Fara í efni

Fréttir

Styrkir til lista- og menningarmála

Styrkir til lista- og menningarmála

Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs Norðurþings og reglum um úthlutun úr sjóðnum.  
05.02.2008
Tilkynningar
Söngkeppni SAMFÉS haldin á Húsavík

Söngkeppni SAMFÉS haldin á Húsavík

Söngkeppni SAMFÉS á norðurlandi verður haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík föstudaginn 1. febrúar. Söngatriði koma frá mörgum félagsmiðstöðvum og margir keppendur eru skráðir með atriði. 5 keppendur eða atriði komast á aðalkeppnina sem er í Reykjavík.
30.01.2008
Tilkynningar
Frá Öskudegi árið 2007

Öskudagsskemmtun í Íþróttahöllinni

Öskudagsball verður haldið í Íþróttahöllinni þann 6. febrúar.  Ballið hefst klukkan 16:00 og stendur til kl. 18:00.  Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir 6 - 16 ára.  Frítt er inn fyrir börn yngri en 6 ára.
29.01.2008
Tilkynningar
Snjótroðari til Húsavíkur

Snjótroðari til Húsavíkur

Nýlega keypti sveitarfélagið notaðan snjótroðara frá Þýskalandi. Kaupverðið er um 10 milljónir hingað kominn og er troðarinn nú þegar kominn í notkun við að troða göngubrautir upp á Reykjaheiði.  Nú er bara að vona að snjói jafn mikið hjá okkur hér norðanlands og gert hefur á suðvesturhorninu svo að nýta megi þennan nýja snjótroðara við að troða skíðabrekkurnar.
28.01.2008
Tilkynningar
Björgvin og Sigga Beinteins í sveiflu

Tónlistarveislan á Broadway

Þingeyingakvöld verður haldið á Broadway föstudaginn 1. febrúar n.k.  Þar mun húsvískt tónlistarfólk flytja þekktar dægurperlur Björgvins Halldórssonar í sannkallaðri tónlistarveislu að húsvískum hætti.  Tónlistarveislan var sýnd á Húsavík í ágúst s.l. og hlaut lofsamlega dóma sýningargesta. Auk sýningarinnar er boðið upp á þriggja rétta matseðil og að lokinni sýningu verður dansleikur. Nánar um dagskránna, miðaverð og matseðil
16.01.2008
Tilkynningar
Verkefnið \

Verkefnið \"Þingeyska matarbúrið\"

Á opnum fundi sem verkefnisstjórn "Þingeyska matarbúrsins" stóð fyrir 5. nóvember sl. var ákveðið að setja á fót klasasamstarf um verkefnið "Þingeyska matarbúrið". Það eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Búgarður - ráðgjöf sem standa að þessu nýja verkefni og hófst það formlega í september 2007. Verkefnisstjórn ÞM skipa; Gunnar Jóhannesson ráðgjafi hjá AÞ, María Svanþrúður Jónsdóttir ráðgjafi hjá Búgarði og Jóna Matthíasóttir verkefnisstjóri hjá AÞ sem einnig er starfsmaður verkefnisins.
15.01.2008
Tilkynningar
Barnavernd í Þingeyjarsýslum árið 2007

Barnavernd í Þingeyjarsýslum árið 2007

Barnavernd í Þingeyjarsýslum - svipuð þróun og á öðrum stöðum á landinu Á árinu 2007 bárust Félagsmála- og barnaverndarnefnd Þingeyinga 110 barnaverndartilkynningar vegna 100 barna. Þetta er nokkur fjölgun frá fyrra ári þegar tilkynningar voru 68 talsins. Starfssvæði nefndarinnar nær yfir sveitarfélögin Langanesbyggð, Svalbarðshrepp, Norðurþing, Tjörneshrepp, Aðaldælahrepp, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit.     
15.01.2008
Tilkynningar
Tryggvi og Össur handsala samninginn

Skrifað undir vaxtasamning Norðausturlands

Össur Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra og Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf., skrifuðu á dögunum undir vaxtarsamning Norðausturlands að viðstöddu fjölmenni. Þetta er sjötti vaxtarsamningurinn sem iðnaðarráðuneytið gerir og jafnframt sá fyrsti fyrir Norðausturland. Samningurinn er gerður við  Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og sér stjórn félagsins og heimamenn alfarið um framkvæmd hans.
11.01.2008
Tilkynningar
Frestur að renna út - könnun á þörf fyrir dagforeldra

Frestur að renna út - könnun á þörf fyrir dagforeldra

Menningar- og fræðslufulltrúi Norðurþings vill minna á að frestur til að skila inn könnun á þörf fyrir þjónustu dagforeldra rennur út 15. janúar n.k. Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar á reglum um inntöku barna á leikskóla í Norðurþingi, kannar sveitarfélagið þörf fyrir þjónustu dagforeldra. Relgur um inntöku barna má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins http://nordurthing.is/ og eru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólaaldri hvattir til að kynna sér þær.
10.01.2008
Tilkynningar
Frá Raufarhöfn

Fólksfjöldaþróun á Eyþings-svæðinu

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fjölgaði íbúum á svæði Eyþings, landshlutasamtaka sveitarfélaga á Norðausturlandi, um 242 frá 1. desember 2006 til 1. desember 2007.  Íbúatalan fór úr 28.555 í 28.797 og þýðir það 0,8% fjölgun á svæðinu. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 1,8%, úr 307.261 í 312.872 Nánari upplýsingar eftir byggðarlögum
07.01.2008
Tilkynningar
Fundur verður í Skúlagarði þann 10. janúar

Vaxtarsprotar í Þingeyjarsýslum

Haldnir verða kynningarfundir um Vaxtarsprota í Þingeyjarsýslum í janúar. Þar munu áhugaverðir fyrirlesarar fjalla um tækifæri til atvinnusköpunar og segja frá reynslu sinni, auk þess sem verkefnið verður kynnt ítarlega. Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það markmið að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum. Verkefnið er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Verkefnið kemur til framkvæmdar í Þingeyjarsýslum á árinu 2008. Miðvikud. 9. janúar, kl. 20:30. Þinghúsinu Breiðumýri Þingeyjarsveit. Fimmtud. 10. janúar, kl. 14:00. Grunnskólanum Svalbarði Svalbarðshreppi. Fimmtud. 10. janúar, kl. 20:00. Félagsheimilinu Skúlagarði Norðurþingi. Fundirnir eru opnir öllum  áhugasömum um atvinnumál í Þingeyjarsýslum. Nánar um dagskrá fundanna
07.01.2008
Tilkynningar
Vaðlaheiðargöng framar Sundabraut

Vaðlaheiðargöng framar Sundabraut

Á fréttavefnum visir.is birtist í dag frétt þar sem rætt er við Kristján Möller samgönguráðherra.  Þar segir samgönguráðherra að Vaðlaheiðargöng séu framar í forgangsröðinni en Sundabraut og tvöföldun Suðurlandsvegar. Lesa frétt á visir.is
03.01.2008
Tilkynningar