Fara í efni

Fréttir

Sigríður Valdís og Guðrún Halldóra

Leikskólastarfsmenn ljúka stjórnunarnámi

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri og Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólakennari hafa nýverið lokið stjórnunarnámi sem kallast "Árangur í starfi" hjá Reyni ráðgjafarstofu. Í náminu var farið í ýmis hagnýt fræði er varða tímastjórnun, markmiðasetningu og áætlunargerð, að auka framleiðni með forgangsröðun og ýmislegt fleira er varðar stjórnun.
22.06.2010
Tilkynningar
Nefndir og ráð í Norðurþingi 2010 - 2014

Nefndir og ráð í Norðurþingi 2010 - 2014

Í gær þriðjudaginn 15. júní var haldinn fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar Norðurþings. Þar var skipað í fasta-nefndir sveitarfélagsins og má sjá hverjir skipa þær með því að smella hér. Vegna bilunar í tölvukerfi er ekki hægt að birta fundargerðina hér á heimasíðunni að svo stöddu
16.06.2010
Tilkynningar
Dettifoss

Ljósmyndasamkeppni Norðurþings

Sveitarfélagið Norðurþing mun í lok sumars efna til ljósmyndasamkeppni.  Samkeppni verður í eftirfarandi flokkum:  "Æskan og mannlífið", "Náttúran í Norðurþingi" og "Mitt Norðurþing". Sigurvegarar fá vegleg verðlaun en auk þess munu bestu myndirnar birtast á nýjum vef sveitarfélagsins sem ráðgert er að verði opnaður 1. október.
15.06.2010
Tilkynningar
Sólstöðuhátíð á Kópaskeri

Sólstöðuhátíð á Kópaskeri

Helgina 18. - 20. júní verður Sólstöðuhátíðin haldin á Kópaskeri.  Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Meðal þess sem boðið verður upp á eru fjölmargar sýningar s.s. list- og handverkssýningar, tónleikar, sólstöðuganga, grillveisla og dansleikur auk þess sem ýmis leiktæki eru fyrir börnin. Dagskrá hátíðarinnar
14.06.2010
Tilkynningar
Úrslit kosninga í Norðurþingi 2010

Úrslit kosninga í Norðurþingi 2010

Yfirkjörstjórn Norðurþings hefur sent frá sér úrslit kosninga 2010 með upplýsingum um fjölda atkvæða á hvern kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn. Til að sjá skjalið vinsamlegast smellið á feitletraða textann.    
10.06.2010
Tilkynningar
Leiksýning í skrúðgarðinum á Húsavík

Leiksýning í skrúðgarðinum á Húsavík

Miðvikudaginn 16. júní sýnir Leikhópurinn Lotta nýjasta verk sitt, Hans klaufa í Skrúðgarðinum á Húsavík.  Verkið skirfaði Ljóti hálfvitinn Snæbjörn Ragnarsson en auk Hans klaufa koma við sögu aðrar þekktar persónur úr ævintýraheiminum. Þar má til dæmis nefna Öskubusku og froskaprinsinn.  
09.06.2010
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Sumaropnun í sundlaug Húsavíkur

Opnunartímar í sundlaug Húsvíkur í sumar: Virka daga 6:45 - 21:00 Helgar 10:00 - 18:00 Forstöðumaður
04.06.2010
Tilkynningar
Vinnuskóli Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings hefst mánudaginn 7.júní. Á Húsavík mæta hópar 1,2 og 3 kl.08:00 og hópar 4,5 og 6 kl. 13:00 við skíðaaðstöðuhúsið í Skálamelnum. Árgangur 1994 mætir einnig við Skálamelinn kl.08:00. Vinnuskólakrakkar á Raufarhöfn og á Kópaskeri eru beðnir um að hringja í flokkstjóra sína til að fá upplýsingar um mætingu. Guðni á Raufarhöfn 8676944 Kristín Ósk á Kópaskeri 8493539
04.06.2010
Tilkynningar
Atvinna í boði

Atvinna í boði

Norðurþing auglýsir eftir einstaklingi til að sinna íþrótta- og félagsstarfi innan sveitarfélagsins austan Húsavíkur og yrði hann staðsettur annaðhvort á Raufarhöfn eða á Kópaskeri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst/september 2010 . Umsóknarfrestur er til 14.júní.
27.05.2010
Tilkynningar
Tónlistarveislan 2008 - mynd Hafþór Hreiðarsson

Sumartónleikar - Tónlistarveisla 2010

Spennandi verkefni á menningarsviðinu Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir framkvæmdaraðila/aðilum að sumartónleikum 2010.  Tónleikarnir eru styrktir af Lista- og menningarsjóði Norðurþings.  Frábært tækifæri fyrir hæfileikaríka einstaklinga.
26.05.2010
Tilkynningar
Skrifstofa Norðurþings á Húsavík

Skrifstofa Norðurþings á Húsavík

Skrifstofa Norðurþings á Húsavík verður lokuð eftir hádegi, föstudaginn 28. maí næstkomandi.        
26.05.2010
Tilkynningar
Tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis við Saltvík í Norðurþingi

Tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis við Saltvík í Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi hesthúsasvæðis í landi Saltvíkur sunnan Húsavíkur skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.  Skipulagstillagan er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Húsavíkurbæjar 2005-2025 en hinsvegar í samræmi við tillögu að aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem auglýst er til kynningar samhliða. 
21.05.2010
Tilkynningar