Fara í efni

Fréttir

mynd/ úr deiliskipulagsgreinagerð

Tillaga að deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæði 7, Útgarður og Pálsgarður á Húsavík

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 16. mars s.l. að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæði 7, Útgarð og Pálsgarð á Húsavík. Tillaga að deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæði 7 nær yfir byggingarsvæði í miðbæ Húsavíkur sem afmarkast af Ketilsbraut í vestri, Útgarði í norðri og Pálsgarði í austri og suðri. Eldra deiliskipulag fyrir lóðina Útgarð 4-8 mun falla undir skipulagssvæði þessa nýja skipulags. Stefnt er að frekari uppbyggingu íbúða á svæðinu og því þörf á að vinna heildarskipulag fyrir svæðið. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmagn á svæðinu auk þess að gera grein fyrir staðsetningu göngustíga, tengingu þeirra við núverandi gangstígakerfi.
06.04.2021
Tilkynningar
Mynd/Norðurþing

Fréttir ráða

Síðan í byrjun mars hefur Norðurþing birt fylgiskjöl með fundargerðum fasta nefnda sveitarfélagsins sem birtast á vef Norðurþings en verklagsreglur þess efnis voru samþykktar á 385. fundi byggðarráðs og staðfestar í sveitarstjórn þann 17. Febrúar 2017.
31.03.2021
Tilkynningar
mynd/Norðurþing

Norðurþing auglýsir eftir rekstraraðila að Sundlauginni í Lundi.

Norðurþing auglýsir eftir áhugasömum rekstraraðila að sundlauginni í Lundi í Öxarfirði. Rekstrartímabil er frá 1 . júní 2021 31 . ágúst Sundlaugin skal rekin sem almenningslaug með þeim öryggiskröfum sem gilda fyrir sundlaugarmannvirki.
29.03.2021
Tilkynningar
mynd/www.heidarbaer.is

Heiðarbær - Auglýst eftir rekstraraðila

Norðurþing auglýsir eftir áhugasömum aðila um að taka að sér rekstur Heiðarbæjar í Reykjahverfi frá 1. júní 2021 - 15. september 2021.
29.03.2021
Tilkynningar
COVID-19: Opnunartími stjórnsýsluhússins á Húsavík

COVID-19: Opnunartími stjórnsýsluhússins á Húsavík

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 mun eftirfarandi gilda um stjórnsýsluhúsið á Húsavík frá og með 25. mars: Opnunartími verður óbreyttur eða frá 09:00-15:00 fyrir almenna móttöku Umgangur um húsið verður þó lágmarkaður, bæði af gestum og starfsfólki Við munum ekki hleypa utanaðkomandi inn í húsið nema í algjörum undantekningartilfellum en hægt verður að koma í móttökuna ef þess þarf. Starfsfólk mun eftir aðstæðum vinna sem mest heima fyrir, mismunandi þó eftir sviðum. Grímuskylda er fyrir þá sem koma inn í húsið - gildir fyrir móttöku sem og inn á skrifstofur.
25.03.2021
Tilkynningar
Hacking Norðurland- MATUR-VATN-ORKA

Hacking Norðurland- MATUR-VATN-ORKA

Hacking Norðurland er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi. Unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins með tilliti til matar, vatns og orku.
24.03.2021
Tilkynningar
Sorphirða - breytingar í Dymbilviku

Sorphirða - breytingar í Dymbilviku

Breytingar á sorphirðu í Dymbilviku: Á Húsavík verður hreinsað mán. 29. og þriðjudaginn 30. mars. Reykjahverfið verður hreinsað mið. 31.mars.
24.03.2021
Tilkynningar
Leigufélagið Bríet og Norðurþing óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða

Leigufélagið Bríet og Norðurþing óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða

Leigufélagið Bríet og Norðurþing óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða
22.03.2021
Tilkynningar
mynd af/unsplash.com

Félagsmiðstöðin Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki

Félagsmiðstöðin Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki í vaktarvinnu á kvöldin. Unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10-16 ára. Vinnutími getur verið breytilegur en fer að mestu leyti fram eftir kl. 17:00 – 22.00 mánudaga og miðvikudaga. Um er að ræða rúmlega 20% vaktavinnu.
16.03.2021
Tilkynningar
111. fundur sveitarstjórnar

111. fundur sveitarstjórnar

111. fundur sveitarstjórnar
12.03.2021
Tilkynningar
Grunnskólinn á Kópaskeri

Nefndar eru fréttir

Á næstu vikum ætlum við að flytja fréttir úr ráðum Norðurþings en aðaltilgangurinn er kannski sá að vekja athygli á þeim og fundargerðum þeirra. Í ráðum sveitarfélagsins er fjallað um þau málefni sem snerta íbúa sveitarfélagsins hvað mest.
12.03.2021
Tilkynningar
Sumarstörf hjá Norðurþingi 2021

Sumarstörf hjá Norðurþingi 2021

Auglýst eru nokkur sumarstörf hjá Norðurþingi fyrir sumarið 2021.
11.03.2021
Tilkynningar