, slaka ekkert á grunnatriðunum á sóttvarnarmálunum s.s. handþvotti, sprittun og fjarlægðarmörkum. Þá mun þetta áfram ganga vel.
22.04.2020
Tilkynningar
mynd/ssne

Aukaúthlutun úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2020

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 m.kr. í pottinum.
21.04.2020
Tilkynningar