Fara í efni

Fréttir

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar

Fyrsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings var haldinn 13. júní 2006 kl. 16.00. Sveitarstjórn ákvað skipan í nefndir og ráð ásamt því að fjalla um nýjar samþykktir um stjórn og fundarsköp nýs sveitarfélags.
13.06.2006
Tilkynningar

Næsti bæjarstjórnarfundur

Síðasti fundur bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar verður haldinn þriðjudaginn 6. júní  kl. 16.00 í Miðhvammi, sal Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík.Dagskrá fundarins verður birt eftir hádegi föstudaginn 2. júní. 
30.05.2006
Tilkynningar

Viðskiptavinir athugið.

 Frá og með 1. júní hefur þjónustutíma stjórnsýsluhúss verið breytt þannig að opið er frá kl. 8.30 til 16.00. Athygli viðskiptavina er vakin á því að ekki er lengur tekið við peningum í afgreiðslu, heldur einungis debetkortum. Húsavíkurbær Framkv.stjóri Fjármála- og stjórnsýslusviðs Hulda Ragnheiður Árnadóttir
30.05.2006
Tilkynningar

Aðalskipulag Húsavíkurbæjar 2005-2025

Tillaga að nýju aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 hefur verið auglýst til kynningar. Kynning skipulagstillögunnar stendur í 4 vikur miðað við mánudaginn 22. maí. Að auki eru 2 vikur fyrir íbúa Húsavíkurbæjar og annarra er telja sig hagsmuna hafa að gæta til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemd rennur því út 2. júlí nk.
24.05.2006
Tilkynningar

Bilun í símkerfi bæjarins

Vegna bilunar í símkerfi stofnanna Húsavíkurbæjar er erfitt að ná sambandi við þær. Unnið er að viðgerð og vonandi kemst kerfið í lag síðar í dag.
18.05.2006
Tilkynningar

Barnavernd Þingeyinga vekur athygli á eftirfarandi:

Leyfi vegna sumardvalar á einkaheimilum: Þeir sem óska eftir að taka  barn í sumardvöl skulu sækja um leyfi til barnaverndar í sínu heimilisumdæmi.  Með sumardvöl er átt við dvöl á einkaheimili í allt að þrjá mánuði yfir sumartímann.  Sumardvöl er að jafnaði ekki ætluð börnum yngri en 6 ára.  Í umsókninni skal koma fram: Nafn/nöfn umsækjenda og kennitala Heimilisfang umsækjanda Nöfn annarra heimilismanna Upplýsingar um aðra starfsemi á heimili svo sem gistiþjónsutu eða atvinnurekstur Upplýsignar um önnur leyfi eða verkefni fyrir barnaverndarnefndir Aldur og fjöldi barna sem óskað er eftir að taka til dvalar Tímabil sem óskað er að börnin dvelji á heimilinu  
17.05.2006
Tilkynningar

Sundnámskeið í Sundlaug Húsavíkur.

Sundnámskeið fyrir börn sem fædd eru árin 1999, 2000, 2001 og 2002 verður haldið virku dagana frá 06. júní til og með 16. júní. Starfsfólk beggja leikskólanna fylgir þeirra börnum sem fædd eru 2000 og 2001 og eru í leikskóla fyrir hádegi. Börn sem eru fædd árið 2002 eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Upplýsingar og skráning er í Sundlauginni í síma 464-6190 sem skal vera lokið fyrir 31. maí 2006.  Þátttökugjald er 3000 kr. fyrir hvert barn. Ef fleiri en eitt barn úr fjölskyldu er gjaldið 2500 kr.                                      Deildarstjóri Sundlaugar.
16.05.2006
Tilkynningar

Sumarskóli Keldunnar sumarið 2006.

15.05.2006
Tilkynningar

Laust starf til umsóknar

Ertu leikskólakennari tilbúin að takast á við krefjandi starf og uppbyggingu?   Húsavíkurbær auglýsir eftir leikskólastjóra að nýjum leikskóla.  Leikskólastjóri þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2006 og mun stýra leikskólanum Bestabæ jafnframt því að stýra breytingarferli og mótun starfs nýs leikskóla sem tekur til starfa undir hans stjórn 1. ágúst 2007.
12.05.2006
Tilkynningar

Listahátíð barna 2006

Listahátíð yngri barna á Húsavík var haldin í þriðja sinn um helgina og var mikið um dýrðir. Listamenn á aldrinum 5 til 10 ára sýndu afrakstur vetrarstarfsins. Vegleg dagskrá var í boði allan laugardaginn og sýning á hugverkum barnana í bókasafninu. Myndlistasýning í sýningarsal Safnahússins var opin laugardag og sunnudag. Mikið fjölmenni sótti sannkallaða skrautsýningu í íþróttahöllinni og tónleikar 3. og 4. bekkjar í Safnahúsinu síðdegis voru vel sóttir.
10.05.2006
Tilkynningar

Hjólað í vinnuna

Starfsmenn á bæjarskrifstofunum hjá Húsavíkurbæ skráðu sig að sjálfsögðu til þátttöku í átakinu "hjólað í vinnuna". Átakið er á vegum Íþrótta og ólimpíusambands Íslands og er liður í verkefninu Ísland á iði. Á myndinni má sjá þátttakendur og virðast þeir hæst ánægðir enda fengu þeir senda fulla bakka af grænmeti og ávöxum til að fylla á orkubirgðirnar.
05.05.2006
Tilkynningar