Fara í efni

Fréttir

Breyttur opnunartími Sundlaugar Húsavíkur

Breyttur opnunartími Sundlaugar Húsavíkur

Vegna páskaleyfis í skólum, og vegna páskahelgarinnar verður opnunartími Sundlaugar Húsavíkur sem hér segir: Mánudagur 17. mars            6:45 - 21:00 Þriðjudagur 18. mars            6:45 - 21:00 Miðvikudagur 19. mars         6:45 - 21:00 Skírdagur 20. mars             10:00 - 18:00 Föstudagurinn langi            14:00 - 18:00 Laugardagur 22.mars         10:00 - 18:00 Páskadagur 23. mars         14:00 - 18:00 Annar í páskum 24. mars   10:00 - 18:00 Forstöðumaður
17.03.2008
Tilkynningar
Frá Reykjaheiði

Upplýsingar um skíðasvæði!

Skíðaáhugafólk athugið! Enn hefur ekki nægur snjór safnast í Skálamel og Stalla til þess að hægt sé að opna lyftur. Lögð hefur verið gönguskíðabraut á Reykjaheiði og er hún u.þ.b. 10 kílómetra löng. Einnig er skíðagöngubraut á íþróttavelli.    
14.03.2008
Tilkynningar
Fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni á Húsavík

Fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni á Húsavík

Laugardaginn 15. mars verður haldin fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni á Húsavík.  Dagskráin er að venju fjölbreytt og hefst kl. 14:00 með stórleik í handbolta.  Þar mun karlaklúbburinn SÓFÍA skora á annars vegar lið meistaraflokks Völsungs og hins vegar stjörnulið Bergs Elíasar Ágústssonar sveitastjóra Norðurþings.  Kynnir verður Ingvar Björn Guðlaugsson  
13.03.2008
Tilkynningar
Forvarnarhópur Norðurþings stofnaður

Forvarnarhópur Norðurþings stofnaður

Forvarnarhópur hefur verið stofnaður hjá Norðurþingi.  Markmið hópsins eru að stuðla að heilbrigðu líferni unglinga í okkar samfélagi og öruggu umhverfi.  Fulltrúar í hópnum eru Aðalsteinn Júlíusson lögregluvarðstjóri, Freydís Jóna Freysteinsdóttir félagsmálastjóri, Kristjana María Kristjánsdóttir umsjónarmaður félagsmiðstöðva, Sigríður Hauksdóttir félags-og forvarnarfulltrúi FSH, Sveinn Hreinsson æskulýðsfulltrúi og Þorgrímur Sigmundsson forvarnarfulltrúi.  Hópurinn fundar mánaðarlega.
12.03.2008
Tilkynningar
Vinnuskóli Norðurþings auglýsir eftir leiðbeinendum

Vinnuskóli Norðurþings auglýsir eftir leiðbeinendum

Þeir sem hafa í hyggju að sækja um leiðbeinendastarf hjá Vinnuskóla Norðurþings,  sumarið 2008,  geri það fyrir 25. apríl. Um er að ræða tvö til þrjú störf á Húsavík, eitt starf á Kópaskeri og eitt á Raufarhöfn. Leiðbeinendastarfið er gefandi starf þar sem unnið er með ungu fólki.  Leiðbeinendur verða að hafa frumkvæði í vinnu og geta unnið sjálfstætt. 
06.03.2008
Tilkynningar
Endurskoðun á reglum um inntöku barna á leikskóla Norðurþings

Endurskoðun á reglum um inntöku barna á leikskóla Norðurþings

Að fenginni tillögu menningar- og fræðslunefndar hefur sveitarstjórn Norðurþings samþykkt endurskoðun á reglum um innritun barna á leikskóla sveitarfélagsins. Með þessu eru reglurnar færðar til samræmis við það sem gerist í öðrum sveitarfélögum á þann veg að kennitala barns verður ráðandi við innritun fremur en dagsetning umsóknar. Reglur um inntöku barna á leikskóla Norðurþings
29.02.2008
Tilkynningar
Nýja upplýsingaskilti Vegagerðarinnar

Vegagerðin bætir upplýsingagjöf á þjóðvegi 85 um Tjörnes

Eins og glöggir vegfarendur um þjóðveg 85, Norðausturveg, hafa eflaust tekið eftir er komið upplýsingaskilti rétt norðan við afleggjarann upp á Húsavíkurfjall.  Á þessu skilti sem Vegagerðin kom upp eru m.a. upplýsingar um vind og hitastig á Tjörnesi austanverðu, rétt sunnan Bangastaða. Þá er hægt að koma ýmsum öðrum upplýsingum til skila á skiltinu, t.a.m. styrk vindhviða og eins ef vegurinn er lokaður. Sams konar skilti var sett upp fyrir þá sem leið eiga vestur um og er það staðsett við Ásbyrgi.
28.02.2008
Tilkynningar
Kynningarfundir vegna úthlutunar styrkja

Kynningarfundir vegna úthlutunar styrkja

Í tengslum við úthlutun Menningarráðs Eyþings á verkefnisstyrkjum verða Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings, Erla Sigurðardóttir menningar- og fræðslufulltrúi Norðurþings og Elísabet Gunnarsdóttir aðstoðarmaður sveitarstjóra með kynningarfundi á  Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn  dagana 20. og 21. Febrúar.  Sjá nánar um dagskrá
18.02.2008
Tilkynningar
Verkefnastyrkir til menningarmála

Verkefnastyrkir til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars.  Úthlutun fer fram í apríl.
18.02.2008
Tilkynningar
Deildarfundur Þingeyjardeildar KEA

Deildarfundur Þingeyjardeildar KEA

Deildarfundur Þingeyjardeildar KEA verður haldinn þriðjudaginn 19. feb kl.16:30 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins. Deildarstjórnin  
18.02.2008
Tilkynningar
Kortasjá

Kortasjá

Útbúin hefur verið kortasjá fyrir Norðurþing og er hún aðgengileg um hnapp hér til hægri.  Í kortasjánni er hægt  að sjá loftmynd af öllu Norðurþingi og þysja sig inn á minni svæði.  Sérstakir flýtihnappar eru fyrir loftmyndir af þéttbýliskjörnunum á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.  Hægt er að slá inn heiti fasteigna og á þá að birtast loftmynd af svæði umhverfis fasteignina.  Einnig er þar tenging á fasteignaskrá Fasteignamats ríkisins.  Kortasjáin er hugsuð sem frumútgáfa af landupplýsingakerfi fyrir Norðurþing.  Vænta má frekari þróunar á henni á næstu mánuðum.
14.02.2008
Tilkynningar
Ferðaþjónusta að Lundi í Öxarfirði

Ferðaþjónusta að Lundi í Öxarfirði

Spennandi tækifæri í rekstri Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir til leigu aðstöðu fyrir ferðaþjónustu að Lundi í Öxarfirði í Norður - Þingeyjarsýslu. Í Lundi er mötuneyti og heimavist sem hefur um árabil verið leigt út til ferðaþjónustu frá vori og fram á haust. Á staðnum er sundlaug og íþróttahús. Þegar liggur fyrir nokkuð af bókunum vegna komandi sumars.
14.02.2008
Tilkynningar