Fara í efni

Fréttir

Byggðarráð Norðurþings

Á fundi byggðarráðs Norðurþings í gær, 2. nóvember, óskaði Tryggvi Jóhannsson eftir að rætt yrði um  hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustu og var niðurstaða umræðnanna eftirfarandi:
03.11.2006
Tilkynningar
Vegagerð í Núpasveit

Vegagerð í Núpasveit

Vegagerðin í Núpasveit gengur rólega og er nú orðin tveimur mánuðum á eftir upphaflegri áætlun og sér ekki fyrir endann á framkvæmdum ennþá. Ástæður eru víst nokkrar bæði hjá Vegagerðinni og verktaka.   Má merkilegt heita að ekki skuli vera hægt að klára þetta stuttan vegarkafla á heilu sumri. Frétt af www.dettifoss.is
02.11.2006
Tilkynningar

Veftorgin opnuð fyrir íbúa Norðurþings

Nú geta allir íbúar 18 ára og eldri, fengið sína eigin rafrænu þjónustugátt hjá sínu sveitarfélagi, Norðurþingi, Aðaldælahreppi eða Þingeyjarsveit. Hluti af torgunum krefst ekki innskráningar þannig að hinir geta vafrað um líka og skoðað hvað þar er í boði.   Skjálfandatorg veitir aðgang að rafrænum þjónustugáttum sem gera íbúum í byggðarlaginu kleift að sinna erindum sínum og sækja þjónustu til samstarfsaðilanna, sem standa að átaksverkefninu Virkjum alla – rafrænt samfélag.  
27.10.2006
Tilkynningar
Nemendur í Borgarhólsskóla búnir að búa til virki.

Veturinn komin?

Nokkur snjókoma hefur verið síðustu daga í Norðurþingi. Víða er hált eða hálkublettir á milli þéttbýlisstaðanna. Hægt er að skoða hitatölur, færð og veðurspá í veðurboxinu á hér á síðunni. Spáð er hlýnandi veðri næstu daga. Nemendur í Borgarhólsskóla tóku snjónum fagnandi og var mikið fjör í frímínútunum. Búnar voru til allskonar fígúrur úr snjónum eins og snjókarlar og kerlingar. Einnig flugu snjóboltar um lofið og búin voru til virki eins og sjá má á myndinni.
26.10.2006
Tilkynningar
Bjart er yfir Raufarhöfn 2006

Bjart er yfir Raufarhöfn 2006

Menningarvika 22. til 28. október Bjart er yfir Raufarhöfn 2006   Dagskrá í félagsheimilinu Hnitbjörgum   22. okt. kl. 15:00 Messa í Raufarhafnarkirkju, Séra Jón Ármann Gíslason messar. kl. 16:00  Kaffihlaðborð í Félagsheimilinu, Kvenfélagið Freyja. Menningarhátíð sett.
13.10.2006
Tilkynningar
Linda, Dagný, Magnús og Ingólfur

Setrið

 Setrið er í senn athvarf og iðja fyrir einstaklinga með geðraskanir og þá sem vilja starfa markvisst að geðrækt.   Setrið er til húsa við Héðinsbraut 6 á Húsavík (á planinu hjá Shell) og verður opið frá kl. 11:00-16:00 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Hægt verður að kaupa léttan hádegisverð s.s. súpu og brauð á kostnaðarverði.
13.10.2006
Tilkynningar
Húsavík

Styrkir

Á fundi Fjölskyldu- og þjónusturáð 11. október var samþykkti að veita styrki úr lista- og menningarsjóði til eftirfarandi aðliða. Hrynjandi fékk styrk að upphæð 100.000 til að efla starfsemi lúðrasveitarinnar í nýju sveitarfélagi.  Leikfélagi Húsavíkur fékk styrk að upphæð 50.000 vegna námskeiða. KFUM og KFUK Húsavík, fékk styrk að upphæð 75.000 vegna uppsetningar á aðventu- og jólaleikþætti. Að auki var samþykkt að kaupa þrenna skólatónleika af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á yfirstandandi skólaári og standa straum af kostnaði vegna aksturs skólabarna frá Raufarhöfn á tónleikana
12.10.2006
Tilkynningar

Ný leiktæki

Ný leiktæki hafa verið sett upp við Grunnskólann á Raufarhöfn. Þetta eru samskonar leiktæki og hafa verið sett upp fyrir nemendur á yngsta stigi við Borgarhólsskóla. Nemendur skólans hafa tekið þessum nýju leiktækjum vel. Á nýjum vef skólans má sjá myndir af nemendum í leik og starfi á skólalóðinni. Þessi vefur er í vinnslu og er einn af nýjum vefum stofnanna sveitarfélagsins.  Skoða myndir
04.10.2006
Tilkynningar
Nemendur að leik við Borgarhólsskóla

Okkur vantar meiri fjölbreytni

Á fundi skólanefndar 2. október var lögð svo hljóðandi áskorun nemenda á miðstigi Borgarhólsskóla: “Við, nemendur á miðstigi Borgarhólsskóla skorum á bæjarstjórn og alla þá sem einhverju ráða um skólann okkar að setja upp leiktæki vestan við skólann sem ætluð eru fyrir miðstig. Núna er ekkert að gera úti í frímínútum nema að vera í fótbolta.         Okkur vantar meiri fjölbreytni.” Undir áskorunina rita 47 nemendur á miðstigi skólans skólaárið 2005 – 2006.           Skólanefnd vísar áskoruninni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Skólanefnd leggur áherslu á að samráð verði haft við nemendur þegar kemur að hönnun á vesturhluta skólalóðar. Framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs falið að gera nemendum miðstigs grein fyrir afgreiðslu skólanefndar.
04.10.2006
Tilkynningar

Forvarnardagur í grunnskólum - munið útivistartíma barna

Að frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, hefur verið blásið til forvarnardags í grunnskólum landsins (sjá http://forvarnardagur.is). Þetta átak er m.a. unnið í samvinnu við íþrótta- og æskulýssamtök. þessi málaflokkur er því sérstaklega á dagskrá í mörgum grunnskólum í dag.
28.09.2006
Tilkynningar

Ráðning dreifbýlisfulltrúa

Á fundi byggðarráðs 21. september síðastliðinn var samþykkt að ganga til samninga við Elísabetu Gunnarsdóttur um starf Dreifbýlisfulltrúa. Elísabet er fædd árið 1979 og er með BS próf í viðskiptafræðum frá Háskóla Reykjavíkur. Elísabet er búsett að Daðastöðum í Öxarfirði.
22.09.2006
Tilkynningar
Raufarhöfn

Heimskautsgerðið á Raufarhöfn

Á jafndægrum, 23. september nk. mun grjóthleðsla hefjast við Heimskautsgerðið. Af því tilefni verður athöfn í Félagsheimilinu Hnitbjörgum sem hefst kl. 14.00.
20.09.2006
Tilkynningar