Rammasamningur við Símann
Í sumar var undirritaður samningur á milli Húsavíkurbæjar og Símans, sem er hluti af rammasamningum ríkisins. Samningurinn
hefur í för með sér margvíslegar breytingar á áskriftum og afnotagjöldum. Eftir tveggja mánaða reynslu af samningnum hefur náðst
verulegur árangur í lækkun á símkostnaði. Lækkunin jafngildir um ½ milljón króna lækkun á ári miðað
við það skipulag sem nú er á símkerfi Húsavíkurbæjar.
25.10.2005
Tilkynningar