Fara í efni

Fréttir

Áskorun til foreldra!

Áskorun til foreldra!

Foreldrar barna og unglinga sem nota skíðasvæðið í Skálamel eru beðnir að sjá til þess að börnin séu alltaf með hjálm sér til varnar. Mikið hefur verið um hjálmlaus börn og unglinga í brekkunni og er nausynlegt að ráða bót á þessu áður en slys verður á fólki. Eins þarf að passa að sítt hár sé ekki laust þar sem það getur flæktst í lyftuvírnum.
18.01.2011
Tilkynningar
Gjástykki

Gjástykki

Á fundi bæjarráðs 13. janúar síðastliðinn var eftir farandi bókað: Bæjarráð Norðurþings lýsir furðu sinni yfir þeim málflutningi sem Umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun og varða rannsóknarleyfi til Landsvirkjunar í Gjástykki.  
14.01.2011
Tilkynningar
Valþjófstaðafjall í Núpasveit

Frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd

Bæjarráð Norðurþings hefur skoðað frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd. Ráðið telur tillögurnar öfgafullar og óásættanlegar eins og þær eru kynntar og því tilefni til verulegra athugasemda við frumvarpið af hálfu sveitarfélagsins Norðurþings.
14.01.2011
Tilkynningar
Fjarskipta- og öryggismál

Fjarskipta- og öryggismál

Í óveðrinu þann 6. og 7. janúar síðastliðinn duttu út fjarskiptakerfi og fm útvarp, vegna þessa sendir bæjarráð Norðurþings eftirfarandi bókun til ráðherra fjarskiptamála.  
14.01.2011
Tilkynningar

Bókun bæjarráðs varðandi Dvalarheimli aldraðra á Húsavík

Á fundi bæjarráðs í gær var fjallað um málefni Dvalaheimilisins aldraðra á Húsavík. Eftirfarandi var bókað á fundinum:
07.01.2011
Tilkynningar
Þrettándagleði á Húsavík frestað

Þrettándagleði á Húsavík frestað

Þrettándagleðinni á  Húsavík er frestað til laugardagsins 8. janúar en að öðru leiti er dagskráin eins og áður var auglýst. Áætlað að ganga frá íþróttahöllinni kl.18:00 og kveikja upp í brennunni ca.18:10. 4.fl.kvk ÍFV sér um gönguna.  
06.01.2011
Tilkynningar
Gamlárshlaup á Húsavík

Gamlárshlaup á Húsavík

Gamlárshlaup 2010Hið árlega gamlárshlaup verður haldið 31.des. og hefst kl.11:00 frá Sundlaug Húsavíkur.Skráning og afhending númera hefst kl.10:15Frítt verður í sund fyrir þátttakendur eftir hlaupið.  
29.12.2010
Tilkynningar

Frá Þorrablótsnefndinni á Raufarhöfn

Þorrablótsnefndin á Raufarhöfn vill koma þeim upplýsingum á framfæri að Þorrablótið 2011 verður haldið laugardaginn 5. febrúar í félagsheimilinu Hnitbjörgum.
23.12.2010
Tilkynningar
Frá skíðasvæðinu í Skólamel

Skíðalyftan í Skálmel opin í dag og á morgun

Skíðalyftan í Skálamel er opin í dag til kl. 19:00.  Einnig verður lyftan opin á morgun ef veður leyfir.
21.12.2010
Tilkynningar
Menningarmiðstöð Þingeyinga - Óþekktar ljósmyndir af börnum

Menningarmiðstöð Þingeyinga - Óþekktar ljósmyndir af börnum

Fyrir skömmu birti Menningarmiðstöð Þingeyinga á vef sínum http://www.husmus.is/nokkrar myndir af óþekktum einstaklingum með ósk um ábendingar um hverjir væru á myndunum.
21.12.2010
Tilkynningar
Mynd: Hafþór Hreiðarsson

Frá stjórnsýslusviði Norðurþings

Skrifstofur Norðurþings verða opnar frá kl. 10 til 14 virka daga milli jóla og nýárs. Lokað er á aðfangadag og gamlársdag.
20.12.2010
Tilkynningar
Rekstur ferðaþjónustu í Lundi, Öxarfirði

Rekstur ferðaþjónustu í Lundi, Öxarfirði

Auglýst er eftir tilboðum í rekstur ferðaþjónustu í Lundi, Öxarfirði. Umræddar húseignir eru: Heimavist með 8 herbergjum.  Fullbúið eldhús ásamt matsal, þremur skólastofum og tjaldsvæði fylgja með yfir sumartímann. Lundur er staðsettur í næsta nágrenni við Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum og Ásbyrgi.  Í Lundi er rekin sundlaug á vegum sveitarfélagsins Norðurþing. Tilboðsfrestur er til og með 20. desember 2010
01.12.2010
Tilkynningar