Fara í efni

Fréttir

Úrslit kosninga í Norðurþingi 2010

Úrslit kosninga í Norðurþingi 2010

Yfirkjörstjórn Norðurþings hefur sent frá sér úrslit kosninga 2010 með upplýsingum um fjölda atkvæða á hvern kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn. Til að sjá skjalið vinsamlegast smellið á feitletraða textann.    
10.06.2010
Tilkynningar
Leiksýning í skrúðgarðinum á Húsavík

Leiksýning í skrúðgarðinum á Húsavík

Miðvikudaginn 16. júní sýnir Leikhópurinn Lotta nýjasta verk sitt, Hans klaufa í Skrúðgarðinum á Húsavík.  Verkið skirfaði Ljóti hálfvitinn Snæbjörn Ragnarsson en auk Hans klaufa koma við sögu aðrar þekktar persónur úr ævintýraheiminum. Þar má til dæmis nefna Öskubusku og froskaprinsinn.  
09.06.2010
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Sumaropnun í sundlaug Húsavíkur

Opnunartímar í sundlaug Húsvíkur í sumar: Virka daga 6:45 - 21:00 Helgar 10:00 - 18:00 Forstöðumaður
04.06.2010
Tilkynningar
Vinnuskóli Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings hefst mánudaginn 7.júní. Á Húsavík mæta hópar 1,2 og 3 kl.08:00 og hópar 4,5 og 6 kl. 13:00 við skíðaaðstöðuhúsið í Skálamelnum. Árgangur 1994 mætir einnig við Skálamelinn kl.08:00. Vinnuskólakrakkar á Raufarhöfn og á Kópaskeri eru beðnir um að hringja í flokkstjóra sína til að fá upplýsingar um mætingu. Guðni á Raufarhöfn 8676944 Kristín Ósk á Kópaskeri 8493539
04.06.2010
Tilkynningar
Atvinna í boði

Atvinna í boði

Norðurþing auglýsir eftir einstaklingi til að sinna íþrótta- og félagsstarfi innan sveitarfélagsins austan Húsavíkur og yrði hann staðsettur annaðhvort á Raufarhöfn eða á Kópaskeri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst/september 2010 . Umsóknarfrestur er til 14.júní.
27.05.2010
Tilkynningar
Tónlistarveislan 2008 - mynd Hafþór Hreiðarsson

Sumartónleikar - Tónlistarveisla 2010

Spennandi verkefni á menningarsviðinu Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir framkvæmdaraðila/aðilum að sumartónleikum 2010.  Tónleikarnir eru styrktir af Lista- og menningarsjóði Norðurþings.  Frábært tækifæri fyrir hæfileikaríka einstaklinga.
26.05.2010
Tilkynningar
Skrifstofa Norðurþings á Húsavík

Skrifstofa Norðurþings á Húsavík

Skrifstofa Norðurþings á Húsavík verður lokuð eftir hádegi, föstudaginn 28. maí næstkomandi.        
26.05.2010
Tilkynningar
Tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis við Saltvík í Norðurþingi

Tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis við Saltvík í Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi hesthúsasvæðis í landi Saltvíkur sunnan Húsavíkur skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.  Skipulagstillagan er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Húsavíkurbæjar 2005-2025 en hinsvegar í samræmi við tillögu að aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem auglýst er til kynningar samhliða. 
21.05.2010
Tilkynningar
Viljayfirlýsing undirrituð

Opinn fundur um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum

Verkefnisstjórn um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum heldur opinn fund með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar þriðjudaginn 25. maí, kl. 17:15 á Fosshótel Húsavík. Farið verður yfir vinnu verkefnisstjórnarinnar sem skipuð var í nóvember 2009 á grundvelli sameiginlegrar viljayfirlýsingar iðnaðarráðherra, Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum.
21.05.2010
Tilkynningar
Tillaga að aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030

Tillaga að aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.  Jafnframt er auglýst umhverfisskýrsla um tillöguna í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
20.05.2010
Tilkynningar
Nýr forstöðumaður Setursins

Nýr forstöðumaður Setursins

Alma Lilja Ævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður geðræktarmiðstöðvarinnar Setursins.  Alma hefur stundað háskólanám í sálfræði og stundar nú nám í Nútímafræði við Háskólann á Akureyri. 
20.05.2010
Tilkynningar
Frá Sundlaug Húsavíkur

Frá Sundlaug Húsavíkur

Opnunartími um Hvítasunnuhelgina. Laugardagur 10:00 - 17:00 Hvítasunnudagur 10:00 - 13:00 Annar í hvítasunnu 10:00 - 17:00  
19.05.2010
Tilkynningar