Fara í efni

Fréttir

Styrkir til lista- og menningarmála

Fjölskyldu- og þjónusturáð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs og reglum um úthlutun úr sjóðnum.   Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári, í mars og október. Skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs ásamt reglum um úthlutun úr sjóðnum má nálgast hér   Umsóknum vegna úthlutunar í október skal skila til framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs eigi síðar en 4. október 2006. Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð.   F.h. Fjölskyldu- og þjónusturáðs Norðurþings.   Erla Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs Norðurþings s. 464 6123, erla@husavik.is
11.09.2006
Tilkynningar

Nýtt miðbæjarskipulag

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við byggðaráð að hafin verði undirbúningur að hugmyndasamkeppni að skipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Húsavík. Hugmyndir nefndarinnar eru að skipulagssvæðið verði um það bil frá Búðará í suðri, Auðbrekku í norðri, Miðgarði í austri og hafnarsvæðinu í vestri.   Úr fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar
09.09.2006
Tilkynningar

Heimsókn frá Noregi

Starfsmenn frá Gardskole í Haugasundi koma í heimsókn í Borgarhólsskóla 6. september. Tekist hafa góð kynni milli þessara tveggja skóla. Gardskole er barnaskóli og eru um 50 manns í hópnum, kennarar, skólastjórnendur,  skólaliðar og foreldrar.    
06.09.2006
Tilkynningar

Grunnskóli Raufarhafnar

Grunnskóli Raufarhafnar verður settur mánudaginn 28. ágúst n.k. Alls verða 45 nemendur í skólanum skólaárið 2006-2007. Samkennsla verður veruleg. Sjö börn eru af erlendu bergi brotin. Fjórir nemendur eru pólskir, þrjú eru tvítyngd. Eitt á íslenska móður og spænskan föður. Annað á spænskumælandi föður og íslenska móður og það þriðja á íslenska móður og hollenskan föður. Níu kennarar verða starfandi við skólann auk húsvarðar og skólaliða.   Þessa daganna er verið að reisa leikvöll við skólann velbúinn vönduðum leiktækjum.  Þá stendur til að endurgera smíðastofu skólans og taka hana í notkun um næstu áramót.   Héðan úr kyrrðinni og fegurð birtunnar berast góðar kveðjur. H.G.K.
25.08.2006
Tilkynningar

Skólastarf að hefjast

Skólastarf grunnskóla sveitarfélagsins er að hefjast þessa dagana. Borgarhólsskóli var settur miðvikudaginn 23. ágúst í sal skólans í fernu lagi, fyrst mættu unglingarnir og að síðustu 1. bekkur og foreldrar. Skólstjóri ávarpaði viðstadda og ræddi komandi skólaár. Að athöfn lokinn hittu nemendur umsjónarkennara sinn og fengu stundaskrár og hagnýtar upplýsingar.
24.08.2006
Tilkynningar

Stléttugangan

Sléttugangan fór fram sl. laugardag í blíðskaparveðri. Fjöldi göngumanna var 18 og héldu sumir að um Sléttukapphlaup væri að ræða en ekki göngu. Gyða Ósk Bergsdóttir og Aðalbjörg Jóhanna Helgadóttir komu fyrstar í “mark” á 6 klst. og 48 mínútum. Gamla metið var 7,5 klst. Þeir síðustu voru um 9 klst. og gáfu sér góðan tíma á leiðinni við sveppa- og berjatínslu.  Göngugarparnir voru sóttir á Kópasker og var farið beint í gufu í Íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn þar sem reynt var að ná mestu strengjunum úr líkamanum. Þá var haldið á Hótel Norðurljós og borðað og drukkið fram eftir kvöldi.  Skoða myndir (www.raufarhofn.is)
14.08.2006
Tilkynningar

Nýr framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Guðbjart Ellert Jónsson fjármálaráðgjafa um stöðu framkvæmdastjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs Norðurþings.
11.08.2006
Tilkynningar

180 milljónir úr Jöfnunarsjóði

Á fundi byggðaráðs Norðurþings 3. ágúst var fjallað um svar Jöfnunarsjóðs við umsókn um framlag vegna sameiningar sveitarfélaga. Kynnt var bréf Félagsmálaráðuneytis varðandi úthlutun framlags frá Jöfnunarsjóðs vegna sameiningar Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps. Ráðuneytið hefur úthlutað Norðurþingi 180 milljónir sem greiðast á þessu ári og næstu fjórum árum. Úthlutuninn er samkvæmt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Byggðarráð lýsti mikilli ánægju með niðurstöðu ráðuneytisins og fól sveitarstjóra að koma því á framfæri við ráðuneytið.
06.08.2006
Tilkynningar

Nýr sveitarstjóri

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Elís Bergur Elías Ágústsson var á síðasta kjörtímabili bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bergur er 43 ára að aldri, fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur og menntaður í hagfræði frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi. Hann hefur gegnt margvíslegum stjórnundarstörfum í atvinnulífi hér á landi, m.a. sem rekstrarstjóri og síðar framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. – Dvergasteins, framkvæmdastjóri fisk-vinnslufyrirtækjanna NASCO og Norðuróss á Blönduósi. Árið 2003 tók Bergur Elías við starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og gegndi því til loka kjörtímabils í ár.
03.08.2006
Tilkynningar

Jökulsárhlaup 2006

Jökulsárhlaup 2006 var háð í himneskri blíðu 29.júlí.  Alls tóku 152 manns þátt í þrem hlaupaleiðum og göngu. Flestir hlupu frá Dettifossi í Ásbyrgi, en á þeirri vegalengd lögðu 67 hlauparar af stað en 61 skilaði sér alla leið. Úr Hólmatungum hlupu 36 og úr Vesturdal hlupu 39.  Tíu manns gengu úr Vesturdal í Ásbyrgi.
02.08.2006
Tilkynningar

Velheppnuð Húsavíkurhátíð

Nú er velheppnaðaðri Húsavíkurhátíð er lokið. Dagskráin var mjög fjölbreytt þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Þetta var í fyrsta skipti sem Húsavíkurhátíð er haldin með þessu sniði.  Skeytt var saman Mærudögum og Sænskum dögum. Dagskráin hófst á 24. júlí og lauk 30. júlí. 
31.07.2006
Tilkynningar

Vegagerð við Núpsmýri

Vegagerð er nú hafin á fullu frá Núpsmýri að Magnavíkurás.  Burkney ehf sér um framkvæmdina sem á að vera lokið í haust.  Því miður verða samt enn eftir um 5 km af óbundnu slitlagi til Kópaskers þegar þessum áfanga lýkur.  Allt er í óvissu hvenær það verður klárað www.dettifoss.is
27.07.2006
Tilkynningar