Fara í efni

Fréttir

Prestar á leið í Húsavíkurkirkju

Prestastefna á Húsavík

Prestastefna var sett á Húsavík í gær 24. apríl. Biskupar, prestar og djáknar gengu skrúðbúnir frá Fosshótelinu á Húsavík að Húsavíkurkirkju í blíðskapar veðri.  Athöfn fór fram í Húsavíkurkirkju þar sem sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikaði.  Eftir athöfn í Húsavíkurkirkju var farið í Sjóminjasafnið þar sem sveitastjórn Norðurþings tók á móti þeim. Skoða myndir
25.04.2007
Tilkynningar
Sorpmóttökustöð að Víðimóum

Eldur laus í Sorpmóttökustöð á Húsavík

Í gærkvöldi varð eldur laus í sorpmóttökustöð við Víðimóa á Húsavík. Ekki var mikill eldur en nokkuð tjón varð á rafbúnaði og lögnum. Slökkvistarf tók um 20 mínútur og var því lokið um klukkan 10:30. Búast má við rekstrarstöðvun um óákveðin tíma og er ekki tekið við úrgangi frá almenningi að sinni.
25.04.2007
Tilkynningar
FSH 20 ára og í takt við tíðarandann?

FSH 20 ára og í takt við tíðarandann?

Hollvinasamtök FSH boðuðu til málþings í tilefni af  20 ára afmæli Framhaldsskólans á Húsavík . Málþingið fór fram í skólanum laugardaginn 21. apríl. Yfirskriftin er: FSH 20 ára og í takt við tíðarandann? Flutt voru 4-5 stutt erindi sem öll snérust á einhvern hátt um FSH og pallborðsumræður voru á eftir. Ýmsir tóku til máls eins og Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings og Soffía Helgadóttir fulltrúi útskrifaðra nemenda skólans. Fundarstjóri var  Guðmundur B. Þorkelsson skólameistari
23.04.2007
Tilkynningar
Húsavíkurmótið 2007

220 krakkar á handboltamóti

Handboltamót var haldið í Íþróttahöllinni á Húsavík dagana 19. - 21. apríl.  Þetta mót var fyrir krakka í 5. flokki stúlkna og drengja. Mótið ber heitið Húsavíkurmótið og var það 17. skipti sem það er haldið.  220 krakkar í 27 liðum frá 9 félögum léku 71 handboltaleik frá kl:11 á sumardaginn fyrsta til rúmlega tvö á laugardag.  
23.04.2007
Tilkynningar
Stefán Jón Sigurgeirsson

Frábær árangur

Skíðamaðurinn Stefán Jón Sigurgeirsson frá Húsavík keppti á Skíðalandsmóti 2007 sem haldið var í Hlíðarfjalli daganna 13-15 apríl. Hann stóð sig frábærlega og var í nokkrum verðlaunasætum og var meðal annars íslandsmeistari í alpatvíkeppni 17 - 19 ára. Frábær árangur það.  
18.04.2007
Tilkynningar
Skálamelur

Gönguskíðabraut á Reykjaheiði

Verið er að troða gönguskíðabraut á Reykjaheiði og verður hún tilbúin á morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 11.    
18.04.2007
Tilkynningar
Húsavík

Fréttatilkynning frá Alcoa og Norðurþingi, 17. apríl 2007.

Ákveðið að halda áfram hagkvæmniathugun vegna álvers á Bakka. Aðilar að viljayfirlýsingu vegna hugsanlegs álvers á Bakka við Húsavík, þ.e. Alcoa, Norðurþing og Iðnaðarráðuneytið, hafa ákveðið að halda áfram hagkvæmniathugun og hefja vinnu við þriðja áfanga í samstarfi við Landsvirkjun og Landsnet. Sú framtíðarsýn að byggja álver sem nýtir endurnýjanlega orku frá jarðvarma og þar með góðan vinnustað með öruggum störfum til lengri tíma á Norðurlandi, hvetur aðila til að kanna til fulls þá möguleika sem þetta einstaka tækifæri býður upp á. Nánari upplýsingar veitir Bergur Elías Ágústsson 464-6100
17.04.2007
Tilkynningar
Jökulsárgljúfur

Gljúfrastofa - opið hús

Föstudag og laugardag 20-21. apríl verður opið hús í Gljúfrastofu, gestastofu og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum, frá kl. 13-17. Þar gefst fólki kostur á að skoða húsið og sýninguna sem verður í gestastofunni. Gljúfrastofa verður síðan opin almenningi frá 1. maí - 30. september.  
17.04.2007
Tilkynningar
Kópasker

Íbúafundir í Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings boðar íbúafundi á eftirtöldum stöðum: 23. apríl. Hnitbjörg á Raufarhöfn kl. 17 - 19 23. apríl. Íþróttahúsið á Kópaskeri kl. 20 - 22 24. apríl. Skúlagarður í Kelduhverfi kl. 20 - 22 25. apríl. Heiðarbær í Reykjahverfi kl. 20 - 22 Íbúar eru hvattir til að nýta tækifærið og fjölmenna á fundina Norðurþing  
16.04.2007
Tilkynningar
Húsavíkurflugvöllur

Húsavíkurflugvöllur

Byggðarráð Norðurþings fjallaði um málefni flugvallarins í Aðaldal og var eftirfarandi bókað á fundi í gær, 12. apríl, "Fyrir liggja drög að samkomulagi við Fjarðarflug ehf. um að taka að sér rekstur flugstöðvarinnar á Húsavíkurflugvelli og hefja flug til Húsavíkur. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið."
13.04.2007
Tilkynningar
Laus störf hjá Norðurþingi

Laus störf hjá Norðurþingi

Skólastjóra og kennara vantar að Grunnskóla Raufarhafnar. Við leitum að áhugasömu, bjartsýnu og jákvæðu réttindafólki. Skólastjóri þarf að búa yfir stjórnunarhæfileikum og lipurð í mannlegum samskiptum og hafa reynslu af kennslu og störfum með börnum og unglingum.  
12.04.2007
Tilkynningar
Hafnarsvæðið á Húsavík

Borinn Jötunn

Borinn Jötunn er kominn til Húsavíkur. Jötunn hefur verið við boranir á Azoreyjum og er nokkur fjöldi Húsvíkinga í áhöfn borsins. Borinn fer nú í það verkefni að bora 4 rannsóknarholur á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum, vegna álvers við Bakka. Eftir boranir sumarsins er reiknað með að búið verði að afla um 40% af þeirri gufu sem þarf vegna fyrri áfanga álvers við Bakka, en áætluð gangsetning þess er á miðju ári 2012.
12.04.2007
Tilkynningar