Fara í efni

Fréttir

Frá hátíðahöldunum í fyrra

17. júní dagskrá innandyra

Vegna versnandi veðurútlits hefur verið ákveðið að flytja hátíðardagskránna, sem vera átti við Borgarhólsskóla að lokinni skrúðgöngu, inn í Íþóttahöllina. Eins verður fjölskyldudansleikur sem vera átti við skólann færður inní Höllina.
16.06.2009
Tilkynningar
Leikhópurinn Lotta á Húsavík

Leikhópurinn Lotta á Húsavík

Fimmtudaginn 18. júní mun Leikhópurinn Lotta koma til Húsavíkur með nýjustu leiksýningu sína Rauðhettu. Sýnt verður í Skrúðgarðinum og hefst sýningin klukkan 18:00. Sýnt er utandyra og er því um að gera að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á og hlýja sér ef kalt er í veðri.
16.06.2009
Tilkynningar

Dagskrá næsta sveitarstjórnarfundar

32. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 16. júní 2009 og hefst kl. 16:00 Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan.
12.06.2009
Tilkynningar

Skrifstofur Norðurþings

Skrifstofur Norðurþings verða lokaðar frá kl. 12:15 föstudaginn 12. júní.
12.06.2009
Tilkynningar
Íbúafundur á Húsavík í kvöld

Íbúafundur á Húsavík í kvöld

Á opnum fundi sem haldinn verður í grunnskólanum á Húsavík í kvöld, fimmtudagskvöld 11. júní, kl. 20.00 verða kynnt drög að aðalskipulagstillögu fyrir Húsavík og Reykjahverfi.  Drögin fyrir Húsavík eru til sýnis hér. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.  
11.06.2009
Tilkynningar

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn þriðjudaginn 16. Júní 2009 í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Fundurinn hefst kl. 16:00 Dagskrá fundarins verður birt síðar hér á heimasíðu Norðurþings.
10.06.2009
Tilkynningar
Íbúafundur um aðalskipulag

Íbúafundur um aðalskipulag

Norðurþing boðar til íbúafundar í sal Borgarhólsskóla á Húsavík fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 20-22.15. Á fundinum verður fjallað um framtíðarþróun byggðar og skipulag á Húsavík og nágrenni auk tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda.  Fundurinn er liður í aðalskipulagsgerð fyrir sveitarfélagið.
09.06.2009
Tilkynningar
Frá Möðrudal

Landsbyggðin lifir - málþing

Samtökin Landsbyggðin lifir mun fimmtudaginn 11. júní halda málþing í samstarfi við Framfarafélag Fljótsdalshéraðs.  Málþingið verður haldið á Möðrudal á Fjöllum og hefst kl. 15.  Yfirskrift málþingsins verður: Farsæld til framtíðar - virkjum landið og miðin.  Fyrirlestrar og umræðuefni málþingsins fjalla um auðlindanýtingu og framleiðslustjórn grunnatvinnugreinanna til lands og sjávar.
05.06.2009
Tilkynningar
Frá hafnarsvæðinu á Raufarhöfn

Nýtt kaffihús og gallerý á Raufarhöfn

Á Raufarhöfn er nú verið að koma upp myndarlegu kaffihúsi og gallerýi. Það er félagið Gallerý Ljósfang sem hefur staðið fyrir framkvæmdum sl. mánuði við að breyta húsnæði N1 sem er í hjarta þorpsins.
03.06.2009
Tilkynningar
Sumarbæklingur Norðurþings

Sumarbæklingur Norðurþings

Nú á vordögum vaknaði sú hugmynd að útbúa bækling með upplýsingum um þá afþreyingarmöguleika sem eru í boði í sveitarfélaginu Norðurþingi. Í framhaldi af því var auglýst eftir upplýsingum frá félögum og einstaklingum sem ætluðu sér að vera með starf í sumar og er bæklingur þessi afurð þeirrar svörunar. Sumarbæklingurinn
02.06.2009
Tilkynningar

Frá Sundlaug Húsavíkur

Þann 1. júní hefst sumaropnunartími í Sundlaug Húsavíkur.  Sundlaugin verður þá opin sem hér segir: Mánudaga - Föstudaga 06:45 - 21:00 Laugardaga og Sunnudaga 10:00 - 17:00 Frá 1.7 til 16.8 er opið 10:00 - 19:00. Opnunartíminn um hvítasunnuhelgina: Hvítasunnudagur kl. 10:00 - 17:00 Annar í hvítasunnu kl. 10:00 - 17:00
27.05.2009
Tilkynningar
Kópaskersviti

Brennið þið vitar-opnun sunnudaginn 17. maí

      Sunnudaginn 17 maí kl. 15 opnar sýningin „Brennið þið vitar!“  í Kópaskersvita.   Ásdís Sif Gunnarsdóttir er listamaður Kópaskersvita en Ásdís fæst við myndbanda og gjörningalist þar sem hún bregður sér í ólík hlutverk dulspárra vera.      
15.05.2009
Tilkynningar