Fara í efni

Fréttir

Orkustöðin í Hrísmóum

Fréttatilkynning frá Orkuveitu Húsavíkur.

Orkufyrirtækið Global Geothermal tekur að sér  enduruppbyggingu Orkustöðvar Orkuveitu Húsavíkur    Samvinna án fjárhagslegrar áhættu fyrir Orkuveituna    Samkomulag hefur náðst milli Orkuveitu Húsavíkur ehf. (OH) og breska orkufyrirtækisins Global Geothermal um samvinnu vegna viðgerðar og enduruppbyggingar Orkustöðvar OH á Hrísmóum við Húsavík, án nokkurrar fjárhagslegrar áhættu fyrir OH. Orkustöðin var sú fyrsta í heiminum til að framleiða rafmagn úr jarðvarma með svokallaðri Kalinatækni, sem Global Geothermal hefur einkaleyfi fyrir.   
20.04.2010
Tilkynningar
Sail Húsavík 2011 - kynningarfundur í kvöld

Sail Húsavík 2011 - kynningarfundur í kvöld

Kynningarfundur í sal Borgarhólsskóla í kvöld, mánudagskvöldið 19. apríl kl. 20:00. Fyrirhugað er að halda Norræna strandmenningarhátíð á Húsavík sumarið 2011. Verkefnið er norrænt samstarfsverkefni og stefnt er að því að halda strandmenningarhátiðir árlega í mismunandi höfnum á Norðurlöndunum. Sigurbjörg Árnadóttir verkefnastjóri og stjórn hátíðarinnar kynna verkefnið og sitja fyrir svörum.
19.04.2010
Tilkynningar
Breytingar hjá Félagsþjónustunni

Breytingar hjá Félagsþjónustunni

Erla Alfreðsdóttir hefur verið ráðin í starf deildarstjóra um málefni fatlaðra.  Hún hefur leyst Sigríði Guðjónsdóttir af sem deildarstjóri um málefni fatlaðra undanfarna mánuði á meðan Sigríður var í námsleyfi en Sigríður hefur nú sagt upp störfum. 
16.04.2010
Tilkynningar
Bókun byggðarráðs Norðurþings varðandi Vatnajökulsþjóðgarð

Bókun byggðarráðs Norðurþings varðandi Vatnajökulsþjóðgarð

Byggðarráð Norðurþings leggur til við umhverfisráðherra að stjórn og framkvæmdastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs verði lögð niður. Eðlilegt er að framkvæmdastjórn Þjóðgarðsins verði flutt heim í héruð og svæðisráðunum verði falin stjórnun þjóðgarðsins. Svæðisráð myndu semja við fagaðila í héraði um framkvæmdastjórn viðkomandi rekstrarsvæðis. Þannig verði allt framkvæmdavald og fjárráð á viðkomandi rekstrarsvæðis í héraði. Stjórn og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs - greinargerð
16.04.2010
Tilkynningar
Félagsleg heimaþjónusta -  laust starf

Félagsleg heimaþjónusta - laust starf

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir að ráða starfsmann við félagslega heimaþjónustu í austurhluta Norðurþings. Um er að ræða 20% stöðu fasta stöðu við félagslega heimaþjónustu. Einnig vantar í sumarafleysingar í maí og júlí. Nauðsynleg ert að umsækjandi hafi bifreið til afnota.
14.04.2010
Tilkynningar
Laus störf í Borgarhólsskóla

Laus störf í Borgarhólsskóla

Frá  20. ágúst er laust 50% starf forstöðumanns skólasels við Borgarhólsskóla.  Forstöðumaður annast daglega stjórnun og stefnumótun skólaselsins í umboði skólastjóra. Einnig er laust allt að 40% starf þroskaþjálfa við Borgarhólsskóla frá 1. ágúst.
14.04.2010
Tilkynningar
Laust starf forstöðumanns Setursins

Laust starf forstöðumanns Setursins

Staða forstöðumanns geðræktarmiðstöðvarinnar Setursins á Húsvík er laus til umsóknar hjá Félagsþjónustu Norðurþings.  Um tímbundna stöðu er að ræða frá 1. ágúst til 31. desember 2010 og um 50% starfshlutfall er að ræða.
12.04.2010
Tilkynningar
Laust starf á Grænuvöllum

Laust starf á Grænuvöllum

Auglýst er eftir starfsmanni í eldhús við leikskólann Grænuvelli á Húsavík frá og með 1. maí 2010. Starfshlutfall er 75% og vinnutími er 10:00-16:00.
31.03.2010
Tilkynningar
Þórgunnur Reykjalín

Nýráðinn skólastjóri Borgarhólsskóla

Nú hefur verið gengið frá ráðningu á nýjum skólastjóra Borgarhólsskóla.  Það var ráðgjafafyrirtækið Capacent sem sá um að meta umsækjendur og ýmsa ráðgjöf varðandi ráðningarferlið. Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Ólafsfirði hefur verið ráðin í starfið.
29.03.2010
Tilkynningar
Íþróttasamband fatlaðra

Sumarbúðir ÍF á Laugarvatni 2010

Hinar árlegu sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra verða haldnar að venju á Laugarvatni næsta sumar.  Eins og áður verður boðið upp á tvö vikunámskeið, það fyrra vikuna 18. - 25. júní og hið síðara vikuna 25. júní - 2. júlí. Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk.
23.03.2010
Tilkynningar
Sumarbæklingur 2010

Sumarbæklingur 2010

Ætlunin er að gefa út bækling/vefrit með upplýsingum um þá afþreyingu sem verður í boði sumarið 2010 fyrir unga sem aldna í sveitarfélaginu s.s. leikjanámskeið, reiðskólar, íþróttir, siglinganámskeið, leiklist  o.fl. Af þeim sökum er verið að leitast eftir upplýsingum þar um. Upplýsingar þurfa að hafa borist æskulýðsfulltrúa fyrir 1.apríl 2010.
19.03.2010
Tilkynningar
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Fulltrúi AÞ á Raufarhöfn og á Kópaskeri

Sif Jóhannesdóttir, fulltrúi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verður til viðtals á skrifstofum Norðurþings  mánudaginn 22. mars. Kópasker kl. 10:00-12:00 Raufarhöfn kl. 13:00-16:00
19.03.2010
Tilkynningar