Fara í efni

Fréttir

Verksamningur undirritaður

Undirritaður hefur verið verksamningur milli Húsavíkurhafnar og  fyrirtækjanna Árni Helgason ehf. og Ísar ehf. um rekstur stálþils og fyllingar innan á Bökugarð, en fyrirtækin áttu lægsta tilboð í verkið.
29.09.2004
Tilkynningar

Rafrænt samfélag

Rafrænt samfélag. Heimasíða verkefnisins er www.skjalfandi.is
17.09.2004
Tilkynningar

Þjófar á ferð

Því miður hafa fingralangir aðilar heimsótt gróðurhús bæjarins við Ásgarðsveg í sumar.
17.09.2004
Tilkynningar

Framkvæmdir við vatnsveitu.

Hafnar eru framkvæmdir við vatnsöflun sunnan við vatnsbólið.
13.09.2004
Tilkynningar

Nýtt andlit Höfðavegar

Hluti af verklegum framkvæmdum sumarsins var malbikun og frágangur á efri hluta Höfðavegar. Hann hefur nú fengið á sig nýja og betri mynd þar sem bundið slitlag, graseyjar og bílastæði setja sinn svip á heildarmyndina.
25.08.2004
Tilkynningar

Bökugarður, stálþil. Útboð opnuð

Þriðjudaginn 10. ágúst 2004 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið "Húsavík - Bökugarður, stálþil." Tilboð voru opnuð á skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi og á skrifstofu Húsavíkurbæjar, Ketilsbraut 7-9, Húsavík. Alls bárust þrjú tilboð í verkið.
16.08.2004
Tilkynningar

Framhald hafnarframkvæmda

Nú um helgina var auglýst eftir tilboðum í byggingu stálþilsbryggju við Bökugarð.  Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 10. ágúst n.k. en verkinu skal lokið eigi síðar en 31. des. n.k.
19.07.2004
Tilkynningar

Ný túrbína í Orkustöð

Nú stendur yfir vinna í Orkustöð við að koma nýju túrbínunni niður í stað þeirrar "gömlu". Töluverðar breytingar þarf að gera á lögnum og fleiri kerfishlutum samhliða túrbínuskiptunum. Stefnt er á gangsetningu aftur í lok júlí.
14.07.2004
Tilkynningar

Jarðgöng undir Vaðlaheiði. 100 milljónir frá KEA

Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. - undirbúningsfélags vegna Vaðlaheiðarganga var haldinn á Akureyri 28. júní s.l. Fram kom að KEA er tilbúið að leggja allt að 100 milljónir króna í framkvæmdafélag vegna fyrirhugaðra Vaðlaheiðarganga. Stjórn Greiðrar leiðar ehf. var endurkjörin.
30.06.2004
Tilkynningar

Gjaldskrá Húsavíkurhafnar frá 1. júlí 2004

Skv. ákvæðum hafnarlaga nr. 61/2003 eru gjaldskrárákvarðnir í höndum einstakra hafnarstjórna frá og með 1. júlí n.k. Hafnarnefnd Húsavíkurbæjar hefur ákveðið að frá og með 1. júlí gildi gjaldskrá fyrir hafnir nr. 398/2003 sem almennur hluti gjaldskrár Húasvíkurhafnar.
30.06.2004
Tilkynningar

Virkjun Skjálfandafljóts við Hrafnabjörg í Bárðardal

Fulltrúar Þingeyjarsveitar, Orkuveitu Húsavíkur, Norðurorku og Orkuveitu Reykjavíkur, hafa undirritað viljayfirlýsingu um samsatarf um virkjun Skjálfandafljóts við Hrafnabjörg í Bárðardal.
29.06.2004
Tilkynningar

Fjölskylduvefur Félagsmálaráðuneytisins

Þann 15. maí sl. opnaði félagsmálaráðherra fjölskylduvefinn fjolskylda.is.Tilgangurinn með vefnum er að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum á Netinu um málefni fjölskyldunnar.
10.06.2004
Tilkynningar