Fara í efni

Fréttir

Frá starfi Fornleifaskóla barnanna

Örnefni um landið

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Eyþings og Urðarbrunnur (Hið þingeyska fornleifafélag, Þingeyskur sagnagarður og Fornleifaskóli barnanna)gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Norðurlandi eystra miðvikudaginn 23. september, kl. 20.30 í Litlulaugaskóla í Reykjadal, Þingeyjarsýslu.
22.09.2009
Tilkynningar
Séð yfir Kópasker - mynd Hörður Geirsson

Drög að aðalskipulagi Norðurþings

Norðurþing hefur unnið að aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið síðan vorið 2008 og nú liggja fyrir drög að markmiðum, stefnu og skipulagsákvæðum Aðalskipulags Norðurþings 2009-2029. Vinnsla aðalskipulags er umfangsmikið verkefni og til hægðarauka hefur því verið skipt upp í nokkra áfanga. Á vef Norðurþings hafa verið kynntar áfangaskýrslur um meginforsendur og framtíðarsýn, landslag og verndarsvæði og skipulag þéttbýlanna. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir í Skúlagarði og einn á hverjum þéttbýlisstaðanna til að ræða forsendur og drög að tillögu (sjá eldri fréttir um aðalskipulagsgerðina).
21.09.2009
Tilkynningar
Sveitarstjórnarfundur - dagskrá

Sveitarstjórnarfundur - dagskrá

33. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 15. september n.k. og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan.  
14.09.2009
Tilkynningar
Vetraropnun Sundlaugar Húsavíkur

Vetraropnun Sundlaugar Húsavíkur

Frá og með 1. september til og með 31. apríl verður opnunartími Sundlaugar Húsavíkur eftirfarandi: Mánudag - föstudag 6:45 - 9:30 Mánudag - föstudag 16:00 - 21:00 Laugardag og sunnudag 10:00 - 17:00  
31.08.2009
Tilkynningar
Frá Hrútadeginum 2008

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

Þann 3. október n.k. verður hinn árlegi Hrútadagur haldinn á Raufarhöfn. Þar verða lambhrútar til sölu, frá Öxarfjarðar- Sléttu- og Þistilfjarðar-varnarhólfum.  Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu mun setja samkomuna.  
31.08.2009
Tilkynningar
Menningarráð Eyþings - aukaúthlutun verkefnastyrkja

Menningarráð Eyþings - aukaúthlutun verkefnastyrkja

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings menntamála- og iðnaðarráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
26.08.2009
Tilkynningar
Vaxtarsamningur Norðausturlands - umsóknir

Vaxtarsamningur Norðausturlands - umsóknir

Auglýst er eftir umsóknum um þátttöku Vaxtarsamnings Norðausturlands í verkefnum á starfssvæði samningsins Umsóknarfrestur er til 11. september 2009 Umsóknargögn - umsóknareyðublað, leiðbeiningar og verkefnaviðmið - er að finna  á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga atthing.is og verða einnig send þeim sem þess óska.
17.08.2009
Tilkynningar

Starfsmannabreytingar hjá Félagsþjónustunni

Nokkrar breytingar hafa átt sér stað meðal starfsfólks hjá Félagsþjónustu Norðurþings.  Þórhildur Sigurðardóttir sérkennsluráðgjafi lét af störfum í sumar vegna aldurs.  Sigríður Guðjónsdóttir deildarstjóri um málefni fatlaðra fer í námsleyfi í vetur og Erla Alfreðsdóttir iðjuþjálfi fer í hennar starf á meðan.  Marzenna Katarzyna Cybulska iðjuþjálfi tekur við forstöðu Setursins í hlutastarfi.  Linda Pehrson iðjuþjálfi hóf störf í vetur hjá Félagsþjónustu Norðurþings í hlutastarfi á austursvæði.  Dögg Stefánsdóttir sem veitir þjálfunarheimilinu að Sólbrekku 28 forstöðu fer í fæðingarorlof nú í ágústmánuði og Þorgrímur Sigmundsson félagsliði mun leysa hana af.
14.08.2009
Tilkynningar
Húsavíkurhöfn tekur að sér rafmagnssölu á bryggjum

Húsavíkurhöfn tekur að sér rafmagnssölu á bryggjum

Húsavíkurhöfn hefur tekið að sér rafmagnssölu á bryggjum hafnarinnar. Viðskiptavinir fá framvegis reikning frá Húsavíkurhöfn vegna rafmagnsviðskipta, í stað Orkuveitu Húsavíkur áður. Raforkusala er tiltekin í gjaldskrá fyrir hafnir Norðurþings. Nánar auglýst síðar af Hafnaryfirvöldum.
14.08.2009
Tilkynningar
Smábátar í Húsvíkurhöfn

Úthlutun byggðakvóta

Fiskistofa auglýsir úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 557, 25. júní 2009.
06.08.2009
Tilkynningar

Sléttugangan

Sléttugangan árlega verður gengin 8. ágúst nk. Gengið er frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu og komið niður í nágrenni Kópaskers, nánar tiltekið í grennd við spennustöð við Snartarstaði. Þetta er um 30 km ganga, falleg og góð gönguleið. Það er Ferðafélagið Norðurslóð sem nú stendur fyrir göngunni.
24.07.2009
Tilkynningar
Frá Mærudögum 2008

Hverfagrill falla niður

Hverfagrill hafa verið felld niður. En skrúðgöngur eru samkvæmt dagskrá. Samkvæmt veðurspánni í dag, fimmtudagsmorgun, ættu ekki að vera frekari breytingar á fyrirhugaðri dagskrá Mærudaga í kvöld. Uppfærð mærudagskrá  
23.07.2009
Tilkynningar