Fara í efni

Fréttir

Bjart er yfir Raufarhöfn 2006

Bjart er yfir Raufarhöfn 2006

Menningarvika 22. til 28. október Bjart er yfir Raufarhöfn 2006   Dagskrá í félagsheimilinu Hnitbjörgum   22. okt. kl. 15:00 Messa í Raufarhafnarkirkju, Séra Jón Ármann Gíslason messar. kl. 16:00  Kaffihlaðborð í Félagsheimilinu, Kvenfélagið Freyja. Menningarhátíð sett.
13.10.2006
Tilkynningar
Linda, Dagný, Magnús og Ingólfur

Setrið

 Setrið er í senn athvarf og iðja fyrir einstaklinga með geðraskanir og þá sem vilja starfa markvisst að geðrækt.   Setrið er til húsa við Héðinsbraut 6 á Húsavík (á planinu hjá Shell) og verður opið frá kl. 11:00-16:00 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Hægt verður að kaupa léttan hádegisverð s.s. súpu og brauð á kostnaðarverði.
13.10.2006
Tilkynningar
Húsavík

Styrkir

Á fundi Fjölskyldu- og þjónusturáð 11. október var samþykkti að veita styrki úr lista- og menningarsjóði til eftirfarandi aðliða. Hrynjandi fékk styrk að upphæð 100.000 til að efla starfsemi lúðrasveitarinnar í nýju sveitarfélagi.  Leikfélagi Húsavíkur fékk styrk að upphæð 50.000 vegna námskeiða. KFUM og KFUK Húsavík, fékk styrk að upphæð 75.000 vegna uppsetningar á aðventu- og jólaleikþætti. Að auki var samþykkt að kaupa þrenna skólatónleika af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á yfirstandandi skólaári og standa straum af kostnaði vegna aksturs skólabarna frá Raufarhöfn á tónleikana
12.10.2006
Tilkynningar

Ný leiktæki

Ný leiktæki hafa verið sett upp við Grunnskólann á Raufarhöfn. Þetta eru samskonar leiktæki og hafa verið sett upp fyrir nemendur á yngsta stigi við Borgarhólsskóla. Nemendur skólans hafa tekið þessum nýju leiktækjum vel. Á nýjum vef skólans má sjá myndir af nemendum í leik og starfi á skólalóðinni. Þessi vefur er í vinnslu og er einn af nýjum vefum stofnanna sveitarfélagsins.  Skoða myndir
04.10.2006
Tilkynningar
Nemendur að leik við Borgarhólsskóla

Okkur vantar meiri fjölbreytni

Á fundi skólanefndar 2. október var lögð svo hljóðandi áskorun nemenda á miðstigi Borgarhólsskóla: “Við, nemendur á miðstigi Borgarhólsskóla skorum á bæjarstjórn og alla þá sem einhverju ráða um skólann okkar að setja upp leiktæki vestan við skólann sem ætluð eru fyrir miðstig. Núna er ekkert að gera úti í frímínútum nema að vera í fótbolta.         Okkur vantar meiri fjölbreytni.” Undir áskorunina rita 47 nemendur á miðstigi skólans skólaárið 2005 – 2006.           Skólanefnd vísar áskoruninni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Skólanefnd leggur áherslu á að samráð verði haft við nemendur þegar kemur að hönnun á vesturhluta skólalóðar. Framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs falið að gera nemendum miðstigs grein fyrir afgreiðslu skólanefndar.
04.10.2006
Tilkynningar

Forvarnardagur í grunnskólum - munið útivistartíma barna

Að frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, hefur verið blásið til forvarnardags í grunnskólum landsins (sjá http://forvarnardagur.is). Þetta átak er m.a. unnið í samvinnu við íþrótta- og æskulýssamtök. þessi málaflokkur er því sérstaklega á dagskrá í mörgum grunnskólum í dag.
28.09.2006
Tilkynningar

Ráðning dreifbýlisfulltrúa

Á fundi byggðarráðs 21. september síðastliðinn var samþykkt að ganga til samninga við Elísabetu Gunnarsdóttur um starf Dreifbýlisfulltrúa. Elísabet er fædd árið 1979 og er með BS próf í viðskiptafræðum frá Háskóla Reykjavíkur. Elísabet er búsett að Daðastöðum í Öxarfirði.
22.09.2006
Tilkynningar
Raufarhöfn

Heimskautsgerðið á Raufarhöfn

Á jafndægrum, 23. september nk. mun grjóthleðsla hefjast við Heimskautsgerðið. Af því tilefni verður athöfn í Félagsheimilinu Hnitbjörgum sem hefst kl. 14.00.
20.09.2006
Tilkynningar

Styrkir til lista- og menningarmála

Fjölskyldu- og þjónusturáð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs og reglum um úthlutun úr sjóðnum.   Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári, í mars og október. Skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs ásamt reglum um úthlutun úr sjóðnum má nálgast hér   Umsóknum vegna úthlutunar í október skal skila til framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs eigi síðar en 4. október 2006. Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð.   F.h. Fjölskyldu- og þjónusturáðs Norðurþings.   Erla Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs Norðurþings s. 464 6123, erla@husavik.is
11.09.2006
Tilkynningar

Nýtt miðbæjarskipulag

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við byggðaráð að hafin verði undirbúningur að hugmyndasamkeppni að skipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Húsavík. Hugmyndir nefndarinnar eru að skipulagssvæðið verði um það bil frá Búðará í suðri, Auðbrekku í norðri, Miðgarði í austri og hafnarsvæðinu í vestri.   Úr fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar
09.09.2006
Tilkynningar

Heimsókn frá Noregi

Starfsmenn frá Gardskole í Haugasundi koma í heimsókn í Borgarhólsskóla 6. september. Tekist hafa góð kynni milli þessara tveggja skóla. Gardskole er barnaskóli og eru um 50 manns í hópnum, kennarar, skólastjórnendur,  skólaliðar og foreldrar.    
06.09.2006
Tilkynningar

Grunnskóli Raufarhafnar

Grunnskóli Raufarhafnar verður settur mánudaginn 28. ágúst n.k. Alls verða 45 nemendur í skólanum skólaárið 2006-2007. Samkennsla verður veruleg. Sjö börn eru af erlendu bergi brotin. Fjórir nemendur eru pólskir, þrjú eru tvítyngd. Eitt á íslenska móður og spænskan föður. Annað á spænskumælandi föður og íslenska móður og það þriðja á íslenska móður og hollenskan föður. Níu kennarar verða starfandi við skólann auk húsvarðar og skólaliða.   Þessa daganna er verið að reisa leikvöll við skólann velbúinn vönduðum leiktækjum.  Þá stendur til að endurgera smíðastofu skólans og taka hana í notkun um næstu áramót.   Héðan úr kyrrðinni og fegurð birtunnar berast góðar kveðjur. H.G.K.
25.08.2006
Tilkynningar