Fara í efni

Fréttir

Umsóknir í aksturssjóð HSÞ

Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur í aksturssjóð HSÞ fyrir tímabilið sept - des 2008 er til 10. mars. Umsóknareyðublaðið er hægt að nálgast hér
09.03.2009
Tilkynningar
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Í ár verða Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs veitt í fimmtánda sinn. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur og í ár er þemað verkefni sem hvatt hafa Norðurlandabúa til að stunda meiri hreyfingu úti í náttúrunni. „Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009 verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem á einstakan hátt hefur stuðlað að góðu fordæmi við að fá fólk til að stunda útivist og sem hefur aukið skilning á mikilvægi náttúrunnar fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði."
09.03.2009
Tilkynningar
Frá kynningarfundi í Skúlagarði

Áhugaverð umræða á íbúafundum um aðalskipulag

Síðari hluta febrúar voru haldnir þrír íbúafundir í Norðurþingi í tengslum við gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Á fundum á Raufarhöfn og Kópaskeri fimmtudaginn 19. febrúar sl. var farið yfir drög að skipulagi þorpanna og rætt um viðfangsefni í skipulagi og áherslur varðandi framtíðarþróun byggðar. Á fundi í Skúlagarði laugardaginn 21. febrúar var síðan rætt um skipulag og áherslur í dreifbýli austan Tjörness og samspil við verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.
05.03.2009
Tilkynningar
Styrkir til barna- og unglingastarfs í Norðurþingi 2009

Styrkir til barna- og unglingastarfs í Norðurþingi 2009

Æskulýðsnefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfs í þágu barna og ungmenna. Félög og/eða samtök sem hafa barna- og unglingastarf á stefnuskrá sinni geta sótt um styrk. Með umsókn skulu fylgja ársreikningar viðkomandi umsækjanda ásamt greinargerð um hvernig ætlunin er að nota það fjármagn sem óskað er eftir. Ef viðkomandi umsækjandi sótti um og fékk styrk árið 2008 er óskað eftir greinargerð um hvernig því fjármagni var varið.
05.03.2009
Tilkynningar
Foreldrafræðsla í skólum vorið 2009

Foreldrafræðsla í skólum vorið 2009

Foreldrafræðsla verður haldin í eftirfarandi grunnskólum í marsmánuði. Um er að ræða tvo fyrirlestra í hverjum skóla ásamt umræðum. Sigríður Jónsdóttir yfirhjúkrunarfræðingu heilsugæslu FÞ og Freydís Jóna Freysteinsdóttir félagsmálastjóri FN munu fjalla um Samskipti barna og foreldra.  Auk þess munu þau Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi Norðurþings, Guðlaug Gísladóttir æskulýðsfulltrúi Þingeyjarsveitar og Halldóra Gunnarsdóttir æskulýðs- og menningarfulltrúi Langanesbyggðar fjalla um Tómstundir barna. Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagsetningar foreldrafræðslunnar má sjá hér að neðan:
04.03.2009
Tilkynningar

Sveitarstjórnarfundur

29. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 3. mars og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá fundarins
02.03.2009
Tilkynningar
Öskudagsball í Íþróttahöllinni

Öskudagsball í Íþróttahöllinni

Öskudagsball verður haldið í Íþróttahöllinni 25. febrúar kl. 17:00-19:00. Kötturinn sleginn úr tunnunni, leikir og dans. Veitingasala verður á staðnum.
25.02.2009
Tilkynningar
Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings

Æskulýðsnefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings. Reglur um Afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings ásamt umsóknareyðublöðum má nálgast á heimasíðu Norðurþings eða á skrifstofu Norðurþings á Húsavík.  
25.02.2009
Tilkynningar
Aðgerðir og áherslur fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Aðgerðir og áherslur fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Fundinum ,,Aðgerðir og áherslur fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi", sem halda átti á Hótel Norðuljósum þriðjudaginn 24. febrúar, hefur verið frestað til fimmtudagsins 26. febrúar kl. 10:00 á Hótel Norðurljósum. Gera má ráð fyrir að fundurinn taki u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund.
25.02.2009
Tilkynningar

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn þriðjudaginn 3. mars í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Fundurinn hefst kl. 16:00 Dagskrá fundarins verður birt síðar á heimasíðu Norðurþings, nordurthing.is
24.02.2009
Tilkynningar
Styrkir til lista- og menningarmála

Styrkir til lista- og menningarmála

Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs Norðurþings og reglum um úthlutun úr sjóðnum. Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári, í mars og október. Skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs  ásamt reglum um úthlutun úr sjóðnum má nálgast á heimasíðu Norðurþings.
24.02.2009
Tilkynningar
Atvinnuleitendur á opnu húsi í Þekkingarsetrinu

Atvinnuleitendur á opnu húsi í Þekkingarsetrinu

Undanfarið hafa atvinnuleitendur komið saman á Þekkingarsetri Þingeyinga, alla þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10:00 - 12:00. Ýmislegt er þar í boði fyrir atvinnuleitendur.  Nefna má að fulltrúar Framsýnar hafa farið yfir rettindamál með atvinnuleitendum og starfsfólk Þekkingarsetursins hefur kynnt námsframboð og ráðgjöf sem er í boði.
23.02.2009
Tilkynningar