Fara í efni

Fréttir

Skíðabraut á Reykjaheiði

Starfmenn Húsvíkurbæjar voru í morgun að opna leiðina upp í Meyjarskarð á Reykjaheiði. Þar hefur verið troðin göngubraut fyrir skíðagöngufólk. Mikill snjór er á þessum slóðum og hægt að fara um allt á gönguskíðum. Leiðin uppeftir er fólksbílafær en hætt er við að vegurinn verði illfær ef þiðnar mikið. Spáð er frekar köldu veðri nú um páskana svo vonandi helst vegurinn fær.
07.04.2004
Tilkynningar

Ársskýrslur Húsavíkurbæjar og fyrirtækja fyrir árið 2003

Athygli er vakin á því að ársskýrslur Húsavíkurbæjar og fyrirtækja fyrir árið 2003 eru komar út. Með því að smella á "Upplýsingar" á forsíðu heimasíðunnar er skýrslurnar að finna. Ástæða þess að athygli er vakin á þessu er að samkvæmt samþykkt bæjarráðs verður skýrslan ekki prentuð og borin í hús að þessu sinni.
04.04.2004
Tilkynningar

Samningur um lögfræðiþjónustu

Föstudaginn 2. apríl var undirritaður í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, samningur milli Húsavíkurbæjar og Regula – lögmannsstofu, um innheimtu vanskilakrafna og um önnur lögfræðistörf sem óskað er eftir. Samninginn undirituðu Reinhard Reynisson, bæjarstjóri fyrir hönd Húsavíkurbæjar og Berglind Svavarsdóttir fyrir hönd Regula – lögmannsstofu. Samningurinn tekur gildi þann 1. maí 2004.
02.04.2004
Tilkynningar

Sveitarstjórnarmenn funda um orku - og stóriðjumál

30. mars 2004 var haldinn fundur með sveitastjórnarmönnum í Þingeyjarsýslu um orku- og stóriðjumál.  Á fundinum kom  fram mikil samstaða um að orkuauðlindir í Þingeyjasýslum verði notaðar í héraði, og er það í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda. 
31.03.2004
Tilkynningar

Listahátíð yngri barna á Húsavík tókst mjög vel

Aðsókn að sýningum og viðburðum Listahátíðar yngri barna á Húsavík fór fram úr björtustu vonum. Samanlagt mun nálægt 1000 manns hafa sótt hátíðina. Samstarf skólanna við Safnahúsið og bókasafnið tókst sérstaklega vel og þeim til sóma er stýrðu því verki.
24.03.2004
Tilkynningar

Litahátíð barna 2004

Mikið fjölmenni var við opnun listahátíðar barna í Safnahúsinu í dag, laugardaginn 20.mars kl:13:00. Bæjarstjórinn, Reinhard Reynisson flutti ávarp, listamenn úr Leikskólanum í Bjarnahúsi fluttu glæsilegt atriði og yngri kór Borgarhólsskóla söng. Sýningin er opin í dag og á morgun,sunnudag, bæði í Safnahúsinu og Borgarhólsskóla.
20.03.2004
Tilkynningar

Pétur mikli kominn til Húsavíkur

Tækjabúnaður Sæþórs ehf. sem sér um dýpkun og gröft á stálþilsskurði vegna hafnarframkvæmda við Bökugarð er kominn á staðinn. Um er að ræða gröfupramma og efnisprammann Pétur mikla.Framkvæmdir við verkið hefjast á næstu dögum, en samkvæmt verksamningi skal þeim lokið 1. apríl n.k.
16.03.2004
Tilkynningar

Úthlutun styrkja úr Lista og menningarsjóði Húsavíkurbæjar

Fyrri úthlutun ársins úr sjóðnum fór fram á fundi fræðslunefndar 2. mars sl. Alls bárust umsóknir vegna 11 verkefna. Úthlutað var úr sjóðnum til 9 verkefna, alls kr. 640.000. Á sama fundi voru teknar ákvarðanir um ráðstöfun á fjármunum sjóðsins að frumkvæði stjórnar, endurnýjaður verður samningur við Tónlistarskóla Húsavíkur vegna tónleikahalds. Samþykkt var að auglýsa eftir framkvæmdaaðila að tónlistarveislu / sumartónleikum.
12.03.2004
Tilkynningar

Mærudagar 2004

Markaðsráð Húsavíkur og nágrennis mun annast framkvæmd og umsjón Mærudaga árið 2004. Á fundi fræðslunefndar 2. mars var samþykkt að fela MarkHús umsjón og framkvæmd Mærudaga árið 2004. Þetta er annað árið sem MarkHús mun annast framkvæmd þessarra bæjarhátiðar sem nú hefur fest sig í sessi hér á Húsavík. Hátíðin sumarið 2003 tókst með miklum ágætum að vanda og má vænta enn glæstrar hátíðar í ár. Mærudagar 2004 hafa verið ákveðnir 6. til 8. ágúst.
12.03.2004
Tilkynningar

Listahátíð yngri barna á Húsavík

Helgina 20. - 21. mars verður haldin Listahátíð yngri barna í Húsavíkurbæ. Fjölbreytt dagskrá verður báða dagana, en þema hátíðarinnar en umhverfið okkar. Hátíðin fer fram í sal Safnahússins á Húsavík og í sal Borgarhólsskóla og hefst kl: 13:00 á laugardag.
12.03.2004
Tilkynningar

Niðurstöður íbúaþings kynntar

Á fundi, sem haldinn var í gærkvöldi þann 11.mars 2004, voru helstu niðurstöður íbúaþings kynntar. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með vel heppnað íbúaþing og því hve bæjarbúar hefðu verið áhugasamir um framtíð Húsavíkurbæjar. Fjölmargar athyglisverðar hugmyndir komu fram á þinginu.
12.03.2004
Tilkynningar

Verkefnissamningur um rafrænt samfélag undirritaður

Í dag var undirritaður verkefnissamningur milli Byggðastofnunar annars vegar og Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar hins vegar, um byggðaverkefnið rafrænt samfélag. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna sem valið var í samkeppni stjórnvalda á síðasta ári. Heiti verkefnisins er Skjálfandi í faðmi þekkingar – Rafrænt samfélag við Skjálfanda og eru einkunnarorð þess, Virkjum alla!. Vísa þau til megin markmiðs verkefnisins sem er að virkja alla íbúa byggðarlagsins til að nýta sér möguleika tölvu- og upplýsingatækninnar á sem flestum sviðum hins daglega lífs.
03.03.2004
Tilkynningar