Fara í efni

Fréttir

Safnahúsið á Húsavík

Opnun bókasafnins í dag

Bókasafnið á Húsavík verður opnað að nýju í dag eftir flutning niður á neðstu hæð Safnahússins.  Í því tilefni verður sektarlaus vika dagana 25. - 29. janúar. Einnig verður gestum boðið upp á kaffi og konfekt og börnin fá Svala.
25.01.2010
Tilkynningar
Skíðagönguæfing fyrir börn

Skíðagönguæfing fyrir börn

Skíðagönguæfing fyrir börn verður á morgun, föstudaginn 22. janúar kl. 15:00 upp við skíðaskála á Reykjaheiði.  Gönguskíðabúnaður er á staðnum fyrir þá sem ekki eiga.  Góð mæting var síðasta föstudag.  Allir eru velkomnir.  Ekki verða innheimt æfingagjöld fyrir börnin í vetur.
21.01.2010
Tilkynningar
Vatnajökull

Námskeið í landvörslu

Vatnajökulsþjóðgarður vill benda áhugasömum á námskeið í landvörslu sem haldið verður á vegum Umhverfsstofnunar á tímabilinu 18. febrúar til 19. mars. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi.
20.01.2010
Tilkynningar
Menningarráð Eyþings - umsókn um verkefnastyrki

Menningarráð Eyþings - umsókn um verkefnastyrki

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarstarfs á Norðausturlandi Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings  mennta- og menningarmálaráðuneytis og  iðnaðarráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
19.01.2010
Tilkynningar
Gönguskíðaæfing á föstudag kl. 15:00

Gönguskíðaæfing á föstudag kl. 15:00

Gönguskíðaæfing fyrir börn og unglinga verður föstudaginn 15. janúar kl. 15:00 við skíðaskála á Reykjaheiði. Skíðabúnaður á staðnum. Nefndin
14.01.2010
Tilkynningar
Frá skíðasvæðinu

Skíðasvæðið í Skálamel er lokað

Skíðasvæðið í Skálamel er nú lokað vegna snjóleysis. Þegar úr rætist með snjóalögin þá verður skíðasvæðið opið milli kl. 14:00 og 19:00 á virkum dögum og milli klukkan 11:00 og 17:00 um helgar. 
11.01.2010
Tilkynningar
Sorphreinsun í suðurbæ Húsavíkur

Sorphreinsun í suðurbæ Húsavíkur

Á morgun, 31. desember, verða sorptunnur og sorpgámar tæmdir í suðurhluta Húsavíkur.  Þeim tilmælum er vinsamlegast beint til íbúa að hreinsa snjó frá sorptunnum sínum til að auðvelda starfsmönnum við sorphirðu sín störf.  Sorphirðan hefst kl. 8:00 í fyrramálið.
30.12.2009
Tilkynningar
Áramótabrenna 2009

Áramótabrenna 2009

Kveikt verður í áramótabrennunni á Húsavík kl. 16:30 á gamlársdag.  Brennan er staðsett við skeiðvöllinn ofan við hesthúsin.  Kiwanismenn munu sjá um flugeldasýningu.  Munið að koma hvorki með flugelda né blys að brennunni.  Látum fagmennina í Kiwanis sjá um þá hluti. Þrettándagleði 2010 Miðvikudaginn 6. janúar verður haldin þrettándagleði á Húsavík.  Brenna, söngur, gleði og flugeldasýning.  Gengið verður frá Íþróttahöllinni kl. 18:00.  Gengið verður niður á uppfyllinguna sunnan við GPG.
29.12.2009
Tilkynningar

Opnunartími Stjórnsýsluhúss yfir hátíðirnar

Stjórnsýsluhúsið verður lokað á Aðfangadag og Gamlársdag.  Dagana 28. desember til 30. desember verður opið milli klukkan 10:00 og 14:00.
22.12.2009
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Opnunartími sundlaugar yfir hátíðirnar

Opnunartími Sundlaugar Húsavíkur yfir jól og áramót verður sem hér segir: Aðfangadagur 24.12 10:00 - 12:30 Jóladagur 25.12 LOKAÐ Annar í jólum 26.12 10:00 - 13:00 Sunnudagur 27.12 10:00 - 17:00 Mánudagur 28.12 6:45 - 21:00 Þriðjudagur 29.12 6:45 - 21:00 Miðvikudagur 30.12 6:45 - 21:00 Fimmtudagur 31.12 10:00 - 15:00 Föstudagur 01.01 LOKAÐ Aðra daga er opið eins og venjulega. Forstöðumaður
17.12.2009
Tilkynningar
Sveitarstjórnarfundur - dagskrá

Sveitarstjórnarfundur - dagskrá

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn mánudaginn 21. desember n.k. í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Fundurinn hefst kl. 16:15. Dagskrá fundarins er hægt að sjá hér að neðan.
14.12.2009
Tilkynningar
Leigusamningur milli Eignarsjóðs og Norðurþings

Leigusamningur milli Eignarsjóðs og Norðurþings

Frá og með 1. janúar 2010 hefur sveitarfélagið Norðurþing/Eignasjóður ákveðið að leggja fram leigusamning vegna umsýslu með  fasteignum sveitarfélagsins. Félagið er eignarhalds- og rekstrarfélag sem er í eigu Norðurþings og heyrir undir Framkvæmda-og þjónusturáð Norðurþings. Starfsmaður Eignasjóðs er einn og hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Hefur hann nána samvinnu við forstöðumenn, húsverði og starfsmenn þjónustuvera.
10.12.2009
Tilkynningar