Fara í efni

Fréttir

Tilkynning frá RARIK

Tilkynning frá RARIK

Rafmagnslaust verður í eftirtöldum götum föstudaginn 3.des. kl. 13:00 í u.þ.b. 5 mínútur  vegna vinnu í spennistöð við Baughól. Stórhóll Baughóll frá nr 2 og 17 og upp úr. Uppsalavegur frá nr 14 og upp úr Holtagerði Heiðargerði Háagerði Litlagerði RARIK Norðurlandi    
30.11.2010
Tilkynningar
Skálamelur á Húsavík

Skíðasvæði í Skálamel opnað í dag!

Búið er að troða brautir í brekkum Skálamels og verður skíðalyftan opnuð kl. 15  í dag. Einnig er búið að troða skíðagöngubraut á fótboltavellinum.  
29.11.2010
Tilkynningar
Húsavíkurhöfn/Haffi

Jólaskemmtun Samhljóms 2010

Fjölskyldu- og styrktarsjóðurinn Samhljómur heldur sína árlegu styrktartónleika,  sunnudaginn 12. desember n.k. kl. 16:00 í   Félagsheimili Húsavíkur (Fosshótelinu Húsavík) Þar verður að venju boðið verður upp á fjölbreytta tónlist, glens, pakka fyrir heppna gesti og önnur skemmtiatriði. Karlaklúbburinn Sófía verður með kaffisölu á staðnum, innkoma rennur að sjálfsögðu til Samhljóms.
25.11.2010
Tilkynningar
Þekkir þú fólkið á myndinni?

Þekkir þú myndina?

Á Ljósmyndasafni Þingeyinga hefur á undanförnum árum mikil vinna verið lögð í að skrá þær myndir sem hafa borist safninu. Sumum myndum sem safninu berast fylgja engar upplýsingar. Upplýsingar um myndirnar auka verulega á gildi þeirra, hverjir eru á myndunum, hvar og hvenær voru þær teknar og hver var ljósmyndarinn. Safnahúsið hefur nú tekið upp þá nýbreytni að birta reglulega myndir, sem upplýsingar vantar um, á vef sínum http://www.husmus.is/.
23.11.2010
Tilkynningar
Markaðsdagur á Kópaskeri

Markaðsdagur á Kópaskeri

Laugardaginn 27. nóvember 2010 verður haldinn markaðsdagur í versluninni Búðin og sölum stjórnsýsluhússins á Kópaskeri. Dagskráin hefst kl. 13:00 og áætluð lok um kl. 17:00.
23.11.2010
Tilkynningar
Jólin koma....

Jólin koma....

  Tendrað verður á jólatrénu á Húsavík laugardaginn 27.nóvember 2010 og hefst dagskráin kl. 16.00. Barnakór Borgarhólsskóla syngur jólalög undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur, sveitarstjóri Norðurþings flytur ávarp, séra Sighvatur Karlsson flytur hugvekju og síðast en ekki síst mæta jólasveinar  á staðinn með glaðning í poka handa þeim yngstu og þægustu. Soroptimistaklúbburinn verður á staðnum og selur kaffi, kakó  og kleinur.   Sunddeild Völsungs.
23.11.2010
Tilkynningar
Samfélagsáhrif  stórframkvæmda á Austurlandi

Samfélagsáhrif stórframkvæmda á Austurlandi

  Samfélagsáhrif  stórframkvæmda á Austurlandi - lærdómur fyrir okkur Sérfræðingar Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á  Akureyri munu gera grein fyrir niðurstöðum rannsókna á samfélagsáhrifum stórframkvæmdanna á Austurlandi. Hver eru þau? Hvað gekk vel og hvað síður? Hvað getum við lært af reynslu austfirðinga?
23.11.2010
Tilkynningar
Auglýsing um kjörfund vegna kosninga til stjórnlagaþings

Auglýsing um kjörfund vegna kosninga til stjórnlagaþings

Norðurþing: Tvær kjördeildir verða á Húsavík í Borgarhólsskóla. Opið frá kl 10.oo - 22.oo Keldunes. Í Skúlagarði. Opið frá kl. 10.oo - 18.oo Kópasker. Í grunnskólanum . Opið kl. 10.oo - 18.oo Raufarhöfn. Í grunnskólanum. Opið kl. 10.oo - 18.oo  
22.11.2010
Tilkynningar
Fréttatilkynning frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Sveitarfélaginu Norðurþingi

Fréttatilkynning frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Sveitarfélaginu Norðurþingi

  Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Norðurþings hafa sameiginlega óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra og fjárlaganefnd Alþings til að ræða niðurstöður lögfræðiálits sem Dögg Pálsdóttir hrl. hefur unnið fyrir sveitarstjórnirnar.  Álitið fjallar um hvort boðaður niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga standist stjórnarskrá, lög um heilbrigðisþjónustu, lög um réttindi sjúklinga, önnur lagaákvæði og skuldbindingar Íslands skv. alþjóðlegum mannréttindaákvæðum, vegna víðtækra áhrifa niðurskurðarins á rétt manna á starfssvæðum stofnananna til heilsu. Sveitarfélagið Skagafjörður óskaði 4. október sl. skriflega eftir fundi með ráðherranum til að ræða boðaðan niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki, en þeirri beiðni hefur ekki verið svarað.  Samskonar beiðni frá Sveitarfélaginu Norðurþingi liggur jafnframt fyrir í heilbrigðisráðuneytinu.
19.11.2010
Tilkynningar
Verðlaunahafar ásamt borgarstjóra

Nemendur við Framhaldsskólann á Húsavík, eru höfundar Snilldarlausnarinnar 2010

„Þokkalegur pappakassi" varð hlutskarpastur í Snilldarlausnum Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. „Fjölnota strandtaska" var valin flottasta myndbandið og „Sandpappi" frumlegasta hugmyndin. Verðlaunaafhendingin fór fram í Bíó Paradís kl. 17 í dag. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti verðlaunin, 100.000 kr. fyrir Snilldarlausnina 2010 en einnig var verðlaunað í tveimur öðrum flokkum þ.e. fyrir flottasta myndbandið og frumlegustu hugmyndina en 50.000 kr. voru veittar í hvorum flokki.
18.11.2010
Tilkynningar
Gönguskíðabraut á íþróttavellinum

Gönguskíðabraut á íþróttavellinum

Nú er búið að troða skíðagöngubraut á íþróttavellinum á Húsavík.    
15.11.2010
Tilkynningar
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík

Meðmælafundur á Austurvelli fimmtudaginn 11. nóv. kl. 16.00

  Í dag, fimmtudag 11. nóvember kl. 16.00 munu hollvinir heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu sameinast um friðsamlegan meðmælafund á Austurvelli. Hollvinir Heilbrigðisstofnanna á Suðurlandi fóru af stað með undirskriftasöfnun til stuðnings heilbrigðisþjónustunni á Suðurlandi og munu stýra fundinum. Hollvinir annarra heilbrigðisstofnana og heilbrigðisþjónustunnar í heild sinni ákváðu að slást í för með sunnlendingum. Á fundinum munu fulltrúar hollvina heilbrigðisstofnana um allt land afhenda heilbrigðisráðherra undirskriftarlista til stuðnings heilbrigðisþjónustunni.
11.11.2010
Tilkynningar