Fara í efni

Fréttir

Jákvæður grunnrekstur - Traust framtíð

"Ársreikningur sveitarfélagsins Norðurþings er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A - hluta annars vegar og B - hluta hins vegar. Til A - hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð sem rekur alla almenna málaflokka, Eignasjóð- og Þjónustumiðstöð Norðurþings. Til B - hluta teljast fjárhagslega sjálfstæðar rekstrareiningar sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Rekstrareiningarnar sem um ræðir eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Norðurþings, Vatnsveita Norðurþings, Hafnarsjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ehf., Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og Fjárfestingafélag Norðurþings ehf.
30.04.2010
Tilkynningar
Grunnskólinn á Raufarhöfn

Skólastjóra- og kennarstöður í Norðurþingi

Laus er staða skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar. Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum eingstaklingi sem er tilbúinn að leiða og þróa kraftmikið skólastarf. Einnig eru lausar stöður leikskóla- og grunnskólakennara á Raufarhöfn.
28.04.2010
Tilkynningar

Frá Sundlaug Húsavíkur

Sundlaugin verður lokuð laugardaginn 1. maí.
28.04.2010
Tilkynningar
Sumarvinna í Norðurþingi

Sumarvinna í Norðurþingi

Sumarið 2010 mun sveitarfélagið Norðurþing standa fyrir sumarvinnu fyrir fólk fætt 1993 og fyrr og hefur lögheimili í sveitarfélaginu Norðurþingi.  Vinna mun hefjast 8. júní og að öllum líkindum standa fram í lok júlí (vinnutími fer eftir fjölda umsækjenda).
26.04.2010
Tilkynningar
Orkustöðin í Hrísmóum

Fréttatilkynning frá Orkuveitu Húsavíkur.

Orkufyrirtækið Global Geothermal tekur að sér  enduruppbyggingu Orkustöðvar Orkuveitu Húsavíkur    Samvinna án fjárhagslegrar áhættu fyrir Orkuveituna    Samkomulag hefur náðst milli Orkuveitu Húsavíkur ehf. (OH) og breska orkufyrirtækisins Global Geothermal um samvinnu vegna viðgerðar og enduruppbyggingar Orkustöðvar OH á Hrísmóum við Húsavík, án nokkurrar fjárhagslegrar áhættu fyrir OH. Orkustöðin var sú fyrsta í heiminum til að framleiða rafmagn úr jarðvarma með svokallaðri Kalinatækni, sem Global Geothermal hefur einkaleyfi fyrir.   
20.04.2010
Tilkynningar
Sail Húsavík 2011 - kynningarfundur í kvöld

Sail Húsavík 2011 - kynningarfundur í kvöld

Kynningarfundur í sal Borgarhólsskóla í kvöld, mánudagskvöldið 19. apríl kl. 20:00. Fyrirhugað er að halda Norræna strandmenningarhátíð á Húsavík sumarið 2011. Verkefnið er norrænt samstarfsverkefni og stefnt er að því að halda strandmenningarhátiðir árlega í mismunandi höfnum á Norðurlöndunum. Sigurbjörg Árnadóttir verkefnastjóri og stjórn hátíðarinnar kynna verkefnið og sitja fyrir svörum.
19.04.2010
Tilkynningar
Breytingar hjá Félagsþjónustunni

Breytingar hjá Félagsþjónustunni

Erla Alfreðsdóttir hefur verið ráðin í starf deildarstjóra um málefni fatlaðra.  Hún hefur leyst Sigríði Guðjónsdóttir af sem deildarstjóri um málefni fatlaðra undanfarna mánuði á meðan Sigríður var í námsleyfi en Sigríður hefur nú sagt upp störfum. 
16.04.2010
Tilkynningar
Bókun byggðarráðs Norðurþings varðandi Vatnajökulsþjóðgarð

Bókun byggðarráðs Norðurþings varðandi Vatnajökulsþjóðgarð

Byggðarráð Norðurþings leggur til við umhverfisráðherra að stjórn og framkvæmdastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs verði lögð niður. Eðlilegt er að framkvæmdastjórn Þjóðgarðsins verði flutt heim í héruð og svæðisráðunum verði falin stjórnun þjóðgarðsins. Svæðisráð myndu semja við fagaðila í héraði um framkvæmdastjórn viðkomandi rekstrarsvæðis. Þannig verði allt framkvæmdavald og fjárráð á viðkomandi rekstrarsvæðis í héraði. Stjórn og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs - greinargerð
16.04.2010
Tilkynningar
Félagsleg heimaþjónusta -  laust starf

Félagsleg heimaþjónusta - laust starf

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir að ráða starfsmann við félagslega heimaþjónustu í austurhluta Norðurþings. Um er að ræða 20% stöðu fasta stöðu við félagslega heimaþjónustu. Einnig vantar í sumarafleysingar í maí og júlí. Nauðsynleg ert að umsækjandi hafi bifreið til afnota.
14.04.2010
Tilkynningar
Laus störf í Borgarhólsskóla

Laus störf í Borgarhólsskóla

Frá  20. ágúst er laust 50% starf forstöðumanns skólasels við Borgarhólsskóla.  Forstöðumaður annast daglega stjórnun og stefnumótun skólaselsins í umboði skólastjóra. Einnig er laust allt að 40% starf þroskaþjálfa við Borgarhólsskóla frá 1. ágúst.
14.04.2010
Tilkynningar
Laust starf forstöðumanns Setursins

Laust starf forstöðumanns Setursins

Staða forstöðumanns geðræktarmiðstöðvarinnar Setursins á Húsvík er laus til umsóknar hjá Félagsþjónustu Norðurþings.  Um tímbundna stöðu er að ræða frá 1. ágúst til 31. desember 2010 og um 50% starfshlutfall er að ræða.
12.04.2010
Tilkynningar
Laust starf á Grænuvöllum

Laust starf á Grænuvöllum

Auglýst er eftir starfsmanni í eldhús við leikskólann Grænuvelli á Húsavík frá og með 1. maí 2010. Starfshlutfall er 75% og vinnutími er 10:00-16:00.
31.03.2010
Tilkynningar