Fara í efni

Fréttir

Húsavíkurbæ veitt viðurkenning á degi fatlaðra

Á degi fatlaðra, 3. desember sl. var Húsavíkurbæ veitt viðurkenning fyrir að hafa komið að uppbyggingu atvinnumála fatlaðra og öryrkja. 
07.12.2004
Tilkynningar

Fjármál bæjarins ekki til sérstakrar skoðunar

Eins og áður hefur komið fram hér óskaði eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga eftir skýringum á frávikum ársreiknings 2003 frá fjárhagsáætlun ársins. Nefndinni var send greinargerð þar sem frávikin voru greind og hefur hún í framhaldi af því komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að hafa fjármál sveitarfélagsins lengur til sérstakrar skoðunar. Greinargerðina og niðurstöðu eftirlitsnefndarinnar má nálgast með því að smella hér.  
07.12.2004
Tilkynningar

Hvatt til sameiginlegs átaks í atvinnumálum

Á fundi bæjarstjórnar í gær voru starfslok Kísiliðjunnar hf. og fréttir af því að þunglega horfði um fjármögnun kísilduftverksmiðju til umræðu og samþykkti bæjarstjórn svofellda ályktun:
01.12.2004
Tilkynningar

Framkvæmdastjórar hjá Húsavíkurbæ

Vegna stjórnskipulagsbreytinga óskar Húsavíkurbær að ráða þrjá framkvæmdastjóra. Um er að ræða þrjú ný svið og taka breytingarnar gildi um næstu áramót. Megin viðfangsefni framkvæmdastjóranna er að hafa yfirumstjón með og bera ábyrgð á rekstri hvers sviðs og að þjónusta þeirra sé veitt samkvæmt lögum og reglum og í samræmi við stefnu Húsavíkurbæjar.
29.11.2004
Tilkynningar

"Við byggjum sundlaug" söfnunarféð afhent bæjarstjóra.

Ein milljón króna hefur nú þegar safnast í söfnunarátaki áhugafólks um stækkun sundlaugarinnar.
25.11.2004
Tilkynningar

Næsti fundur Bæjarstjórnar

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn  30.nóvember  2004 og hefst hann kl.16.00.
23.11.2004
Tilkynningar

Tæp 90% hlynnt byggingu álvers við Húsavík

Í  könnun sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur unnið fyrir Húsavíkurbæ kemur fram að tæp 89% íbúa sveitarfélagsins eru hlynntir uppbyggingu  álvers eða annarrar  slíkrar stóriðju við Húsavík.
10.11.2004
Tilkynningar

Ályktun bæjarstjórnar

Bæjarstórn Húsavíkur samþykkti á fundi í gær, þriðjudaginn 26. október, ályktun um málefni grunnskólans.
27.10.2004
Tilkynningar

Fundað með þingmönnum.

Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar átti í gær fund með þingmönnum Norðausturkjördæmis þar sem til umræðu voru ýmis hagsmunamál héraðsins.
27.10.2004
Tilkynningar

Næsti bæjarstjórnarfundur

Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn þriðjudaginn 26. október kl. 16:00  í bláasal Hótels Húsavíkur.
18.10.2004
Tilkynningar

Fyrirspurn eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga

Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skrifað 23 sveitarfélögum bréf þar sem óskað hefur verið ákveðinna upplýsinga um þróun í fjármálum þeirra og með hvaða hætti sveitarstjórnir hyggðust taka á þeim málum.
07.10.2004
Tilkynningar

Landsbyggðin lifi - Stofnfundur

Þriðjudaginn 5. október verður haldinn stofnfundur samtakanna Landsbyggðin lifi.
01.10.2004
Tilkynningar