Fara í efni

Fréttir

Merki Völsungs

Völsungur 80 ára

Íþróttafélagið Völsungur er 80 ára í dag félagið var stofnað 12. apríl 1927. Stofnendur voru 23 drengir,  flestir á fermingaraldri og nokkrir þeirra lítið eitt yngri. Í upphafi kölluðu drengirnir félagið sitt Víking. Brátt komu fram tillögur um tvö nöfn á félagið, var annað Völsungur og hitt Hemingur. Bæði voru nöfnin sótt til forna sagna, norrænna. Nafnið Völsungur varð ofaná við atkvæðagreiðslu á fundi og síðan hefur öllum Völsungum þótt vænt um nafn félags síns.  Formaður Völsungs í dag er Linda Baldursdóttir.  Norðurþing óskar Völsungi til hamingju með afmælið
12.04.2007
Tilkynningar
Öxarfjarðarskóli

Laus störf hjá Norðurþingi

Öxarfjarðarskóli Grunnskólakennarar, Við leitum eftir vel menntuðum kennurum sem vilja taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans.    
12.04.2007
Tilkynningar
Árshátíð Öxarfjarðarskóla

Mikið að gerast hjá Grunnskólunum

Mikið hefur verið að gerast í grunnskólum í Norðurþingi í mars.   Árshátíðir fóru fram í  Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og skólasamkoma var í Borgarhólsskóla.  Einnig fór fram úrslit í stóru upplestrarkeppninni ofl.  Grunnskólarnir eru allir komnir með nýjar vefsíður.  Á vefsíðunum skólanna er hægt er að fylgjast með því gróskumikla starfi sem fer þar fram.  Einnig er mikið af myndum úr skólastarfinu.  
08.04.2007
Tilkynningar
Öxarfjörður

Ferðaþjónusta að Lundi í Öxarfirði, spennandi tækifæri í rekstri

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir til leigu aðstöðu fyrir ferðaþjónustu að Lundi í Öxarfirði í N-Þingeyjarsýslu. Í Lundi er mötuneyti og heimavist sem hefur um árabil verið leigt út til ferðaþjónustu frá vori og fram á haust. Á staðnum er sundlaug og íþróttahús. Þegar liggur fyrir nokkuð af bókunum vegna komandi sumars.  
04.04.2007
Tilkynningar
Viltu vinna með börnum?

Viltu vinna með börnum?

Norðurþing auglýsir eftir lífsglöðum einstaklingum til að halda frístundanámskeið fyrir börn sumarið 2007 Veittir verða styrkir til námskeiðshaldara og tekið mið af umfangi námskeiða við ákvörðun styrkupphæðar. Auk beinna fjárstyrkja mun sveitarfélagið veita afnot af íþróttamannvirkjum án endurgjalds.Í umsókn þarf að koma fram:
03.04.2007
Tilkynningar
Hvað á leikskólinn að heita?

Hvað á leikskólinn að heita?

Á heimasíðu leikskólans Bestabæjar er í gangi skoðanakönnun um nafn á nýjan leikskóla. Nú eru unnið að stækkun Bestabæjar og verður nýr og stærri leikskóli opnaður þar í haust ásamt því sem starfsemi leikskólans í Bjarnarhúsi verður hætt. Af því tilefni hefur verið ákveðið að finna nýtt nafn á leikskólann.
31.03.2007
Tilkynningar
Guðsteinn og Tryggvi takast í hendur

Samvinnusýning

Fyrsti formlegi fundur félgsins  “Samvinnusýningin á Húsavík” var haldinn í Safnahúsinu á Húsavík 28. mars.   Guðsteinn Einarsson formaður stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga og Tryggvi Finnsson stjórnarformaður KÞ undirrituðu stofnsamþykktir félagsins.  
29.03.2007
Tilkynningar
Bakki til vinstri og Kveldblik/Árblik til hægri

Kveikt í húsum á Raufarhöfn

Slökkvilið Raufarhafnar æfði sig í slökkvistörfum með því að kveikja í tveimur íbúðarhúsum sem staðið hafa auð um skeið og voru orðin óíbúðarhæf. Húsin eru annars vegar Árblik og Kveldblik og hins vegar Bakki. Árblik var byggt 1930 en Kveldblik sem var áfast Árbliki var byggt 1945. Bakki var byggður 1930 en viðbyggingar við húsið gerðar síðar. Húsin voru í eigu Norðurþings. Í slökkviliði Raufarhafnar eru nú 7 virkir slökkviliðsmenn og var þetta kærkomin æfing fyrir þá þar sem ekki hefur verið útkall síðan í ágúst 2005 . Slökkviliðsstjóri er Óskar Óskarsson.  
29.03.2007
Tilkynningar
Valgerður Sverrisdóttir

Álver við Húsavík ?

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði á málþingi á Húsavík í dag að vel hugsanlegt væri að álver rísi í Þingeyjarsýslu. Það álver myndi fá raforkuna frá jarðhitavirkjun og bygging slíks orkuvers hefði ekki áhrif á umhverfið þar um slóðir. Sagðist Valgerður vera þeirrar skoðunar, að um væri að ræða atvinnustarfsemi sem rúmist vel innan marka sjálfbærrar þróunar.
26.03.2007
Tilkynningar
Atriði úr Grease

Skólasamkoma Borgarhólsskóla 2007

Nemendur í 7. bekk Borgarhólsskóla eru að sýna söngleikinn Grease á Skólasamkomu Borgarhólsskóla 2007. Sýningar fara fram á sal skólans.  Þetta er frábær sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.  Næstu sýningar eru 21. og 22. mars kl. 20. Miðaverð er 1000 kr. fyrir fullorðna 500 fyrir nemendur skólans og frítt fyrir yngri. Allur ágóði af sýningunni fer í ferðasjóð 7. bekkjar.  Á skólasamkomunni eru einnig atriði frá öðrum nemendum skólans. Sjá nánar á vef Borgarhólsskóla
21.03.2007
Tilkynningar
Stóra upplestrarkeppnin 2007

Stóra upplestrarkeppnin 2007

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk verður haldin í Safnahúsinu Húsavík þriðjudaginn 27. mars n.k. og hefst kl. 14:00 Keppendur eru nemendur úr 7. bekk Borgarhólsskóla,  Hafralækjarskóla, Litlulaugaskóla og Grunnskóla Skútustaðahrepps. Á  milli upplestraratriða koma fram nemendur úr Tónlistarskólunum á svæðinu og flytja tónlist. Foreldrar og aðrir velunnar skólanna eru hvattir til að koma og hlýða á það sem nemendurnir hafa fram að færa.   Fh. Héraðsnefndar Sigurður Aðalgeirsson Fjölskylduþjónustu Þingeyinga
21.03.2007
Tilkynningar
Ungur Raufarhafnarbúi

Nýjar vefsíður

Unnið er í því að yfirfara og samræma í vefsíðum Norðurþings.  Nú eru komnar upp vefsíður fyrir Raufarhöfn og Kelduhverfi.  Vefsíðan um Raufarhöfn er á vefslóðinni: http://www.raufarhofn.is/ og Kelduhverfi á vefslóðinni http://www.kelduhverfi.is/.  Unnið er að uppsetningu á vefsíðu fyrir Öxarfjörð.  Hún verður á vefslóðinni: http://www.dettifoss.is/ og mun opna von bráðar. Þessar vefsíður verða með upplýsingum fyrir íbúa á svæðinu og ferðamenn.  Allir grunnskólarnir í Norðurþingi eru komnir með nýjar vefsíður, einnig Leikskólinn Bestibær og Félagsmiðstöðin Keldan.  Unnið er að vefsíðu fyrir Tónlistaskóla Húsavíkur og félags- og skólaþjónustuna.  Allar undirsíður Norðurþings eru tengdar við vefsíðu Norðurþings þannig að fréttir sem eru settar inn á þær birtast sjálfkrafa á í kassann "Fréttir úr Norðurþingi" 
15.03.2007
Tilkynningar