Fara í efni

Fréttir

Starfsmaður í Þjónustan heim

Starfsmaður í Þjónustan heim

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsmanni í Þjónustan heim í 100% afleysingarstarf sumarið 2021.
26.04.2021
Tilkynningar
Starf þjónustufulltrúa laust til umsóknar

Starf þjónustufulltrúa laust til umsóknar

Norðurþing auglýsir laust 80 - 100% starf þjónustufulltrúa í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík til umsóknar.
26.04.2021
Tilkynningar
Mynd/ facebooksíða Litluár - https://www.facebook.com/Litlaa

Veiðidagar í Litluárvötn - 10 stangir til umsóknar.

Norðurþing hefur til ráðstöfunar 10 stangir til veiða í ánni í sumar og er íbúum Norðurþings boðið að senda inn ósk um veiðidaga í samræmi við bókun byggðarráðs frá 359. fundi þess, 15. apríl.
23.04.2021
Tilkynningar
Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings fyrir árið 2020

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings fyrir árið 2020

Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings fyrir árið 2020. Sérstök athygli er vakin á því að allar umsóknir sem berast sjóðnum skulu sendar af viðkomandi íþróttafélagi/ deild eða samtökum sem sækir um fyrir hönd íþróttamanns.
21.04.2021
Tilkynningar
Listamaðurinn Röðull Reyr Kárason á heiðurinn af þessu glæsilega korti til Molly Sandén og lagahöfun…

Tilkynning vegna kvikmyndaupptöku við Húsavíkurhöfn

Kæru íbúar Í dag laugardag fara fram upptökur á Óskarsverðlaunaatriði Molly Sandén á laginu Husavik – My hometown, við höfnina á Húsavík. Atriðið verður tekið upp frá miðjum degi og fram á kvöld. Atburðarásin sem hefur leitt til þessa viðburðar hefur verið með ólíkindum hröð og kraftaverki líkast að allt sé að ganga upp í undirbúningnum, sem aðeins hefur tekið örfáa daga. Atriðið verður sýnt á Óskarsverðlaunahátíðinni 26. april n.k., en eins og allir vita er lagið „okkar“ tilnefnt fyrir besta lag í kvikmynd 2020. Það er einlæg ósk okkar að við hjálpumst að við að láta hlutina ganga snurðulaust fyrir sig í dag með því að vera tillitsöm og þolinmóð vegna mögulegra lokana á hafnarsvæðinu og sýna því skilning þótt flugeldum verði skotið upp frá hafnarsvæðinu í nokkur skipti yfir daginn og fram á kvöld. Það er ekki hægt að segja annað en að um algerlega einstakan viðburð sé að ræða og okkur finnst Húsavík hvergi sóma sér betur en í viðhafnarbúningi á Óskarsverðlaununum eftir rúma viku. True North, Netflix og Örlygur „okkar“ Örlygsson ásamt einvalaliði fólks halda utan um framkvæmdina. Við vonum að Húsavík verði heimabær allra þann 26. apríl! Virðingarfyllst, Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings
17.04.2021
Tilkynningar
112. fundur sveitarstjórnar

112. fundur sveitarstjórnar

112. fundur sveitarstjórnar
16.04.2021
Tilkynningar
Mynd/ John Werner - www.unsplash.com

Netaveiði göngusilungs í sjó 2021

Norðurþing auglýsir laus netaveiðileyfi göngusilungs í sjó í landi Húsavíkur. Veiðisvæðin eru 10 og eru þau fyrirfram skilgreind. Hvert veiðileyfi veitir rétt til lagningu á einu neti á hverju svæði. Veiðin er háð þeim lögum og reglugerðum sem gilda um veiðar á göngusilungi.
16.04.2021
Tilkynningar
Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2021

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2021

Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2021 verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, miðvikudaginn 21. apríl kl. 10:00
09.04.2021
Tilkynningar
Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir starf laust til umsóknar

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir starf laust til umsóknar

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir laust til umsóknar 80-100% starf starfsmanns á hæfingastöð – Miðjan Miðjan – Hæfing er dagþjónusta við einstaklinga með fötlun, þar sem veitt er þjálfun og hæfing með það að markmiði að efla þroska, sjálfstæði og frumkvæði þjónustuþega, að viðhalda og auka við færni þjónustuþega á vinnumarkaði með starfsþjálfun og eftirfylgni, auk þess að stuðla almennt að vellíðan og öryggi.
09.04.2021
Tilkynningar
Félagsþjónusta Norðurþings - laust starf félagsráðgjafar til umsóknar

Félagsþjónusta Norðurþings - laust starf félagsráðgjafar til umsóknar

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir laust starf félagsráðgjafar til umsóknar. Um er að ræða 100% starf.
08.04.2021
Tilkynningar
Mynd/ Borgarhólsskóli

Lausar stöður auglýstar til umsóknar hjá Borgarhólsskóla á Húsavík

Borgarhólsskóli leitar eftir áhugasömum og metnaðarfullum kennurum til starfa næsta skólaár. Skólinn er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólinn nýtir uppeldisstefnuna Jákvæður agi og teymisvinnu.
07.04.2021
Tilkynningar
Mynd úr greinargerð

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags athafnasvæðis A2 á Höfða á Húsavík

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 23. mars 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 1. mgr. 40. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir athafnasvæðið A2 að Höfða á Húsavík
06.04.2021
Tilkynningar