Ferðastyrkur til ungmenna í Norðurþingi.
Sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, frú Madeleine Ströje Wilkens afhenti í gær í annað sinn
ferðastyrk til handa ungmennum í Norðurþingi. Ferðastyrkurinn er ætlaður til að standa straum af ferðakostnaði ungmenna úr Norðurþingi
til Svíþjóðar, styrkupphæðin miðast við að eitt eða tvö ungmenni geti ferðast saman. Fyrir fyrsta ferðastyrkinn sem afhentur var
í desember á síðasta ári ferðuðust Ólafía Helga Jónasdóttir og Sara Stefánsdóttir til vinabæjar
Húsavíkur, Karlskoga og dvöldu þar í góðu yfirlæti í boði Karlskoga Kommun nokkra daga um mánaðarmótin maí -
júní á þessu ári.
26.07.2007
Tilkynningar