Haldnir verða kynningarfundir um Vaxtarsprota í Þingeyjarsýslum í janúar. Þar munu áhugaverðir fyrirlesarar fjalla um tækifæri
til atvinnusköpunar og segja frá reynslu sinni, auk þess sem verkefnið verður kynnt ítarlega.
Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það markmið að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum. Verkefnið er á vegum
Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Verkefnið kemur til framkvæmdar í Þingeyjarsýslum á árinu 2008.
Miðvikud. 9. janúar, kl. 20:30.
Þinghúsinu Breiðumýri Þingeyjarsveit.
Fimmtud. 10. janúar, kl. 14:00.
Grunnskólanum Svalbarði Svalbarðshreppi.
Fimmtud. 10. janúar, kl. 20:00.
Félagsheimilinu Skúlagarði Norðurþingi.
Fundirnir eru opnir öllum áhugasömum um atvinnumál í Þingeyjarsýslum.
Nánar um dagskrá fundanna