Fara í efni

Drög að aðalskipulagi Norðurþings

Norðurþing hefur unnið að aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið síðan vorið 2008 og nú liggja fyrir drög að markmiðum, stefnu og skipulagsákvæðum Aðalskipulags Norðurþings 2009-2029. Vinnsla aðalskipulags er umfangsmikið verkefni og til hægðarauka hefur því verið skipt upp í nokkra áfanga. Á vef Norðurþings hafa verið kynntar áfangaskýrslur um meginforsendur og framtíðarsýn, landslag og verndarsvæði og skipulag þéttbýlanna. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir í Skúlagarði og einn á hverjum þéttbýlisstaðanna til að ræða forsendur og drög að tillögu (sjá eldri fréttir um aðalskipulagsgerðina).

Norðurþing hefur unnið að aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið síðan vorið 2008 og nú liggja fyrir drög að markmiðum, stefnu og skipulagsákvæðum Aðalskipulags Norðurþings 2009-2029. Vinnsla aðalskipulags er umfangsmikið verkefni og til hægðarauka hefur því verið skipt upp í nokkra áfanga.

Á vef Norðurþings hafa verið kynntar áfangaskýrslur um meginforsendur og framtíðarsýn, landslag og verndarsvæði og skipulag þéttbýlanna. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir í Skúlagarði og einn á hverjum þéttbýlisstaðanna til að ræða forsendur og drög að tillögu (sjá eldri fréttir um aðalskipulagsgerðina).

Hér eru kynntar nýjar útgáfur af þeim skýrslum sem þegar hafa verið birtar auk nýrra áfangaskýrsla sem nú liggja fyrir. Skýrslurnar fjalla um:

meginforsendur, framtíðarsýn og meginmarkmið (áfangaskýrsla 1)

stefnu um umgengni við vistkerfi, nýtingu auðlinda, verndun náttúru og minja og verndun og mótun landslags í dreifbýli og bæjarmyndar í þéttbýli (áfangaskýrsla 2)

atvinnulíf, samgöngur og veitur (áfangaskýrsla 3)

húsnæðismál, skólamál, tómstundaaðstöðu, menningarlíf, velferðarþjónustu og stjórnsýslu (áfangaskýrsla 4)

skipulag Raufarhafnar (áfangaskýrsla 5.1)

skipulag Kópaskers (áfangaskýrsla 5.2)

skipulag Húsavíkur (áfangaskýrsla 5.3)

skipulagsákvæði fyrir dreifbýli (áfangaskýrslu 6)

heimildaskrá (drög að heimildaskrá)

 

Þá liggur fyrir svokölluð matslýsing (áfangaskýrsla 7) sem lýsir hvernig staðið verður að umhverfismati aðalskipulagstillögunnar sem ber að vinna skv. lögum um umhverfismat áætlana. Tilgangur umhverfismats er að stuðla að umhverfisvernd og sjálfbærri þróun við gerð áætlana með því að leggja mat á umhverfisáhrif þeirrar stefnu sem viðkomandi áætlun felur í sér og bera saman raunhæfa valkosti. Matið verður sett fram í umhverfisskýrslu, sem verður fylgiskjal með aðalskipulaginu (áfangaskýrsla 8) og verður það í vinnslu á næstu vikum.

 

Íbúar, landeigendur, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki í Norðurþingi og aðrir sem áhuga hafa eða telja sig eiga hagsmuna að gæta, eru hvattir til að kynna sér þau drög að skipulagstillögu sem liggja fyrir (áfangaskýrslur 1-6) og matslýsingu (áfangaskýrslu 7). Þeir sem hafa athugasemdir eða ábendingar geta sent þær til Matthildar Kr. Elmarsdóttur, Alta, Ármúla 32, 108 Reykjavík eða til matthildur@alta.is. Óskað er eftir að athugasemdir berist fyrir 20. október 2009.

 

Ábendingar sem berast verða hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu skipulagstillögunnar og umhverfismat hennar. Skipulagstillagan ásamt drög m að umhverfismati (umhverfisskýrslu) verður síðan kynnt á vef Norðurþings og send viðeigandi stofnunum og hagsmunaaðilum til umsagnar áður en endanlega verður gengið frá tillögu og umhverfisskýrslu til auglýsingar skv. skipulags- og byggingarlögum.