Fara í efni

Fréttir

Viljayfirlýsing undirrituð

Opinn fundur um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum

Verkefnisstjórn um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum heldur opinn fund með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar þriðjudaginn 25. maí, kl. 17:15 á Fosshótel Húsavík. Farið verður yfir vinnu verkefnisstjórnarinnar sem skipuð var í nóvember 2009 á grundvelli sameiginlegrar viljayfirlýsingar iðnaðarráðherra, Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum.
21.05.2010
Tilkynningar
Tillaga að aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030

Tillaga að aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.  Jafnframt er auglýst umhverfisskýrsla um tillöguna í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
20.05.2010
Tilkynningar
Nýr forstöðumaður Setursins

Nýr forstöðumaður Setursins

Alma Lilja Ævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður geðræktarmiðstöðvarinnar Setursins.  Alma hefur stundað háskólanám í sálfræði og stundar nú nám í Nútímafræði við Háskólann á Akureyri. 
20.05.2010
Tilkynningar
Frá Sundlaug Húsavíkur

Frá Sundlaug Húsavíkur

Opnunartími um Hvítasunnuhelgina. Laugardagur 10:00 - 17:00 Hvítasunnudagur 10:00 - 13:00 Annar í hvítasunnu 10:00 - 17:00  
19.05.2010
Tilkynningar
Sveitarstjórnarkosningar 2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010

Kjörskrá Norðurþings vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 29. maí næstkomandi, mun liggja frammi á skrifstofum sveitarfélagsins á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn frá og með 19. maí til 29. maí. 
18.05.2010
Tilkynningar
mynd: Jón Ármann

Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar

Ársfundur 2010Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkur­kaupstaðar verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk., kl. 10:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Ketilsbraut 7-9, Húsavík.
18.05.2010
Tilkynningar
Frá undirritun viljayfirlýsingar um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum

Opnum fundi frestað

Opnum fundi um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum sem vera átti í dag, mánudaginn 17. maí kl. 17:15, er frestað um óákveðinn tíma. Ástæða frestunarinnar er sú að innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna öskufalls.
17.05.2010
Tilkynningar
Vinnuskóli Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings

Nemendur 8.,9. og 10. bekkja eiga að hafa fengið umsóknareyðublöð í hendurnar. Þeir nemendur sem óska eftir að taka þátt í Vinnuskóla Norðurþings þurfa að vera búnir að skila inn umsóknum í síðasta lagi 21.maí.
14.05.2010
Tilkynningar

Frá Sundlaug Húsavíkur

Fimmtudaginn 13. maí, Uppstigningardag, verður sundlaugin opin 10 - 17.
11.05.2010
Tilkynningar
Leikskólinn Grænuvellir

Vorsýning Grænuvalla

Miðvikudaginn, 12. maí verður vorsýning á leikskólanum Grænuvöllum. Þar verða listaverk barnanna til sýnis og verður sýningin opin frá kl. 8-11 og 13-16 auk þess sem nemendur sýna atriði á sal.
11.05.2010
Tilkynningar
Vinnuskóli Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings verður rekinn með líku sniði og síðasta sumar. Vinnutímabil verður frá 7.júní - 30.júlí. Nemendur 8.-10.bekkja grunnskólanna í Norðurþingi munu fá umsóknareyðublöð í lok næstu viku. Einnig verður hægt að nálgast umsóknareyðublöð hjá Æskulýðsfulltrúa Norðurþings.
07.05.2010
Tilkynningar
Horft í átt að  Bakka

Fréttatilkynning frá Skipulagsstofnun

Álver Alcoa á Bakka við Húsavík, Kröflvirkjun II, Þeistareykjavirkjun og háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Frummatsskýrslur framangreindra framkvæmda eru til umfjöllunar, auk frummatsskýrslu um mat á sameiginlegum umhverfisáhrifum framkvæmdanna fjögurra.
30.04.2010
Tilkynningar