Fara í efni

Fréttir

Sameiginleg aðgerðaáætlun vegna uppbyggingar orkufreks iðnaðar á Norðurlandi

S. l. mánudag var undirritað samkomulag milli Fjárfestingarstofu, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akureyrarkaupstaðar, Húsavíkurbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Alcoa Inc. um sameiginlega aðgerðaáætlun vegna uppbyggingar orkufreks iðnaðar (álvers og hugsanlega frekari vinnslu álafurða) á Norðurlandi.
22.06.2005
Tilkynningar

Kveðja frá Karlskoga í Svíþjóð

21.06.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar

Næsti fundur bæjarstjórnar verður þriðjudaginn 21. júní kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í Bláa salnum í Félagsheimili Húsavíkur.
20.06.2005
Tilkynningar

Sænskir dagar á Húsavík, 20-26. júní 2005

Af hverju sænskir dagar? Til heiðurs landkönnuðinum Garðari Svavarssyni, Náttfara og hans fólki sem settist að í  Þingeyjarsýslu eru haldnir sænskir dagar á Húsavík.  Markmið daganna er efling á menningartengslum við Svíþjóð, virðing við menningararf svæðisins og kynnast sænskri menningu með tónlist, bókmenntum, myndum og mat. Af hverju á Húsavík?
20.06.2005
Tilkynningar

Samstarfssamningur

 Í morgun var gengið frá fyrsta samstarfssamningi við aðila í verslun og/eða þjónustu á Húsavík. Samstarfssamningur hefur verið gerður til reynslu til eins árs við Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Þetta er fyrsti slíki samningurinn við verslun á Húsavík en vonir standa til að fleiri slíkir samningar verði gerðir á næstu vikum.
03.06.2005
Tilkynningar

Húsvíkingar á toppnum

Við útskrift Viðskiptaháskólans á Bifröst s.l. laugardag voru þær Guðrún Árnadóttir (Dúna), og Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, sem nú nýlega unnu verkefni í samstarfi við Húsavíkurbæ og frá var greint hér á heimasíðunni, heiðraðar fyrir framúrskarandi námsárangur á fyrstu tveimur árum til BS prófs í viðskiptafræði.
02.06.2005
Tilkynningar

Ársreikningar 2004 afgreiddir í bæjarstjórn

Á fundi bæjarstjórnar 24. maí s.l. voru ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir 2004 afgreiddir við síðari umræðu. Helstu niðurstöður hans voru birtar í fréttatilkynningu þ. 11. maí s.l.
27.05.2005
Tilkynningar

Bæjarstjórn ályktar um uppbyggingu Norðausturlands

Á fundi bæjarstjórnar 24. maí s.l. var samhljóða samþykkt svofelld ályktun sem borin var upp sameiginlega af oddvitum meiri- og minnihluta bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar tekur heils hugar undir sjónarmið og ábendingar til ríkisvaldsins um mikilvægi þess að flytja ríkisstofnanir til Akureyrar.  Eðlilegt hlýtur að teljast að þær stofnanir ríkisins sem aðallega fást við mál sem snúa að landsbyggðinni s.s. sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og náttúrufars- og skipulagsmál séu staðsettar utan Reykjavíkur.  Má í þessu samhengi benda á stofnanir eins og Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Veiðimálastofnun.
26.05.2005
Tilkynningar

Leikskólinn í Bjarnahúsi 10 ára

Í tilefni að 10 ára afmæli Leikskólans í Bjarnahúsi hittust börn, foreldrar og starfsfólk síðast liðinn laugardag og gerðu sér glaðan dag. Síðar um daginn var bæjarbúum boðið í heimsókn og að skoða listaverk sem börnin hafa unnið í vetur.
26.05.2005
Tilkynningar

Afhending innkaupakorta hjá Húsavíkurbæ

Í morgun var stigið fyrsta skrefið í mótun innkaupastefnu Húasvíkurbæjar. Starfsmönnum Húsavíkurbæjar voru afhent innkaupakort sem nota á við vörukaup fyrir Húsavíkurbæ og stofnanir hans. Kortin eru með sama sniði og almenn kreditkort og hafa þeir starfsmenn sem annast innkaup í nafni Húsavíkurbæjar slík kort til umráða.
25.05.2005
Tilkynningar

Sameining sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum

Skipuð hefur verið samstarfsnefnd vegna undirbúnings kosninga um tillögu um sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum, Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Raufarhafnarhrepps, Skútustaðahrepps, Tjörneshrepps og Öxarfjarðarhrepps.  Í nefndinni sitja tveir fulltrúar sveitarstjórnar í hverju sveitarfélagi. 
24.05.2005
Tilkynningar

Hreinsunardagur 2005

Aðfararnótt síðastliðins laugardags snjóaði hér á Húsavík. Um morguninn var því hvítt teppi yfir bæjarlandinu eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Þóttu aðstæður óásættanlegar til ruslatínslu, en einmitt þennan dag hafði verið gert ráð fyrir allsherjar hreinsunardegi á Húsavík.
24.05.2005
Tilkynningar