Fara í efni

Fréttir

Skíðagöngunámskeið á Húsavík

Skíðagöngunámskeið á Húsavík

Námskeið í skíðagöngu verður haldið laugardaginn 14. febrúar kl. 10:00 - 13:00.  Námskeiðið fer fram á golfvellinum á Húsavík. Farið verður yfir helstu atriði hefðbundinnar skíðagöngu og ætti námskeiðið að henta jafnt byrjendum sem lengra komnum, börnum og fullorðnum.
13.02.2009
Tilkynningar
Aðalskipulag Norðurþings - kynningarfundir

Aðalskipulag Norðurþings - kynningarfundir

Norðurþing boðar til íbúafundar á Raufarhöfn og Kópaskeri fimmtudaginn 19. febrúar.  Á fundunum verður fjallað um þróun byggðar og skipulag á þessum stöðum.  Fundirnir eru liðir í aðalskipulagsgerð fyrir sveitarfélagið. Fundurinn á Raufarhöfn verður haldinn í Hnitbjörgum kl. 17:00 - 19:00. Fundurinn á Kópaskeri verður haldinn í Öxi kl. 20:30 - 22:30.  
12.02.2009
Tilkynningar
Stefnumörkun um náttúru, minjar og landslag í Norðurþingi

Stefnumörkun um náttúru, minjar og landslag í Norðurþingi

Norðurþing og svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boða til íbúafundar í Skúlagarði laugardaginn 21. febrúar nk. kl. 13:00-15:30. Á fundinum verður fjallað um tækifæri sem felast í náttúru og landslagi sveitarfélagsins austan Tjörness og áherslur varðandi nýtingu og verndun. Íbúar Norðurþings eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun framtíðarsýnar fyrir svæðið.
11.02.2009
Tilkynningar
Skýrsla um skólamál í Öxarfirði

Skýrsla um skólamál í Öxarfirði

Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings síðast liðinn fimmtudag var kynnt skýrsla sem unnin var fyrir sveitarfélagið af sérfræðingum Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.  Í skýrslunni er fjallað um mat á ytri aðstæðum vegna breytinga á skipulagi skólamála í Öxarfirði. Skýrsla RHA    
09.02.2009
Tilkynningar
Gebris verkefnið - viðvera verkefnisstjóra

Gebris verkefnið - viðvera verkefnisstjóra

Sif Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga verður á ferðinni fimmtudaginn 5. febrúar, á Raufarhöfn frá 10:00-13:00 og Kópaskeri frá 14:00-16:00. Minnt er á að umsóknarfrestur um styrki til Menningarráðs Eyþings rennur út 16. febrúar.
03.02.2009
Tilkynningar
Skíðasvæðin á Húsavík

Skíðasvæðin á Húsavík

Opið verður í fjallinu í dag frá klukkan 14:00 til 19:00.  Einnig er búið að troða gönguskíðabraut á Reykjaheiði.  Hringurinn er 7 km langur og færið eins og best verður á kosið.  
02.02.2009
Tilkynningar

Norðurþing auglýsir hús til leigu

Norðurþing auglýsir til leigu íbúðarhúsið Skúlagarð í Kelduhverfi. Áhugasamir hafi samband við Svein Hreinsson umboðsmann fasteigna Norðurþings sveinnhr@nordurthing.is /892-8533
30.01.2009
Tilkynningar
Lífshlaupið - fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

Lífshlaupið - fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fræðslu- og hvatningarverkefninu Lífshlaupinu sem verður ræst í annað sinn miðvikudaginn 4. febrúar.   Um 7700 manns tóku þátt í Lífshlaupinu á síðasta ári.  Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins http://www.lifshlaupid.is/ .  
22.01.2009
Tilkynningar
Safnahúsið á Húsavík

Viðvera menningarfulltrúa Eyþings í Norðurþingi

Menningarfulltrúi Eyþings verður með viðveru  í Norðurþingi  vegna úthlutunar á verkefnastyrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2009 Húsavík 26. janúar kl. 9-11 í Safnahúsinu á Húsavík/ Menningarmiðstöð Þingeyinga Kópaskeri 26. janúar kl. 14-15 á Skrifstofu Norðurþings Raufarhöfn 28. janúar kl. 13-14 á skrifstofu Norðurþings Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi.  
22.01.2009
Tilkynningar
Verkefnastyrkir Menningarráðs Eyþings

Verkefnastyrkir Menningarráðs Eyþings

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarstarfs á Norðausturlandi 2009 Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og iðnaðarráðneytisins við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðausturlandi eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins.
22.01.2009
Tilkynningar
Gebris verkefnið - viðvera verkefnisstjóra

Gebris verkefnið - viðvera verkefnisstjóra

Sif Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga verður á ferðinni þriðjudaginn 20. janúar, á Raufarhöfn frá 10:00-13:00 og Kópaskeri frá 14:00-16:00. Minnt er á að umsóknarfrestur um styrki Ferðamálastofu til úrbóta á ferðamannastöðum rennur út 31. janúar.
19.01.2009
Tilkynningar
Opnunartími skíðalyftunnar í Skálamel

Opnunartími skíðalyftunnar í Skálamel

Skíðalyftan verður opin á morgun, föstudag frá kl. 11:00-19 ef veður leyfir. Stefnd er að því að lyftan verði annars opin frá 14:00-19:00 virku dagana. 12:00-17 :00 um helgar. Opnunin verður háð snjóalögum og veðri. Forstöðumaður
16.01.2009
Tilkynningar