Fara í efni

Fréttir

Valgerður Sverrisdóttir

Álver við Húsavík ?

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði á málþingi á Húsavík í dag að vel hugsanlegt væri að álver rísi í Þingeyjarsýslu. Það álver myndi fá raforkuna frá jarðhitavirkjun og bygging slíks orkuvers hefði ekki áhrif á umhverfið þar um slóðir. Sagðist Valgerður vera þeirrar skoðunar, að um væri að ræða atvinnustarfsemi sem rúmist vel innan marka sjálfbærrar þróunar.
26.03.2007
Tilkynningar
Atriði úr Grease

Skólasamkoma Borgarhólsskóla 2007

Nemendur í 7. bekk Borgarhólsskóla eru að sýna söngleikinn Grease á Skólasamkomu Borgarhólsskóla 2007. Sýningar fara fram á sal skólans.  Þetta er frábær sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.  Næstu sýningar eru 21. og 22. mars kl. 20. Miðaverð er 1000 kr. fyrir fullorðna 500 fyrir nemendur skólans og frítt fyrir yngri. Allur ágóði af sýningunni fer í ferðasjóð 7. bekkjar.  Á skólasamkomunni eru einnig atriði frá öðrum nemendum skólans. Sjá nánar á vef Borgarhólsskóla
21.03.2007
Tilkynningar
Stóra upplestrarkeppnin 2007

Stóra upplestrarkeppnin 2007

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk verður haldin í Safnahúsinu Húsavík þriðjudaginn 27. mars n.k. og hefst kl. 14:00 Keppendur eru nemendur úr 7. bekk Borgarhólsskóla,  Hafralækjarskóla, Litlulaugaskóla og Grunnskóla Skútustaðahrepps. Á  milli upplestraratriða koma fram nemendur úr Tónlistarskólunum á svæðinu og flytja tónlist. Foreldrar og aðrir velunnar skólanna eru hvattir til að koma og hlýða á það sem nemendurnir hafa fram að færa.   Fh. Héraðsnefndar Sigurður Aðalgeirsson Fjölskylduþjónustu Þingeyinga
21.03.2007
Tilkynningar
Ungur Raufarhafnarbúi

Nýjar vefsíður

Unnið er í því að yfirfara og samræma í vefsíðum Norðurþings.  Nú eru komnar upp vefsíður fyrir Raufarhöfn og Kelduhverfi.  Vefsíðan um Raufarhöfn er á vefslóðinni: http://www.raufarhofn.is/ og Kelduhverfi á vefslóðinni http://www.kelduhverfi.is/.  Unnið er að uppsetningu á vefsíðu fyrir Öxarfjörð.  Hún verður á vefslóðinni: http://www.dettifoss.is/ og mun opna von bráðar. Þessar vefsíður verða með upplýsingum fyrir íbúa á svæðinu og ferðamenn.  Allir grunnskólarnir í Norðurþingi eru komnir með nýjar vefsíður, einnig Leikskólinn Bestibær og Félagsmiðstöðin Keldan.  Unnið er að vefsíðu fyrir Tónlistaskóla Húsavíkur og félags- og skólaþjónustuna.  Allar undirsíður Norðurþings eru tengdar við vefsíðu Norðurþings þannig að fréttir sem eru settar inn á þær birtast sjálfkrafa á í kassann "Fréttir úr Norðurþingi" 
15.03.2007
Tilkynningar
Nemendur í vinnuskóla

Kynning á Vinnuskóla sumarið 2007.

Samþykkt var á fundi fjölskyldu- og þjónustráðs Norðurþings eftirfarandi skipulag á Vinnuskóla sveitarfélagsins sem tekur gildi sumarið 2007.    
14.03.2007
Tilkynningar
Leikskólinn Bestibær

Nýr íþróttasalur

Föstudaginn 9.mars var nýr íþróttasalur tekin í notkun í nýbyggingu leikskólans Bestabæjar. Salurinn er 88 fermetrar að stærð og hægt er að skipta honum í tvö rými með rennihurð. Nú hefur verktakinn fengið gamla salinn afhentan til framkvæmda. Þar er nú búið að brjóta upp gólfið og hluta af gólfi í útidyragangi sunnan megin í húsinu. Af því tilefni verða börn og foreldrar að sýna þolinmæði og tillitsemi vegna ryks sem kann að hljótast af því. Seinni partinn í mars stendur til að flytja tvær deildir yfir í nýbygginguna og þá hefjast endurbætur á eldra húsnæðinu.
12.03.2007
Tilkynningar
Skólamáltíðir Borgarhólsskóla

Lækkun virðisaukaskatts

Á fundi Byggðarráðs 8. mars sl. var rætt um lækkun virðisaukaskatts og sérstaklega að hún skili sér í lægra verði á máltíðum til grunn- og leikskólabarna.  Framkvæmdastóra stjórnsýslu- og fjármalasviðs var falið að fylgjast með að umrædd lækkun skili sér til nemenda í grunn- og leikskólum sveitarfélagsins.
11.03.2007
Tilkynningar
Fréttabréf Norðurþings

Nýtt fréttabréf

Komið er út fréttabréf Norðurþings fyrir febrúar og er þetta er fyrsta fréttabréf Norðurþings.  Meðal efnis er ávarp Bergs sveitarstjóra sem hann nefnir "Nýir tímar í nýju sveitarfélagi".  Einnig er viðtal við Guðbjart fjármálastjóra og Elísubetu dreifbýlisfulltrúa.  Í fréttabréfinu er listi yfir alla sem eru í stjórnum, nefndum og ráðum fyrir Norðurþing ofl.  Fréttabréfinu var dreift í öll hús í sveitarfélaginu.  Einnig er hægt að nálgast það hér á heimasíðunni í pdf formi. Skoða fréttabréf
22.02.2007
Tilkynningar

Auglýsing um skipulag á Kópaskeri.

  Auglýsing um skipulag á Kópaskeri. Breyting á aðalskipulagi 1990-2010. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar 2007 að auglýsa tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Kópaskers 1990-2010.  Skipulagstillagan er auglýst með vísan til 2. mgr. 21. gr skipulags og byggingalaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
22.02.2007
Tilkynningar

Styrkir til barna- og unglingastarfs í Norðurþingi 2007

Fjölskyldu- og þjónusturáð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfs í þágu barna og ungmenna. Félög og / eða samtök sem hafa barna- og unglingastarf á stefnuskrá sinni geta sótt um styrk    
20.02.2007
Tilkynningar

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings

Fjölskyldu- og þjónusturáð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings. Sjá nánar
20.02.2007
Tilkynningar

Styrkir til lista- og menningarmála

Fjölskyldu- og þjónusturáð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs og reglum um úthlutun úr sjóðnum.
20.02.2007
Tilkynningar