Óskað er eftir lyftuvörðum á skíðasvæðið á Húsavík
Um er að ræða hlutastörf, starfshlutfall eftir samkomulagi.
Unnið er á vöktum og er vinnutími frá 15-19 þriðjudaga – föstudaga og frá 12.30 – 17.30 um helgar.
Um er að ræða skammtímaráðningar til 1.maí 2021 og þurfa umsækjendur að geta hafið störf þegar í stað.
Helstu verkefni eru ; lyftuvarsla, þjónusta við gesti skíðasvæðisins, minniháttar viðhald á tækjum á búnaði, upplýsingagjöf á vef skíðasvæðisins og ræstingar á skíðaskála.