Fara í efni

Fréttir

Á leið í endurvinnsluna

Endurvinnsluvika haldin í fyrsta sinn á Íslandi

Samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Úrvinnslusjóð flokka tæplega 91% Íslendinga sorp til endurvinnslu. Nær 19% segjast gera það alltaf og um 37% oft. Um 35% segjast flokka sorp stundum eða sjaldan. Hlutfall þeirra sem flokka sorp til endurvinnslu hefur hækkað frá síðustu mælingu árið 2006, þegar um 84% sögðust flokka sorp. Vikuna 12.-19. september verður haldin endurvinnsluvika þar sem kynnt verður mikilvægi endurvinnslu fyrir íslenskt samfélag. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu fyrir unglinga þar sem kannanir benda til að fólk á aldrinum 16-20 ára standi sig einna verst í flokkun sorps.
16.09.2008
Tilkynningar
Atvinnumál kvenna - umsóknir um styrki

Atvinnumál kvenna - umsóknir um styrki

Nú hefur Vinnumálastofnun/ Félagsmálaráðuneytið auglýst styrki til Atvinnumála kvenna lausa til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28.september næstkomandi.  Til umráða nú eru 50 milljónir sem að verður úthlutað til kvenna sem hafa góðar viðskiptahugmyndir. Kynningarfundir um styrkina og þjónustu við konur sem hyggja á atvinnurekstur verður haldinn á Húsavík föstudaginn 19. september kl. 12:00 - 13:00 á Gamla Bauk.  
15.09.2008
Tilkynningar
Frá Raufarhöfn

Starf dreifbýlisfulltrúa Norðurþings laust til umsóknar

Norðurþing auglýsir starf dreifbýlisfulltrúa Norðurþings laust til umsóknar. Dreifbýlisfulltrúi mun hafa aðsetur á Raufarhöfn eða Kópaskeri. Umsóknarfrestur er til 30. september 2008 og skal umsóknum skilað inn skriflega, stílað á Norðurþing, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík, merkt dreifbýlisfulltrúi. Sjá nánar um starfssvið og menntunar- og hæfniskröfur
12.09.2008
Tilkynningar
Styrkir til lista- og menningarmála

Styrkir til lista- og menningarmála

Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs Norðurþings og reglum um úthlutun úr sjóðnum. Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári, í mars og október. Skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs  ásamt reglum um úthlutun úr sjóðnum má nálgast hér.
09.09.2008
Tilkynningar
Frá leik Völsungs og Hattar 8. júlí 2008

Allir á völlinn!

Á morgun, þriðjudag verður tímamóta leikur hjá Völsungsstelpum. En eins og flestum er kunnugt hafa stelpurar okkar staðið sig frábærlega í sumar og  boðið upp á frábæra skemmtun fyrir okkur Húsvíkinga, fyrir það vil ég færa stelpunum bestu þakkir. Niðurstaða sumarsins er því með þeim hætti að stelpurnar eiga möguleika á því að spila meðal þeirra bestu á næsta leiktímabili. Ég vil því nota tækifærið og hvetja Húsvíkinga til að fjölmenna á völlinn á þennan síðasta og mikilvægasta leik sumarsins.  Baráttu kveðjur Bergur Elías Ágústsson Völsungur og sveitarstjóri.
01.09.2008
Tilkynningar
Frá undirbúningi í Höllinni

Tónlistarveislan um helgina

Hin árlega tónlistarveisla Norðurþings verður haldin núna um helgina, nánar tiltekið föstudags- og laugardagskvöld kl. 20:30.  Undirbúningur er nú á lokastigi og ljóst að þetta verður veisla bæði fyrir augu og eyru.  Höllin hefur verið fagurlega skreytt og einnig hefur öflugu ljósakerfi verið stillt upp.  Söngvarahópurinn hefur aldrei verið stærri og munu fjöldi ungra og upprennandi söngvara stíga á sviðið.  Auk þeirra verða þekkt andlit úr veislum síðustu ára sem og Birgitta Haukdal sem heiðrar okkur með komu sinni í sína gömlu heimabyggð. Veislan verður haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík og verður húsið opnað kl. 19:45.
21.08.2008
Tilkynningar
Stjórnsýsluhúsið á Húsavík

Lokun stjórnsýsluhúss á Húsavík

Stjórnsýsluhúsið á Húsavík verður lokað eftir hádegi í dag fimmtudag og allan daginn á morgun, föstudag. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst kl. 9. Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármálastjóri      
31.07.2008
Tilkynningar
Raufarhöfn

Laust starf á Raufarhöfn

Kennsla á unglingastigi, félagsstörf með unglingum og íþróttaþjálfun. Ert þú íþróttakennari, tómstundafræðingur eða íþróttaþjálfari  -  við bjóðum þér spennandi tækifæri. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur sérstakan áhuga á að vinna með unglingum, 12 - 15 ára. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, vera skipulagður, stundvís og laginn í samskiptum. Um er að ræða fullt starf á Raufarhöfn í jákvæðu og barnvænu umhverfi. Öll aðstaða til kennslu, íþróttaiðkunar og félagsstarfs er mjög góð.  
30.07.2008
Tilkynningar
Frá bleika-hverfinu

Sænskir dagar/Mærudagar 2008

Mikið hefur verið um að vera á Húsavík þessa viku, en hún hófst með Sænskum dögum sem voru formlega settir á mánudaginn. Góð þátttaka hefur verið á þeim námskeiðum og viðburðum sem boðið hefur verið upp á  þessa daga og almenn ánægja með dagskrána. Mærudagar hófust svo í gær fimmtudag með litablöndun hverfanna í bænum og tóku hátt í 1000 manns þátt í hverfagrillum og göngu niður á hafnarstétt þar sem hverfin tróðu upp með skemmtiatriði. Mærudagar ná svo hámarki nú um helgina og er dagskráin mjög fjölbreytt og hægt að vera að frá morgni til kvölds við ýmiskonar skemmtun. Einnig verður afrakstur af námskeiðum sýndur og fyrirtæki í bænum bjóða gestum og gangandi á leiki meistaraflokka Völsungs í fótbolta um helgina. Margir hafa lagt hönd á plóginn með beinum styrkjum eða vinnuframlagi og er því óhætt að segja að Mærudagar 2008 séu sérlega glæsilegir. Myndir
25.07.2008
Tilkynningar
Unglingalandsmót UMFÍ 1.-3. ágúst 2008.

Unglingalandsmót UMFÍ 1.-3. ágúst 2008.

Aðildarfélög Héraðssambands Þingeyinga hvetja foreldra eindregið til þess að mæta með börnin á þessa skemmtilegu samkomu.  Fyrirkomulag landsmótsins er með líku sniði og síðustu ár. Allar upplýsingar um sjálft mótið eru á heimasíðunni ulm.is.  Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Friðriku Illugadóttur í síma 8947609 netfang: hamrab@simnet.is .  Þátttökugjald er 5500 krónur fyrir hvern keppenda og þarf að greiðast fyrir þriðjudaginn 29. júlí. Reikningsnr. er 1110-05-402252, kt. 620169-4989. Sjáumst hress í Þorlákshöfn. Unglingalandsmótsnefnd HSÞ.
23.07.2008
Tilkynningar
S.O.S. spila fyrir framan Skuld í fyrra

Sænskir dagar og Mærudagar - dagskráin klár

Nú er dagskráin klár fyrir Sænska daga og Mærudaga 2008.  Óhætt er að segja að dagskráin í ár sé metnaðarfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, ungir jafnt sem og þeir sem eldri eru.  Í ár verður tekin upp sú nýbreytni að hvetja bæjarbúa til að taka þátt í að skreyta hverfin sín í sérstökum litum.  Eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt allir sem einn og gera okkar fallega bæ enn fallegri og litríkari. Hér má sjá dagskránna og ýmsar aðrar upplýsingar varðandi hátíðirnar
15.07.2008
Tilkynningar
Jarðskjálftasetur á Kópaskeri

Jarðskjálftasetur á Kópaskeri

Opnun forsýningar 17. júlí 2008 í húsnæði grunnskólans á Kópaskeri Síðastliðið ár hefur verið unnið að undirbúningi sýningar á myndum og efni tengdu jarðhræringunum í Öxarfirði 1975 og Kópaskersskjálftanum 1976. Sýningin er vísir að stærra verkefni, sem er stofnun Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. Sýningin er enn á undirbúningstigi en ákveðið hefur verið að opna forsýningu í sumar. Tilgangurinn er að kynna heimamönnum og gestum starfið sem hefur átt sér stað fram til þessa, verkefnin framundan og framtíðarsýn Skjálftafélagsins.  
15.07.2008
Tilkynningar