Fara í efni

Fréttir

Snyrtihús við tjaldstæði

Nýtt snyrtihús hefur verið tekið í notkun við tjaldstæðið á Kópaskeri. Húsið er með vöskum til þvotta, sturtu og salerni. Heitt vatn er í húsinu.  Þessi frétt er af vefnum www.dettifoss.is
27.07.2006
Tilkynningar

Húsavíkurhátíðin hafin

Húsavíkurhátíðin formlega sett í Sjóminjasafninu í gær. Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson setti hátíðina. Um leið opnaði hann sýningu í Safnahúsinu á sænskri glerlist, listaverkum sem eru í eigu Hönnunarsafns Íslands. Þá tóku einnig til máls sendiherra Svía á Íslandi, fulltrúi vinabæjar Húsavíkur í Svíþjóð ofl. auk þess sem flutt voru skemmtiatriði.
25.07.2006
Tilkynningar

Nýr starfsmaður í stjórnsýsluhúsi

Ágústa Sigurðardóttir sem hefur séð um ræstingar í stjórnsýsluhúsi undanfarin ár er að láta af störfum um þessar mundir. Starfið hefur verið auglýst og bárust fjórar umsóknir um stöðuna. Þóranna Jónsdóttir hefur verið ráðin, en hún hefur starfað við Borgarhólsskóla um nokkurra ára skeið. Um leið og við bjóðum Þórönnu velkomna til starfa þökkum við Ágústu vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.
20.07.2006
Tilkynningar

Húsavíkurhátíð

Árið 870 sigldi sænskur víkingur að nafni Garðar Svavarsson umhverfis Ísland og uppgötvaði fyrstur manna að það var eyja. Garðar hafði vetursetu á Húsavík en sigldi utan um vorið. Fylgdarmaður hans, Náttfari settist að á Íslandi og er samkvæmt heimildum fyrsti landnámsmaðurinn.
19.07.2006
Tilkynningar

Norðurþing - Stjórnunarstörf

Norðurþing, sameinað sveitarfélag í Þingeyjarsýslum, auglýsti störf sveitarstjóra, framkvæmdastjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs og dreifbýlisfulltrúa laus til umóknar 2. júlí sl. og rann umsóknarfrestur út 16. júlí sl.   Alls bárust 12 umsóknir um starf sveitarstjóra, 11 umsóknir um starf framkvæmdastjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs og 6 um starf dreifbýlisfulltrúa.
19.07.2006
Tilkynningar

Ásbyrgismót

Hið árlega Ásbyrgismót UNÞ fór fram um síðustu helgi. Hér fyrir neðan má smella á tengla til að nálgast úrslit og stigagjöf. Úrslit Stigagjöf
11.07.2006
Tilkynningar

Nýtt byggðarmerki Norðurþings

Byggðarráð valdi í morgun nýtt byggðarmerki fyrir Norðurþing. Fjórir hönnuðir voru fengnir til að senda inn tillögur að byggðarmerki. Það er Hróbjartur Sigurðsson sem hannaði merkið sem varð fyrir valinu. Þess ber að geta að þetta eru aðeins fyrstu drög að merkinu og er líklegt að það taki breytingum. Hróbjartur lýsir tillögu sinni að byggðamerki svo: “Merkið er skýrskotun í söguna um Sleipni sem steig fæti niður í Ásbyrgi og skildi eftir sig hóffar í berginu. Merkið er symmetrískt (miðjuspeglað) sem gefur því klassískt og virðulegt útlit. Hófformið sem situr ofarlega fyrir miðju, myndar kraftmikla byggingu með stuðlaformunum að neðan sem láta merkið sitja vel og veita því festu. Rauður er litur hugrekkis og áræðis en getur einnig táknað þann jarðvarma sem er nokkuð einkennandi fyrir svæðið. ” Byggðarmerki þurfa að fylgja skilyrðum reglugerðar um skráningu byggðarmerkja. Sjá reglugerð hér. Merkið telst því ekki fullgilt byggðarmerki sveitarfélagsins Norðurþings fyrr en einkaleyfastofan hefur staðfest að það uppfylli fyrrgreinda reglugerð.
06.07.2006
Tilkynningar

Framkvæmdastjóri Fjármála- og stjórnsýslusviðs hættir störfum

Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri Fjármála- og stjórnsýslusviðs sagði starfi sínu lausu þ. 30. júní 2006. Ráðningarsamningur kveður á um 3ja mánaða uppsagnarfrest og er samkomulag um að Hulda Ragnheiður gegni starfinu út uppsagnarfrestinn að frádregnu orlofi. Starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar ásamst starfi sveitarstjóra og nýju starfi dreifbýlisfulltrúa. Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2006.
06.07.2006
Tilkynningar

Breyting á gjaldtöku á sundstöðum í Norðurþingi

FRÍTT Í SUND FYRIR 16 ÁRA OG YNGRI.  Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings 20. júní 2006 og samþykkt fjölskyldu- og þjónusturáðs Norðurþings 03.júlí 2006 er frítt í sund fyrir íbúa sveitarfélagsins 16 ára og yngri á sundstöðum sem sveitarfélagið rekur, þ.e. sundlaugunum á Húsavík og Raufarhöfn.
05.07.2006
Tilkynningar

Laus störf hjá Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir eftir, sveitarstjóra, framkvæmdastjóra og dreifbýlisfulltrúa. Til að sjá auglýsinguna smellið hér.
03.07.2006
Tilkynningar
Leikskólinn Krílakot á Kópaskeri

Leikvellir í sveitarfélaginu.

Á Raufarhöfn stendur til að setja niður ný leiktæki við grunnskólann og mun Þjónustumiðstöðin sjá um þær framkvæmdir. Verður þetta mikil breyting fyrir nemendur. Á Húsavík á að setja ný leiktæki á tjaldstæðið og mun Trésmiðjan Val sjá um þær framkvæmdir.
27.06.2006
Tilkynningar

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Iðavelli

Nú eru að hefjast framkvæmdir við leikskólann Bestabæ. Byggð verður viðbygging til vesturs og eldra húsnæði gert upp. Það er Trésmiðjan Rein sem sér um framkvæmdir fyrir Eignarhaldsfélagið fasteign ehf. Gert er ráð fyrir að nýr 6 deilda leikskóli verði fullbúinn haustið 2007.
26.06.2006
Tilkynningar