Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur ákveðið að kynna drög að deiliskipulagi hluta Miðbæjarsvæðis 7 á Húsavík eins og það er skilgreint í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Svæðið sem um ræðir afmarkast af Ketilsbraut í vestri, Útgarði í norðri, Auðbrekku í austri og Pálsgarði í suðri. Í gildi er deiliskipulag fyrir lóðina Útgarð 4 sem fellt er undir fyrirhugað nýtt og stærra skipulagssvæði. Helstu nýmæli skipulagstillögunnar felast í því að heimila uppbyggingu þriggja hæða íbúðarhúss á lóðinni að Útgarði 2, en það er eina óbyggða lóð svæðisins.