Fara í efni

Fréttir

Bréf frá bæjarstjóranum í Qeqertarsuaq

Síðan við tókum ákvörðun um vinabæjarheimsókn til ykkar var efst i huga tilhlökkun og spenningur um framtíðar samstarfsverkefni, sem gætu sprottið úr heimsókninni. Við heimsóttum Húsavík með þau markmið – að hætti vina – að kanna hvernig við getum starfað betur saman í framtíðinni til gagns og gamans fyrir íbúa bæja okkar.
28.05.2004
Tilkynningar

Ársreikningar fyrir árið 2003 samþykktir

Ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir árið 2003 voru afgreiddir við síðari umræðu í bæjarstjórn 18. maí s.l. Heildartekjur bæjarfélagsins urðu heldur minni en upphafleg fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir og munar þar tæpum 22 millj. Rekstrargjöld fóru 65 millj. fram úr áætlunum og munar þar mest um hækkun á reiknaðri lífeyrisskuldbindingu (42,6 millj.) og afskriftir viðskiptakrafna vegna gjaldþrota (20,7 millj.).  Almennur rekstur stofnana og þjónustumálaflokka var hins vegar almennt í góðu samræmi við áætlanir.
28.05.2004
Tilkynningar

Heimsókn frá grænlenska vinabænum Qeqertarsuaq

Fulltrúar frá vinabæ okkar í Grænlandi, Lars Karl Jensen, bæjarstjóri og Ove Berthelsen, bæjarritari (kommunaldirektör) voru hér í heimsókn á dögunum ásamt Benedikte Thorsteinsson, formanni KALAK sem er vinafélag Grænlands og Íslands.
21.05.2004
Tilkynningar

Hrina nýbygginga hafin á Húsavík?

Nú nýverið hefur verið úthlutað lóðum undir þrjú einbýlishús hér á Húsavík, en þess má geta að síðast var hér hafin bygging íbúðarhúss árið 2000.
21.05.2004
Tilkynningar

Nýjar innheimtureglur hjá Húsavíkurbæ frá 1.maí 2004

Bæjarráð Húsavíkurbæjar samþykkti þann 1. apríl 2004 nýjar innheimtureglur vegna innheimtu á tekjum Húsavíkurbæjar. Þessar nýju reglur koma í stað eldri reglna frá 14. nóvember 1994. Samhliða upptöku á innheimtureglunum hefur verið samið við Regula-lögmannsstofu ehf. um innheimtu á vanskilakröfum sem sveitarfélagið á eða hefur umsjón með. Reglurnar eru að finna hér á heimasíðunni undir "Upplýsingum"
05.05.2004
Tilkynningar

Ísland á iði

Á fundi Tómstundanefndar Húsavíkurbæjar 3.maí 2004 var samþykkt að hvetja til aukinnar hreyfingar og heilbrigðari lífshátta. Er þetta liður í hreyfingar- og hjólaátaki ÍSÍ. Íbúar Húsavíkurbæjar eru hvattir til að hjóla og ganga til vinnu og auka almenna hreyfingu.
04.05.2004
Tilkynningar

Tilboð í endurbætur við Sundlaugina opnuð

Tvö tilboð bárust í endurnýjun þakklæðningar á eldri byggingu Sundlaugarinnar.Bæði tilboðin eru yfir kostnaðaráætlun sem er 2.264.736.- Gert er ráð fyrir að framkvæmdatími verði maí mánuður n.k.
30.04.2004
Tilkynningar

Mikilvægi Kísiliðjunnar

Eins og fram hefur komið mun starfsemi Kísiliðjunnar leggjast af um næstu áramót með alvarlegum afleiðingum fyrir byggð í Þingeyjarsýslu. Vonir eru þó bundnar við að kílsiduftverksmiðja muni leysa hana af hólmi.
15.04.2004
Tilkynningar

Skíðabraut á Reykjaheiði

Starfmenn Húsvíkurbæjar voru í morgun að opna leiðina upp í Meyjarskarð á Reykjaheiði. Þar hefur verið troðin göngubraut fyrir skíðagöngufólk. Mikill snjór er á þessum slóðum og hægt að fara um allt á gönguskíðum. Leiðin uppeftir er fólksbílafær en hætt er við að vegurinn verði illfær ef þiðnar mikið. Spáð er frekar köldu veðri nú um páskana svo vonandi helst vegurinn fær.
07.04.2004
Tilkynningar

Ársskýrslur Húsavíkurbæjar og fyrirtækja fyrir árið 2003

Athygli er vakin á því að ársskýrslur Húsavíkurbæjar og fyrirtækja fyrir árið 2003 eru komar út. Með því að smella á "Upplýsingar" á forsíðu heimasíðunnar er skýrslurnar að finna. Ástæða þess að athygli er vakin á þessu er að samkvæmt samþykkt bæjarráðs verður skýrslan ekki prentuð og borin í hús að þessu sinni.
04.04.2004
Tilkynningar

Samningur um lögfræðiþjónustu

Föstudaginn 2. apríl var undirritaður í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, samningur milli Húsavíkurbæjar og Regula – lögmannsstofu, um innheimtu vanskilakrafna og um önnur lögfræðistörf sem óskað er eftir. Samninginn undirituðu Reinhard Reynisson, bæjarstjóri fyrir hönd Húsavíkurbæjar og Berglind Svavarsdóttir fyrir hönd Regula – lögmannsstofu. Samningurinn tekur gildi þann 1. maí 2004.
02.04.2004
Tilkynningar

Sveitarstjórnarmenn funda um orku - og stóriðjumál

30. mars 2004 var haldinn fundur með sveitastjórnarmönnum í Þingeyjarsýslu um orku- og stóriðjumál.  Á fundinum kom  fram mikil samstaða um að orkuauðlindir í Þingeyjasýslum verði notaðar í héraði, og er það í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda. 
31.03.2004
Tilkynningar