Fara í efni

Fréttir

Bókun byggðarráðs varðandi samstarfssamning milli Íslenska ríkisins, Alcoa Inc. og Norðurþings

Bókun byggðarráðs varðandi samstarfssamning milli Íslenska ríkisins, Alcoa Inc. og Norðurþings

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðarráðs í gær: Byggðarráð fagnar því samkomlagi sem nú liggur fyrir um álversbyggingu á Bakka. Ljóst er að verkefnið er komið í góðan farveg og mun án efa verða íbúum sveitarfélagsins til framdráttar. Byggðarráð vil að þessu tilefni fagna sérstaklega vasklegri framgöngu iðnaðarráðherra og ráðherra byggðamála.
04.07.2008
Tilkynningar
Huld Aðalbjarnardóttir

Ráðning í stöðu Menningar- og fræslufulltrúa Norðurþings

Á fundi byggðarráðs í gær, fimmtudag, var fjallað um ráðningu í stöðu Menningar- og fræðslufulltrúa Norðurþings en Erla Sigurðardóttir, sem hefur séð um þennan málaflokk hjá Norðurþingi og Húsavíkurbæ þar á undan, hefur verið ráðin forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík. Byggðarráð mælti með því að Huld Aðalbjarnardóttir yrði ráðin í stöðuna en Huld er starfandi skólastjóri við Öxarfjarðarskóla og er því vel kunnug skólamálum í Norðurþingi.    
04.07.2008
Tilkynningar
Opinn skógur í Akurgerði í Öxarfirði

Opinn skógur í Akurgerði í Öxarfirði

Laugardaginn 5. júlí  næst komandi verður skógurinn í Akurgerði í Öxarfirði  formlega tekinn inn í verkefnið „Opinn skóg" . Af því tilefni verður boðað til hátíðardagskrár í skóginum. Dagskrá: Kristján Möller samgönguráðherra opnar skóginn formlega með því að gróðursetja tré. Ávarp Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands Ávarp fulltrúa Skógræktarfélags N-Þingeyinga. Sigurður Pálsson, skáld (frá Skinnastað) fer með ljóð, söngsveit heimamanna syngur skógarlög og dagskrá lýkur svo með skógarhlaupi  í skóginum. Allir sem taka þátt í hlaupinu frá trjáplöntu sem viðurkenningu. Allir velkomnir.
03.07.2008
Tilkynningar

Viljayfirlýsing framlengd

Húsavík mbl.is/Rax Fulltrúar Alcoa, ríkisstjórnar Íslands og Norðurþings framlengdu í dag viljayfirlýsingu um rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa álver á Bakka við Húsavík, til 1. október árið 2009. Um er að ræða framlengingu og uppfærslu á viljayfirlýsingu þessara aðila sem undirrituð var í maí árið 2006. Full afköst álvers árið 2015
26.06.2008
Tilkynningar
Guðjón Bergmann

\"Þú ert það sem þú hugsar\"

Þann 6. júní var Guðjón Bergmann á Húsavík með sjálfstyrkingarnámskeiðið ,,Þú ert það sem þú hugsar". Námskeiðið var haldið á vegum geðræktarmiðstöðvarinnar.  Alls sóttu 37 manns námskeiðið. Námskeiðið byggir á víðtækri reynslu höfundar og hagnýtri nálgun sjálfseflingar og hugarfarsstjórnunar en Guðjón hefur skrifað bæði greinar og bækur um andlega og líkamlega heilsu ásamt því að halda fyrirlestra og námskeið fyrir þúsundir íslendinga.
12.06.2008
Tilkynningar
Frá Kópaskeri

Fréttatilkynning

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2007 Jákvæð rekstrarafkoma og lækkun skulda Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2007 var lagður fram til kynningar í sveitarstjórn 21. apríl 2008. Seinni umræða sveitarstjórnar fór fram 20. maí og var ársreikningurinn samþykktur samhljóða. Sameining Raufarhafnar-, Öxarfjarðar- og Kelduneshrepps svo og Húsavíkurbæjar tók gildi 11. júní 2006 og fékk sveitarfélagið nafnið Norðurþing. Árið 2007 var því fyrsta heila rekstrarár Norðurþings. Íbúafjöldi sveitarfélagsins í árslok 2007 var 2970. Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings var jákvæð um 89,4 mkr. Rekstrartekjur voru 2.371,4mkr. og rekstrargjöld 1.991,6 mkr. en þar af nam reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 61,9 mkr.
03.06.2008
Tilkynningar
Frá hafnarsvæðinu á Húsavík

Aðalskipulag Norðurþings

Fyrstu skref í aðalskipulagsgerð fyrir Norðurþing Stefnumót við framtíðina Vinna við nýtt aðalskipulag fyrir Norðurþing hófst í apríl 2008. Í aðalskipulaginu verður sett fram framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið í heild, sem nær til allra þeirra sviða sem sveitarfélagið starfar á, þ.e. umhverfis-, atvinnu-, félags- og menningarmála. Á grundvelli þeirrar framtíðarsýnar verður mótuð stefna um viðfangsefni eins og verndun náttúru- og menningarminja, nýtingu vatns, jarðhita og jarðefna, skógrækt, vega- og gatnakerfi og göngu- og reiðleiðir. Einnig verður mörkuð stefna um staðsetningu og einkenni íbúðarsvæða, frístundabyggðarsvæða, útivistar- og íþróttasvæða og svæða fyrir atvinnu- og menningarstarfsemi. Í aðalskipulagsverkefninu verður ennfremur lögð sérstök áhersla á  að setja fram skýrar áherslur um þróun og einkenni miðbæjar- og hafnarsvæðis Húsavíkur sem hjarta bæjarins og Norðurþings alls.
02.06.2008
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Sundlaug Húsavíkur - tilkynning

  Sundlaugin verður lokuð föstudaginn 30. maí frá kl. 16:00 - 21:00 vegna námskeiðs hjá starfsfólki.   Forstöðumaður
29.05.2008
Tilkynningar
Dettifoss í Jökulsárgljúfrum

Stefnumótun í ferðaþjónustu

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga vinnur nú að stefnumótunaráætlun fyrir ferðamál á Norðausturlandi.  Áætlunin er til fimm ára og megin markmið hennar eru að greina núverandi stöðu ferðamála á svæðinu auk þess að útbúa aðgerðaráætlun sem auka á samkeppnishæfni svæðisins og gera það að eftirsóknarverðum áfangastað fyrir ferðamenn. Hluti þessarar vinnu felst í aðkomu hagsmunaaðila á svæðinu.  Því verða haldnir fundir víðsvegar á svæðinu þar sem farið er yfir verkefnið og þátttakendur eru beðnir um að koma með innlegg og tillögur. Hér má sjá nánar um hvar og hvenær samráðsfundirnir eru haldnir.
28.05.2008
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Sundnámskeið barna í Sundlaug Húsavíkur

Sundnámskeið fyrir börn sem fædd eru árin 2001, 2002, 2003 og 2004, verður haldið virku dagana frá 2. júní til og með 13. júní 2008. Námskeiðin eru fyrir hádegi. Starfsfólk leikskólanna fylgja þeim börnum, sem fædd eru 2002 og 2003 og eru í leikskóla fyrir hádegi.
22.05.2008
Tilkynningar
Nemandi á Grænuvöllum

Frá fundi Sveitarstjórnar í gær, 20. maí

Á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í gær, flutti meirihlutinn í sveitarstjórn Norðurþings eftirfarandi tillögu að samfélagslegum umbótum í sveitarfélaginu, tillagan var samþykkt samhljóða. Tillögur til sveitarstjórnar Norðurþings. a. Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings leggur til að að vistunargjöld leikskólans Grænuvalla á Húsavík og Krílakots í Öxarfirði lækki um 25% frá og með 1.8.2008 og vistunargjöld leikskólans á Raufarhöfn verði lækkuð þannig að öll vistunargjöld leikskólanna verði þau sömu í sveitarfélaginu. Einnig leggur meirihlutinn til að systkynaafsláttur á leikskólunum breytist með eftirfarandi hætti.
21.05.2008
Tilkynningar
Alp og Elaine Mehmet ásamt Guðbjarti Ellert Jónssyni, fjármálastjóra Norðurþings

Sendiherra Breta í kveðjuheimsókn á Húsavík

Sendiherra Bretlands,  Alp Mehmet, kom til Húsavíkur í morgun ásamt eiginkonu sinni, Elaine Mehmet.  Mehmet er að láta af störfum sem sendiherra, en hann er hefur tengst  Húsavík sérstökum vináttuböndum á síðustu árum, og kom því í þeim erindagerðum að kveðja.  Viðkynni og vinskapur hans hafa verið afar gefandi og ánægjuleg í gegnum tíðina.  Það lýsir sér kannski best í því að hann skuli gefa sér tíma til að heimsækja okkur og kveðja formlega.  Mehmet mun án efa verða fulltrúi okkar á erlendum vettvangi og kynna okkar ágæta samfélag.  Við þökkum honum fyrir komuna og óskum honum og eiginkonu hans alls hins besta í framtíðinni
16.05.2008
Tilkynningar