Fara í efni

Fréttir

Ekki verður upplýst um þann lítrafjölda af kaffi sem drukkinn hefur verið úr þessari könnu síðustu t…

Covidpistill sveitarstjóra #6

Þá er vika tvö í þessu covid-maraþoni senn á enda. Enginn hefur val um það hvort hann/hún taki þátt, því allir eru því miður skráðir. Sama hversu vel við erum undirbúin fyrir ferðalagið. Þess vegna ætlum við saman í gegnum þetta, með sem minnstum áföllum. Við erum minnt á það á hverjum degi hversu alvarlega veikt fólk getur orðið ef það smitast svo áfram er markmiðið skýrt; að vernda viðkæmustu hópa samfélagsins frá smiti.
27.03.2020
Tilkynningar
mynd/unsplash.com

Opinn íbúafundur í fjarfundi - Endurskoðun skólastefnu Norðurþings - Samráð við íbúa -

Starfshópur um gerð skólastefnu Norðurþings býður til íbúafundar á samskiptaforritinu Zoom miðvikudaginn 1. apríl kl. 17.30 - 18.30 Fundurinn hefst á 20 mínútna fyrirlestri um gerð og mikilvægi skólastefnu sveitarfélaga, í kjölfarið verður farið í hópavinnu undir stjórn starfshóps um gerð skólastefnu.
27.03.2020
Tilkynningar
Covidpistill sveitarstjóra #5

Covidpistill sveitarstjóra #5

Fyrsta smitið af covid-19 hefur verið staðfest á Húsavík. Ekki var um að ræða einstakling sem var í skilgreindri sóttkví. Á meðan að smitrakning var unnin í morgun var ákveðið að loka einni deild á leikskólanum Grænuvöllum, en nú síðdegis fékkst það staðfest að ekki þurfi að koma til frekari lokana og verður því leikskólinn allur opinn á morgun eins og verið hefur. Smitið er líklegast rakið til hótels í Mývatnssveit, en fleiri smit hafa verið rakin til sama hótels á þessum tíma. Viðkomandi hefur haft mjög takmörkuð samskipti útávið eftir dvölina við Mývatn og því fáir sem þurfa að sæta sóttkví vegna málsins. Við hugsum hlýtt til viðkomandi með óskum um góðar batakveðjur.
26.03.2020
Tilkynningar
Mynd/Gaukur Hjartarson

COVID-19: Aðgerðir Norðurþings vegna efnahagsmála

Á 100. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 12. mars síðastliðinn var samþykkt að stofna aðgerðahóp á vegum Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19. Hópurinn hefur komið saman til þriggja funda undanfarna viku og liggja fyrir byggðarráði fundargerðir hópsins ásamt vinnugögnum vegna mögulegra sviðsmynda í rekstri sveitarfélagsins á árinu.
26.03.2020
Tilkynningar
COVID-19: Breyting á fyrirkomulagi á sorphirðu á Húsavík, Reykjahverfi og Tjörnesi

COVID-19: Breyting á fyrirkomulagi á sorphirðu á Húsavík, Reykjahverfi og Tjörnesi

Í kjölfar ráðlegginga sóttvarnalæknis og Vinnueftirlitsins, hefur Umhverfisstofnun beint þeim tilmælum til rekstraraðila sorphirðu þar sem lífrænum úrgangi er safnað í sérstaka tunnu sem höfð er í annarri tunnu, þ.e. “tunnu í tunnu”, að því verklagi verði hætt meðan ástand vegna COVID-19 varir. Markmiðið er að minnka smithættu fyrir sorphirðustarfsmenn.
26.03.2020
Tilkynningar
Listamaður Norðurþings 2020

Listamaður Norðurþings 2020

Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Norðurþingi eða rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Listamaður Norðurþings 2020.
26.03.2020
Tilkynningar
mynd/Barnaheill

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Ísland

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hefst í níunda sinn þann 27. mars 2020. Söfnunin stendur yfir til 1. maí nk. og hefjast úthlutanir á hjólum í apríl og standa fram í maí.
26.03.2020
Tilkynningar
Covidpistill sveitarstjóra #4

Covidpistill sveitarstjóra #4

Helstu upplýsingar varðandi stöðuna hér í samfélaginu í dag eru þær að engar fréttir hafa borist af smituðum einstaklingi ennþá, þótt enn sitji á bilinu 50-60 í sóttkví. Langflestir hér á Húsavík og tilheyra þeim sem voru annaðhvort að koma erlendis frá á síðustu vikum eða tengjast atvikinu á HSN fyrir rúmri viku síðan. Góðar fréttir.
25.03.2020
Tilkynningar
Covidpistill sveitarstjóra #3

Covidpistill sveitarstjóra #3

Það er rétt að byrja á því að hrósa skólafólkinu okkar fyrir að halda uppi stífu verklagi tengt samkomubanninu og nú hertum aðgerðum í því tilliti. Starfið í skólunum okkar gengur heilt yfir mjög vel og þótt aðstæðurnar séu með eindæmum sérstakar kvikna á hverjum degi nýjar hugmyndir að lausnum, nýjar leiðir til náms og ný tækifæri til að láta gott af sér leiða. Höldum áfram á sömu braut.
24.03.2020
Tilkynningar
Covid-pistill sveitarstjóra #2

Covid-pistill sveitarstjóra #2

Það var unnið samkvæmt áætlunum sveitarfélagsins á öllum vígstöðvum í dag og gekk skólastarf vel fyrir sig þótt hertar reglur er snúa að samkomubanninu sé vandasamara að fylgja eftir. Allt hefst þetta þó eins og kom fram á fundi með stjórnendum að skóla loknum í dag. Unnið hefur verið að skipulagi er snýr að heimild barna á forgangslistum að njóta þjónustu, komi til lokana eða enn frekari skerðinga á skólahaldi.
23.03.2020
Tilkynningar
Covidpistill sveitarstjóra #1

Covidpistill sveitarstjóra #1

Kæru íbúar. Við glímum nú við risavaxið alheims-samfélagsverkefni. Verkefnið útheimtir samstöðu. Verkefnið útheimtir þrautseigju. Verkefnið útheimtir útsjónarsemi og yfirvegun. Við Þingeyingar búum yfir öllum þessum kostum svo við skulum „gera þetta almennilega“, eins og Víðir Reynisson komst að orði fyrr í dag. Þá munum við vina þessa glímu þótt hart verði tekist á við óvininn.
22.03.2020
Tilkynningar
Öllum íþróttamannvirkjum í Norðurþingi lokað

Öllum íþróttamannvirkjum í Norðurþingi lokað

Vegna tilmæla frá sóttvararlækni í kjölfar tilkynningar frá heilbrigðisráðuneytinu í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur verið ákveðið að loka öllum íþróttamannvirkjum í Norðurþingi um óákveðinn tíma.
21.03.2020
Tilkynningar