Fara í efni

Fréttir

Kynning á skipulagsmálum miðbæjar- og hafnarsvæðis

Kynning á skipulagsmálum miðbæjar- og hafnarsvæðis

  Stöndum vörð um iðandi mannlíf og vandað umhverfi í miðbæ og á hafnarsvæði Á opnum sveitarstjórnarfundi þann 19. júní sl. kynntu ráðgjafar Alta greiningu sína á skipulagsmálum miðbæjar- og hafnarsvæðis Húsavíkur. Greiningarvinnan var fyrsta skrefið í skipulagsvinnu fyrir þessi svæði og byggir á samráðsfundum með hagsmunaaðilum og opnum íbúafundi, nú á vordögum.
22.06.2007
Tilkynningar

"Allt hefur áhrif, einkum við sjálf"

Á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 19. júní sl. var samþykkt stefnumótun Norðurþings vegna þátttöku í samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar sem nefnist "Allt hefur áhrif, einkum við sjálf".
22.06.2007
Tilkynningar
Upplýsingamiðstöðin á Húsavík

Upplýsingamiðstöðin

 Upplýsingamiðstöðin á Húsavík hefur flutt sig um set frá Garðarsbraut 5 í  Garðarsbraut 7.  Opið er vika daga frá 9-18 og um helgar frá 10-17.  Í upplýsingamiðstöðinni er að finna mikið af upplýsinga- og kynningaritum um Ísland.  Einnig er hægt að fá ýmsar upplýsingar og fá sér kaffibolla.  Aðrar upplýsingamiðstöðvar í Norðurþingi eru í Gljúfrastofu í Ásbyrgi og á Hótel Norðurljós á Raufarhöfn.  Nánari upplýsingar
21.06.2007
Tilkynningar
Vorgleði leikskólans Bestabæjar

Vorgleði leikskólans Bestabæjar

Laugardaginn 9. júní stóð foreldrafélag leikskólans Bestabæjar fyrir árlegri vorgleði.  Fór gleðin fram í blíðskaparveðri og hófst á því að boðið var upp á andlitsmálun og blöðrum útdeilt.  Síðan var skrúðganga frá Bestabæ og yfir í skrúðgarðinn og á leiðinni voru nokkur sígild leikskólalög kyrjuð. Í skrúðgarðinum fóru börnin svo í leiki á meðan foreldrarnir nutu sólarinnar sem hafði náð að bræða burt þokuna sem lá yfir um morguninn.  Að endingu voru svo grillaðar pyslur sem runnu ljúflega ofan í viðstadda. Myndir frá vorgleðinni
11.06.2007
Tilkynningar
Halldór skólastjóri

Skólaslit Borgarhólsskóla

Skólaslit Borgarhólsskóla fóru fram í sal skólans föstudaginn 1. júní. Athafnir á yngsta og miðstigi voru kl. 10 og 11. Skólastjóri ávarpaði gesti, nemendur fluttu tónlist og enduðu með samverustund með kennara sínum.  Degi fyrr voru nemendur og forráðamenn yngsta og miðstigs kallaðir til einkaviðtals við umsjónarkennara og fengu námsmat vorannar í hendur.  
07.06.2007
Tilkynningar
Húsavíkurkirkja 100 ára

Húsavíkurkirkja 100 ára

Húsavíkurkirkja verður 100 ára 2. júní en hún var  vígð 2. júní 1907. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði kirkjuna sem er krosskirkja, byggð úr norskum við. Rögnvaldur var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingarlist og raunar fyrsti nútíma húsameistarinn sem Íslendingar eignuðust. Margir telja að Húsavíkurkirkja sé hans fegursta verk og lofi meistara sinn. Aðalhleðslumaður við grunn kirkjunnar var Jón Ármann Árnason steinsmiður, Fossi, Húsavík. Yfirsmiður var Páll Kristjánsson smiður og kaupmaður á Húsavík.
31.05.2007
Tilkynningar
Útskriftarnemar

Útskrift nemenda í Bjarnahúsi

Síðast liðinn föstudag útskrifuðust nemendur í leikskólanum Bjarnahúsi sem byrja eiga í fyrsta bekk næsta haust. Þetta eru síðustu nemendurnir sem útskrifast þaðan, en eins og kunnugt er verður leikskólinn lagður niður og nemendur flytjast í nýjan leikskóla við Iðavelli. Kátt var á hjalla og þegar formleg afhending á útskriftarskýrtenum og rósum var lokið var hitað upp í grillinu og Hjálmar Ingimarsson grillaði pylsur ofaní nemendur og gesti. Skoða myndir
29.05.2007
Tilkynningar
Vox feminae

Kvennakórinn Vox feminae á Akureyri, Dalvík og Húsavík

Laugardaginn 2. júní ættu tónlistarunnendur á Akureyri og nærsveitum að taka daginn snemma. Þann morgun munu raddir Kvennakórsins Vox feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og Kvennakórs Akureyrar undir stjórn Arnórs Brynjars Vilbergssonar hljóma víðsvegar um bæinn. Kvennakórinn Vox feminae kemur fljúgandi norður og hittir söngsystur sínar í Akureyrarkirkju kl. 11:15. Kirkjan verður öllum opin sem vilja hlýða á kórana sameina krafta sína og syngja saman nokkur þeirra verka sem eru á efnisskrá kóranna.
29.05.2007
Tilkynningar

Skólaslit Öxarfjarðarskóla

Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru á miðvikudag. Að venju flutti skólastjóri ávarp og voru 10. bekkingar kvaddir.  Eins voru kvaddir tveir kennarar sem nú hverfa til annarra starfa, þau Erla Dögg og Ingi Þór. Það er alltaf sama eftirsjá af öflugum og góðum nemendum og alltaf er sami söknuður í því að kveðja 10. bekkinga þegar þau halda á brott úr skólanum. En maður kemur í manns stað og er ekki til efa að núverandi 9. bekkingar verði öflugir 10. bekkingar á næsta skólaári. En það er alltaf ákveðin eftirsjá í því að sjá á eftir þessu unga og efnilega fólki úr héraðinu til framhaldsnáms. Skólastarf í vetur gekk mjög vel. Nemendur skólans eiga hrós skilið fyrir fyrirmyndar framkomu og hegðun hvar sem þau voru sem fulltrúar okkar. Á fimmtudag og föstudag verða 7. og 8. bekkur í skólaferðalagi. Stefnan er sett í Skagafjörð en á leiðinni mun verða farið í hvalaskoðun á Húsavík ef veður leyfir. Í Skagafirði verður meðal annars farið í klettaklifur og flúðasiglingu. Í byrjun júní halda síðan 9. og 10. bekkur út fyrir landssteinana í skólaferðalag til Danmerkur. Það er einungis í annað skiptið (að því að umsjónarmaður best veit) sem nemendur úr Lundi fara utan í skólaferðalag. Seinast var farið til Færeyja fyrir tæpum tuttugu árum, eða 1989. Nemendur hafa verið duglegir að vera með ýmsar fjáraflanir fyrir ferðinni og eins hafa fyrirtæki á svæðinu stutt við bakið á þeim til að ferðin verði að veruleika.
25.05.2007
Tilkynningar
Þyrla Landhelgisgæslunnar

Opnunarhátíð

Opnunarhátíð var haldin í flugstöðinni á Húsavíkurflugvelli laugardaginn 19. maí.  Flugstöðin hefur verið lokuð í nokkur ár eftir að flug lagðist þar niður. Það voru Norðurþing, Flugstoðir og Fjarðaflug sem buðu til hátíðinnar.  Boðið var upp á veitingar og Ína og hljómsveit spiluðu og sungu nokkur lög.  Landhelgisgæslan mætti á svæðið með þyrlu og sýndu ýmsar kúnstir, einnig var boðið upp á listflug ofl.    Það var gaman að sjá líf og fjör aftur í flugstöðinni  og á flugvellinum.  Skoða myndir
23.05.2007
Tilkynningar
Umhverfisátak Norðurþings og Heilbrigðiseftirlits 2007

Umhverfisátak Norðurþings og Heilbrigðiseftirlits 2007

Þátttakendum í hreinsunardegi laugardaginn 19. maí er þökkuð þátttakan.  Hreinsunarátak í Norðurþingi heldur áfram. Á næstu vikum mun sveitarfélagið verða með vörubíla á ferðinni við að fjarlægja garðaúrgang og annað rusl af lóðarmörkum.  Þeir sem vilja losna við stærri hluti utan/innan lóða á Húsavík/Reykjahverfi er bent á að setja sig í samband við verkstjóra þjónustustöðvar í síma 899 3418 sem mun leggja mat á hvort viðkomandi hlutur verður fjarlægður á kostnað sveitarfélagsins. Sérstaklega er ætlunin að hreinsa til á geymslusvæðum sunnan sláturhúss Norðlenska og í Tröllakoti.  Þeir sem eiga þar hluti eru beðnir um að merkja sér þá með skýrum hætti fyrir 31. maí n.k. þar sem fram kemur nafn eiganda og símanúmer og vera í sambandi við verkstjóra þjónustustöðvar varðandi áframhaldandi geymslu viðkomandi hlutar.  Gera má ráð fyrir að þeim hlutum sem ekki er gerð grein fyrir og standa utan lóða verði fargað.
23.05.2007
Tilkynningar
Hreinsað ofan við Grundargarð

Hreinsunardagur

Síðasta laugardag var árlegur hreinsunardagur á Húsavík.  Félagssamtökum var úthlutað svæðum og sáu félagar þess um að hreinsa sitt svæði.  Þrátt fyrir að verður hafi ekki verið með besta móti var ekki annað að sjá að mæting hafi verið góð.  Víða um bæinn mátti sjá fólk á göngu með ruslapoka að tína upp rusl stórt og smátt.  Þegar búið var að gera bæinn fínann var farið í portið við Borgarhólsskóla og gætt sér á grilluðum pylsum, safa og kaffi. 
23.05.2007
Tilkynningar