Fara í efni

Fréttir

Ólafía og Sara í Svíþjóð

Ferðastyrkur til ungmenna í Norðurþingi.

Sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, frú Madeleine Ströje Wilkens afhenti í gær í annað sinn ferðastyrk til handa ungmennum í Norðurþingi. Ferðastyrkurinn er ætlaður til að standa straum af ferðakostnaði ungmenna úr Norðurþingi til Svíþjóðar, styrkupphæðin miðast við að eitt eða tvö ungmenni geti ferðast saman. Fyrir fyrsta ferðastyrkinn sem afhentur var í desember á síðasta ári ferðuðust Ólafía Helga Jónasdóttir og Sara Stefánsdóttir til vinabæjar Húsavíkur, Karlskoga og dvöldu þar í góðu yfirlæti í boði Karlskoga Kommun nokkra daga um mánaðarmótin maí - júní á þessu ári.
26.07.2007
Tilkynningar
Gunnar Björnsson, sóknarformaður, Séra Jón Ármann og Kristján með bókina.

Skinnastaðakirkja

Í gær sunnudaginn 22. júlí afhenti Kristján Benediktsson á Þverá, Skinnastaðarkirkju ljósprentaða bók sem ber nafnið Hákonarstaðarbók. Hún er afrituð upp úr galdrabók Einars Nikulásasonar galdrameistara á Sinnastað árið 1845-46 af Pétri yngra Péturssyni á Hákonarstöðum á Jökuldal.    
23.07.2007
Tilkynningar
Spurningakeppni sveitarfélaga

Spurningakeppni sveitarfélaga

Leitað er til íbúa með tilnefningu í 3ja manna keppnissveit  sem mun fara fyrir hönd Norðurþings í spurningarkeppni sveitarfélaganna sem byrjar í haust. Viðkomandi aðilar þurfa að vera skemmtilegir og/eða  gáfaðir, en tilgangur keppninnar er að skemmta landsmönnum og að sjálfsögðu að sýna hvaða sveitarfélag ber af í þekkingu. Ef þið hafið einhvern í huga þá vinsamlega komið nafni eða nöfnum á framfæri með því að senda tölvupóst á husavik@husavik.is Það er ekki nauðsynlegt að viðkomandi aðilar búi í sveitarfélaginu.   
12.07.2007
Tilkynningar
Völsungsstrákar ásamt þjálfara og Sveitarstjóra

Sigurlið Völsunga

Glaðir Völsungar með verðlaunabikara eftir heimkomu af frábæru N1 móti á Akureyri.  Sveitarstjóri, Bergur Elías Ágústsson mætti á æfingu hjá strákunum til að líta á viðurkenningarnar og samgleðjast hópnum.  Greinilegt er að efniviðurinn er mikill á Húsavík þannig að stóru strákarnir í meistaraflokki Völsungs þurfa að halda sér vel við efnið ef þeir eiga ekki að missa sætið sitt í liðinu í náinni framtíð.  
09.07.2007
Tilkynningar
Orkuveita Húsavíkur

Orkureikningar á netinu

Nú hefur Orkuveita Húsavíkur hafið rafræna birtingu orkureikninga á netinu.  Viðskiptavinir OH geta því hér eftir séð orkureikninga í heimabanka sínum.  Útgefnir reikningar á árinu 2007 eru nú þegar birtir og hér eftir mun útgefinn reikningur birtast fyrir miðjan útgáfumánuð.  Ekki er tenging á milli reiknings og greiðsluseðils, enda einungis um birtingu reiknings að ræða. 
07.07.2007
Tilkynningar
Krakkarnir á Krílakoti

Krakkarnir á Krílakoti á Kópaskeri

Krakkar á Leikskólanum Krílakoti á Kópaskeri fara einu sinni í mánuði á Bókasafn Öxarfjarðar. Í júlí var ákveðið að fara saman og fræðast um fuglalífið við Kotatjörnina. Á eftir var nesti drukkuð í góðu skjóli á tjaldsvæðinu á Kópaskeri.    
04.07.2007
Tilkynningar
Frá Raufarhöfn

Auglýsing frá Fiskistofu

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2006/2007 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðalög: Grundarfjarðarbær                   Fjarðabyggð Strandabyggð                         Norðurþing Grímseyjarhreppur                  Seyðisfjörður Vopnafjarðarhreppur
27.06.2007
Tilkynningar
Nýr vefstjóri

Nýr vefstjóri

  Nýr vefstjóri hefur tekið við vefsíðum Norðurþings af Óskari Birgissyni.  Óskar hefur unnið að því að koma upp nýjum vefsíðum fyrir Norðurþing og stofnanir þess.  Nýi vefstjórinn heitir Daníel Borgþórsson og er Tölvu- og upplýsingatæknifræðingur frá HR.  Óskari eru þökkuð vel unnin störf um leið og við bjóðum Daníel velkominn til starfa.  Þeir sem þurfa að koma áleiðis ábendingum eða koma efni á vefsíður Norðurþings er bent á að hafa samband við Daníel á netfangið danielb@nordurthing.is
22.06.2007
Tilkynningar
Kynning á skipulagsmálum miðbæjar- og hafnarsvæðis

Kynning á skipulagsmálum miðbæjar- og hafnarsvæðis

  Stöndum vörð um iðandi mannlíf og vandað umhverfi í miðbæ og á hafnarsvæði Á opnum sveitarstjórnarfundi þann 19. júní sl. kynntu ráðgjafar Alta greiningu sína á skipulagsmálum miðbæjar- og hafnarsvæðis Húsavíkur. Greiningarvinnan var fyrsta skrefið í skipulagsvinnu fyrir þessi svæði og byggir á samráðsfundum með hagsmunaaðilum og opnum íbúafundi, nú á vordögum.
22.06.2007
Tilkynningar

"Allt hefur áhrif, einkum við sjálf"

Á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 19. júní sl. var samþykkt stefnumótun Norðurþings vegna þátttöku í samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar sem nefnist "Allt hefur áhrif, einkum við sjálf".
22.06.2007
Tilkynningar
Upplýsingamiðstöðin á Húsavík

Upplýsingamiðstöðin

 Upplýsingamiðstöðin á Húsavík hefur flutt sig um set frá Garðarsbraut 5 í  Garðarsbraut 7.  Opið er vika daga frá 9-18 og um helgar frá 10-17.  Í upplýsingamiðstöðinni er að finna mikið af upplýsinga- og kynningaritum um Ísland.  Einnig er hægt að fá ýmsar upplýsingar og fá sér kaffibolla.  Aðrar upplýsingamiðstöðvar í Norðurþingi eru í Gljúfrastofu í Ásbyrgi og á Hótel Norðurljós á Raufarhöfn.  Nánari upplýsingar
21.06.2007
Tilkynningar
Vorgleði leikskólans Bestabæjar

Vorgleði leikskólans Bestabæjar

Laugardaginn 9. júní stóð foreldrafélag leikskólans Bestabæjar fyrir árlegri vorgleði.  Fór gleðin fram í blíðskaparveðri og hófst á því að boðið var upp á andlitsmálun og blöðrum útdeilt.  Síðan var skrúðganga frá Bestabæ og yfir í skrúðgarðinn og á leiðinni voru nokkur sígild leikskólalög kyrjuð. Í skrúðgarðinum fóru börnin svo í leiki á meðan foreldrarnir nutu sólarinnar sem hafði náð að bræða burt þokuna sem lá yfir um morguninn.  Að endingu voru svo grillaðar pyslur sem runnu ljúflega ofan í viðstadda. Myndir frá vorgleðinni
11.06.2007
Tilkynningar