Fara í efni

Fréttir

Lokað í dag vegna kynnisferðar starfsfólks

Í dag eru starfsmenn í stjórnsýslu, forstöðumenn stofnana og kjörnir fulltrúar í sveitarfélögunum fjórum sem munu sameinast í vor í kynnisferð um nýja sveitarfélagið. Ferðin hófst kl.8.00 í morgun á Húsavík þar sem fulltrúar frá Húsavíkurbæ lögðu af stað áleiðis austur. Ferðinni var heitið til Raufarhafnar þar sem formleg heimsókn hófst kl. 10.00.
24.03.2006
Tilkynningar

Nafn á nýtt sameinað sveitarfélag

Í tilefni að sameiningu fjögurra sveitarfélaga, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Raufarhafnarhrepps og Öxarfjarðarhrepps var efnt til samkeppni um nafn á nýja sveitarfélagið. Frestur til að skila inn tillögum rann út 15. mars síðast liðinn. Vegleg verðlaun eru í boði en það eru 100.000.- króna peningaverðlaun ásamt sérstökum verðlaunagrip.
23.03.2006
Tilkynningar

Laus störf hjá Húsavíkurbæ

Húsavíkurbær auglýsir er eftir deildarstjórum og leikskólakennurum að leikskólanum Bestabæ á Húsavík. Bestibær er 4 deilda leikskóli, stefna leikskólans mótast af uppeldiskenningum John Dewey og Caroline Pratt. Á öllum deildum leikskólans er unnið með TMT.
20.03.2006
Tilkynningar

Vilt þú gerast dagforeldri?

Nýlega fór fram könnun á þörf fyrir þjónustu dagforeldra á Húsavík. Niðurstaða könnunarinnar var að foreldrar 3-6 barna leita eftir þjónustu dagforeldra. Með hliðsjón af þessu óskar Húsavíkurbær eftir samstarfi við einstaklinga sem áhuga hafa á að starfa sem dagforeldrar. 
17.03.2006
Tilkynningar

Starf við Íþróttamannvirki Húsavíkurbæjar.

Auglýst eru laus til umsóknar tvö störf við íþróttamannvirki Húsavíkurbæjar, aðalstarfsstöð við Sundlaugina á Húsavík. Um er að ræða fullar stöður yfir sumartíma en 45 % störf yfir vetrartíma. Önnur staðan er laus frá miðjum maí en hin frá miðjum júlí. Um er að ræða vaktavinnu.
15.03.2006
Tilkynningar

Afreks- og viðurkenningarsjóður Húsavíkurbæjar

Fjölskyldu- og þjónusturáð Húsavíkurbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Húsavíkurbæjar.  Umsóknir skal merkja Afreks- og viðurkenningarsjóði Húsavíkurbæjar og skila til skrifstofu Húsavíkurbæjar Ketilsbraut 7 – 9 640 Húsavík eða á netfangið erla@husavik.is. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, umsóknir vegna fyrri úthlutunar 2006  skulu berast fyrir 15. apríl nk..
15.03.2006
Tilkynningar

Samkeppni um nafn á nýtt sveitarfélag

Við sameiningu sveitarfélaganna fjögurra, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps verður til nýtt sveitarfélag. Verkefnisstjórn um sameiningu sveitarfélaganna efnir til samkeppni um nýtt nafn á sveitarfélagið. Tillögum skal komið á framfæri á skrifstofu einhvers hinna fjögurra sveitarfélaga.
09.03.2006
Tilkynningar

Lokun stjórnsýsluhúss 24. mars næstkomandi

Verkefnisstjórn v/ sameiningar Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps hefur ákveðið að efna til kynnisferðar um hið sameinaða sveitarfélag föstudaginn 24. mars n.k. Af því tilefni verður stjórnsýsluhúsið lokað þann dag.
09.03.2006
Tilkynningar

Starfsþróunarviðtöl, námskeið fyrir stjórnendur Húsavíkurbæjar

Stjórnendur Húsavíkurbæjar sátu í gær fyrra af tveimur námskeiðum fyrir stjórnendur um starfsþróunarviðtöl. Leiðbeinandi var Kristján Már Magnússon sálfræðingur hjá Reyni ráðgjafarstofu. Starfsþróunarviðtöl hafa verið tekin um nokkurra ára skeið í skólum sveitarfélagsins og mælst vel fyrir bæði meðal stjórnenda og starfsfólks. Slík viðtöl verða innleidd í allar stofnanir og deildir sveitarfélagsins á árinu 2006.
08.03.2006
Tilkynningar

Fréttatilkynning frá Alcoa Corporation, 1. mars 2006

Bandaríska fyrirtækið Alcoa Corp. og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði af byggingu þess mun álverið nota rafmagn sem að mestu verður framleitt með vistvænni jarðvarmaorku. Verði ákveðið að reisa nýtt álver á Norðurlandi er fyrstu framkvæmda á svæðinu ekki að vænta fyrr en árið 2010.
01.03.2006
Tilkynningar

Lausar lóðir undir einbýlishús

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var samþykkt að auglýsa til umsóknar 3 lóðir til viðbótar við Stakkholt. Það eru lóðir númer 1, 2 og 4. Einnig eru á ný lausar til umsóknar lóðir við Lyngbrekku númer 9 og 11. Umsóknarfrestur um þessar lóðir er 2 vikur.
24.02.2006
Tilkynningar

Ný samþykkt um gatnagerðargjald og fleira

Á fundi bæjarstjórnar 21. febrúar s.l. var afgreidd ný samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld. Megin markmiðið með samþykktinni er að gjöld vegna nýbygginga standi undir kostnaði sveitarfélagsins við að veita nauðsynlega þjónustu, þ.m.t. gatnagerð. Skv. eldri samþykkt frá 1997 vantaði nokkuð á að svo væri.
23.02.2006
Tilkynningar