Fara í efni

Fréttir

Bókasafn Suður-þingeyinga 100 ára

Á afmælisdegi bókasafnsins þann 1. nóvember síðastliðinn, komu nemendur úr 7. bekk Borgarhólsskóla í heimsókn á safnið og lásu fyrir leikskólabörn úr verkum þingeyskra höfunda. Hér á eftir má sá fleiri myndir sem teknar voru af því tilefni.
04.11.2005
Tilkynningar

Bókasafn Suður- Þingeyinga 100 ára

Í tilefni af afmæli safnsins þann 1. nóvember sl. verður haldið málþing í  sal Safnahússins á Húsavík sunnudaginn 6. nóvember kl. 15:00.
03.11.2005
Tilkynningar

Þekkingarsetrið verði hluti menntakerfis þjóðarinnar

Á fundi bæjarstjórnar í gær voru málefni Þekkingarseturs Þingeyinga til umræðu, en eins og kunnugt er hefur ríkt óvissa um fjárveitingar til reksturs þess. Var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
26.10.2005
Tilkynningar

Rammasamningur við Símann

Í sumar var undirritaður samningur á milli Húsavíkurbæjar og Símans, sem er hluti af rammasamningum ríkisins. Samningurinn hefur í för með sér margvíslegar breytingar á áskriftum og afnotagjöldum. Eftir tveggja mánaða reynslu af samningnum hefur náðst verulegur árangur í lækkun á símkostnaði. Lækkunin jafngildir um ½ milljón króna lækkun á ári miðað við það skipulag sem nú er á símkerfi Húsavíkurbæjar.
25.10.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn 25. október 2005 og hefst hann kl. 16.00. Fundarstaður er Blái salurinn í Félagsheimili Húsavíkur.
24.10.2005
Tilkynningar

Sparkvellirnir vígðir

 S.l. föstudag voru sparkvellirnir við Borgarhólsskóla teknir  formlega í notkun. Athöfnin hófst með ávörpum bæjarstjóra,  Reinhards Reynissonar og fulltrúa KSÍ, Geirs Þorsteinssonar  framkvæmdastjóra og Eyjólfs Sverrissonar sem hefur haft umsjón  með sparkvallaátakinu f.h. KSÍ. Því næst færðu fulltrúar KSÍ  Borgarhólsskóla og Völsungi fótbolta að gjöf. Að lokum klipptu tveir  ungir knattspyrnuiðkendur á borða til marks um formlega  opnun vallanna.
24.10.2005
Tilkynningar

Fréttatilkynning

Uppskeruhátíð Ferðaþjónustunnar á Norðurlandi Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og vestra, Ferðaþjónustuklasinn/ Vaxey og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi bjóða til Uppskeruhátíðar ferðaþjónustunnar þann 10. nóvember. Þangað eru boðnir allir sem starfa að ferðamálum á Norðurlandi.
21.10.2005
Tilkynningar

Fyrsta skipið bundið við Bökugarð

Á dögunum var fyrsta skipið bundið við nýjan viðlegukant, Bökugarð, þegar Björg Jónsdóttir ÞH 321 lagðist þar að á laugardagskvöldið eftir loðnuleitarferð. Að sögn Bjarna Aðalgeirssonar útgerðarmanns er loðnuleitinni ekki lokið en Björgin er á leiðinni á síld.
19.10.2005
Tilkynningar

Fjölskyldustefna Húsavíkurbæjar á öll heimili

Fjölskyldustefna Húsavíkurbæjar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 21. júní s.l. Stefnan hefur nú verið gefin út í bæklingi sem dreift verður á öll heimili í sveitarfélaginu í þessari viku en það er fimmti flokkur drengja í knattspyrnu sem annast dreifinguna. Það er von stjórnenda sveitarfélagsins að íbúar kynni sér fjölskyldustefnuna vel og noti hana sem grundvöll að uppbyggilegri umræðu um þjónustu sveitarfélagsins. Stefnunni er ætlað að vera sveitarfélaginu hvatning til að búa vel að fjölskyldum í sveitarfélaginu.
11.10.2005
Tilkynningar

Könnun á afstöðu til sameiningar

Á dögunum gerðu Þekkingarsetur Þingeyinga í samstarfi við Framhaldsskólann á Húsavík skoðanakönnun meðal íbúa þeirra sjö sveitarfélaga sem tillaga er gerð um að kjósi um sameiningu þann 8. október n.k. Niðurstöðurnar eru um margt áhugaverðar, en sérstaka athygli vekur almennt hátt hlutfall þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu eða neita að svara.
30.09.2005
Tilkynningar

Sameiningarfundur á Fosshótel Húsavík -Félagsmálaráðherra mætir

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra mun mæta á fundinn um sameiningarkosningarnar sem haldinn verður á Húsavík n.k. sunnudagskvöld kl. 20.30. Allir, sem vetlingi geta valdið, hvattir til að mæta.
30.09.2005
Tilkynningar