Fara í efni

Fréttir

Fréttatilkynning frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Sveitarfélaginu Norðurþingi

Fréttatilkynning frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Sveitarfélaginu Norðurþingi

  Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Norðurþings hafa sameiginlega óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra og fjárlaganefnd Alþings til að ræða niðurstöður lögfræðiálits sem Dögg Pálsdóttir hrl. hefur unnið fyrir sveitarstjórnirnar.  Álitið fjallar um hvort boðaður niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga standist stjórnarskrá, lög um heilbrigðisþjónustu, lög um réttindi sjúklinga, önnur lagaákvæði og skuldbindingar Íslands skv. alþjóðlegum mannréttindaákvæðum, vegna víðtækra áhrifa niðurskurðarins á rétt manna á starfssvæðum stofnananna til heilsu. Sveitarfélagið Skagafjörður óskaði 4. október sl. skriflega eftir fundi með ráðherranum til að ræða boðaðan niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki, en þeirri beiðni hefur ekki verið svarað.  Samskonar beiðni frá Sveitarfélaginu Norðurþingi liggur jafnframt fyrir í heilbrigðisráðuneytinu.
19.11.2010
Tilkynningar
Verðlaunahafar ásamt borgarstjóra

Nemendur við Framhaldsskólann á Húsavík, eru höfundar Snilldarlausnarinnar 2010

„Þokkalegur pappakassi" varð hlutskarpastur í Snilldarlausnum Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. „Fjölnota strandtaska" var valin flottasta myndbandið og „Sandpappi" frumlegasta hugmyndin. Verðlaunaafhendingin fór fram í Bíó Paradís kl. 17 í dag. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti verðlaunin, 100.000 kr. fyrir Snilldarlausnina 2010 en einnig var verðlaunað í tveimur öðrum flokkum þ.e. fyrir flottasta myndbandið og frumlegustu hugmyndina en 50.000 kr. voru veittar í hvorum flokki.
18.11.2010
Tilkynningar
Gönguskíðabraut á íþróttavellinum

Gönguskíðabraut á íþróttavellinum

Nú er búið að troða skíðagöngubraut á íþróttavellinum á Húsavík.    
15.11.2010
Tilkynningar
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík

Meðmælafundur á Austurvelli fimmtudaginn 11. nóv. kl. 16.00

  Í dag, fimmtudag 11. nóvember kl. 16.00 munu hollvinir heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu sameinast um friðsamlegan meðmælafund á Austurvelli. Hollvinir Heilbrigðisstofnanna á Suðurlandi fóru af stað með undirskriftasöfnun til stuðnings heilbrigðisþjónustunni á Suðurlandi og munu stýra fundinum. Hollvinir annarra heilbrigðisstofnana og heilbrigðisþjónustunnar í heild sinni ákváðu að slást í för með sunnlendingum. Á fundinum munu fulltrúar hollvina heilbrigðisstofnana um allt land afhenda heilbrigðisráðherra undirskriftarlista til stuðnings heilbrigðisþjónustunni.
11.11.2010
Tilkynningar
Sigurmyndin í flokknum Mitt Norðurþing

Verðlaunaafhending í ljósmyndasamkeppni Norðurþings

Í dag fór fram afhending verðlauna til sigurvegara í ljósmyndasamkeppni Norðurþings 2010.  Ljósmyndasamkeppninni var hleypt af stokkunum í tengslum við hönnun á nýjum vef sveitarfélagsins sem ráðgert er að verði opnaður í byrjun næsta mánaðar. Alls bárust 182 myndir í keppnina frá 20 þátttakendum.  Úrslit urðu sem hér segir:
05.11.2010
Tilkynningar
Núna fer ég norður! - á Þórshöfn

Núna fer ég norður! - á Þórshöfn

Um komandi helgi, 5. - 7. nóvember, verður haldin vegopnunarhátíðin Núna fer á norður! á Þórshöfn, til að fagna opnun Hófaskarðsleiðar.  Margt skemmtilegt verður á seyði; konukvöld, stærðarinnar jólamarkaður, smalahundakeppni, tónleikar, héraðsmót í knattspyrnu, formleg borðaklipping í Hófaskarðinu og fleira. Nánar um dagskránna á vef Langanesbyggðar
04.11.2010
Tilkynningar
Lausar stöður við leikskólann Grænuvelli

Lausar stöður við leikskólann Grænuvelli

Auglýst er eftir leikskólakennurum/leiðbeinendum til starfa við leikskólann Grænuvelli á Húsavík.  Um er að ræða tvær 100% stöður. Leitað er eftir áhugasömum, bjartsýnum og jákvæðum einstaklingum sem eru tilbúnir að starfa með okkur af fagmennsku og áhuga.  Upplýsingar gefur Guðrún H. Jóhannsdóttir leikskólakennari í síma 464-6157.  Einnig má senda fyrirspurnir á Guðrúnu á netfangið ghj@nordurthing.is. Umsóknarfrestur er til 22. nóvember 2010.
04.11.2010
Tilkynningar

Starf hjá RÚV ohf. á Húsavík

Fréttastofa RÚV auglýsir starf frétta- og myndatökumanns (video-journalist) á Húsavík laust til umsóknar. Ráðningarfyrirkomulag  og starfshlutfall er samkomulagsatriði.  Helstu verkefni: Afla, skrifa og flytja fréttir og fréttaskýringar í fréttatímum útvarps og sjónvarps og í Landanum Myndataka og klipping • Vinnsla frétta fyrir vefinn  
04.11.2010
Tilkynningar
Mynd frá upphafi fundar/Skarpur

Fundur með þingmönnum Norðausturkjördæmis.

Sveitarstjórn Norðurþings átti fund með þingmönnum kjördæmisins í svokallaðri kjördæmaviku. En í þeirri viku fara þingmenn um sitt kjördæmi og ræða m.a.  við sveitarstjórnir um mikilvæg mál heima í héraði. Fundurinn í ár var að flestra mati mjög góður og áttu sér stað hreinskiptar umræður um stöðu mála í Norðurþingi. Mæting var góð, 9 af 10 þingmönnum sáu sér fært að mæta á fundinn.  
04.11.2010
Tilkynningar
Opinn fundur SA um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn á Húsavík 11. nóvember

Opinn fundur SA um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn á Húsavík 11. nóvember

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn fimmtudaginn 11. nóvember á Húsavík. Fundurinn fer fram á Veitingahúsinu Sölku kl. 12-14 og verður boðið upp á léttan hádegisverð. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu, komandi kjarasamninga og svara fyrirspurnum. Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins. Fundurinn eru öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA hér að neðan: Skrá þátttöku hér
03.11.2010
Tilkynningar
Formleg opnun Hófaskarðsleiðar

Formleg opnun Hófaskarðsleiðar

Laugardaginn 6 nóvember fer fram formleg opnun Hófaskarðsleiðar. Samgönguráðherra ásamt þingmönnum kjördæmisins verða viðstaddir vígsluna sem fram fer kl. 11:00 við áningastað í Hófaskarði. Kl. 12:30 verður boðið til kaffisamsætis í Félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn í boði Norðurþings, Svalbarðshrepps, Langanesbyggðar og Vegagerðarinnar og eru íbúar svæðisins hvattir til að mæta og eiga ánægjulega stund saman. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings    
02.11.2010
Tilkynningar
Marianne Rasmussen

DR - P1

Það eru fleiri en Íslendingar sem fylgjast vel með sínu fólki á erlendri grundu. Við rákumst á þessa frétt inni á síðu DR sem kallast P1. Byen Húsavík i det nordlige Island kalder sig selv ”Europas Hvalsafari-hovedstad”. Natursyn er på hvalsafari i Skjálfandi-bugten ud for Húsavík sammen med den danske hvalforsker Marianne Rasmussen, som bor og arbejder i Húsavík. Til að sjá fréttina í heild sinni smellið á þessa slóð; http://www.dr.dk/P1/Natursyn/Udsendelser/2010/10/22142349.htm
27.10.2010
Tilkynningar