Fara í efni

Fréttir

Aðalskipulag Norðurþings 2010 - 2030

Aðalskipulag Norðurþings 2010 - 2030

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 21. september 2010 tillögu að Aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030.  Tillagan var auglýst þann 20. maí 2010 og lá frammi til kynningar til 18. júní s.á.  Frestur til að skila athugasemdum rann út 1. júlí 2010 og bárust athugasemdir frá 17 aðilum.  Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim er þær gerðu umsögn sína.
04.10.2010
Tilkynningar

Aukafundur sveitarstjórnar Norðurþings

45. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 5. október 2010 og hefst kl. 16:15 Dagskrá: Almenn erindi 1.   201010006 - Sala á eignarhlut Orkuveitu Húsavíkur ehf. í Þeistareykjum ehf 2.   201010007 - Staða heilbrigðisþjónustu í Þingeyjarsýslum
01.10.2010
Tilkynningar
Málþing um geðheilbrigði

Málþing um geðheilbrigði

Málþing um geðheilbrigði verður haldið í Nausti, Húsavík miðvikudaginn 13. október n.k. kl. 13:00 - 17:00.  Það eru Hlutverkasetrið, Rauði kross íslands, Félags- og tryggingarmálaráðuneytið, Norðurþing og Háskólinn á Akureyri sem standa að málþinginu.  Þingið á erindi við alla; fagfólk, sveitarstjórnarmenn, fólk úr atvinnulífinu, skólafólk og almenning. Nánari upplýsingar um málþingið
30.09.2010
Tilkynningar

FRÉTTATILKYNNING

Landsvirkjun kaupir hlut Orkuveitu Húsavíkur í Þeistareykjum Landsvirkjun og Orkuveita Húsvíkur ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Landsvirkjunar á 28,771% hlut Orkuveitu Húsavíkur ehf.  í hlutafélaginu Þeistareykjum ehf. Eftir kaupin á Landsvirkjun tæplega 93% hlut í félaginu en aðrir hluthafar eru Orkuveita Húsavíkur (3,2%) og Þingeyjarsveit (4,0% rúm). Fyrir hlutinn eru greiddar tæpar 14 milljónir bandaríkjadollara. Greitt er í áföngum þar til orkuvinnsla hefst á umráðasvæði Þeistareykja ehf.
29.09.2010
Tilkynningar

Ályktanir landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Eftirfarandi ályktanir voru gerðar á landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélagana sem haldinn var á Akureyri 10. - 11. september s.l. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 10.-11. september 2010 lýsir yfir ánægju sinni með nýtt námsefni í kynjafræði fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem hefur verið unnið og gefið út á síðustu 2 árum og hvetur stjórnendur allra skóla í landinu til að nýta það við kennslu í skólunum. Jafnframt skorar landsfundurinn á mennta- og menningarmálaráðuneytið að auka áherslu á kennslu í kynjafræðum í kennaranámi og gera það að skyldufagi.
22.09.2010
Tilkynningar
Stjórnsýsluhús Norðurþings

Norðurþing auglýsir laust starf við ræstingar

Auglýst er eftir starfskrafti í ræstingar í Stjórnsýsluhúsinu Ketilsbraut 7 - 9. Vinnutími er sveigjanlegur. Viðkomandi þarf  að geta hafið störf 1. október  2010.  Umsóknarfrestur er til 30. september. Nánari upplýsingar um laun o.fl. veitir Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings í síma 464-6100
17.09.2010
Tilkynningar
Menningar- og viðurkenningasjóður KEA

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA

Auglýst er eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð KEA. Nánari upplýsingar er að finna á vef KEA. Umsóknarfrestur er til 1. október.
14.09.2010
Tilkynningar
Ljósmyndasamkeppni Norðurþings

Ljósmyndasamkeppni Norðurþings

Norðurþing efnir til ljósmyndasamkeppni vegna opnunar á nýjum vef sveitarfélagsins.  Samkeppni verður í eftirfarandi flokkum:  „Æskan og mannlífið", „Náttúran í Norðurþingi" og „Mitt Norðurþing". Veitt verða peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki.
02.09.2010
Tilkynningar
Dettifoss

Ganga Ferðafélagsins Norðurslóðar

Næstkomandi laugardag, þann 4. september, er fyrirhuguð ganga á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar.  Gengið verður meðfram Jökulsá að austan frá Vestaralandi í Öxarfirði og að Gloppu.
01.09.2010
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur 50 ára

Sundlaug Húsavíkur 50 ára

Í tilefni 50 ára afmælisins er íbúum og gestum sveitarfélagsins boðið frítt í sund laugardaginn 28.ágúst. Terta í boði. Opið er frá 10:00 - 17:00.
25.08.2010
Tilkynningar
Viðgerð á hitaveitustofnæð

Viðgerð á hitaveitustofnæð

Mánudaginn 30. ágúst verður gert við hitaveitustofnæð í bæinn. Heitt vatn verður tekið af kl. 8:30 og verður vatnslaust fram eftir degi. Svæðin sem verða vatnslaus eru fyrir neðan bakka og í hluta norðurbæjar. Þeir íbúar norðurbæjarins sem hafa vatn gætu orðið varir við þrýstifall. Fyrir nánari upplýsingar eru hægt að hafa samband við Orkuveitu Húsavíkur í síma 464-0900.
25.08.2010
Tilkynningar
Leikskólinn Grænuvellir

Laust starf við ræstingar á Grænuvöllum

Auglýst er eftir starfsmanni í ræstingar við leikskólann Grænuvelli á Húsavík. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september 2010. Við leitum að áhugasömum, bjartsýnum og jákvæðum einstaklingi sem er tilbúin að starfa með okkur af fagmennsku og áhuga.
17.08.2010
Tilkynningar